THORUNN IVARS.IS


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/thorunn-ivars-is/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Thorunn_Haust_005
Myndataka: Þorsteinn J. Sigurbjörnsson

Seinustu daga höfum við tískubloggarar sætt mikillar gagnrýni og hefur það virkilega farið fyrir brjóstið á mér. Ég tek ekki þessum orðum sem féllu á internetinu persónulega en auðvitað stakk það mig smá að lesa niðrandi orð um bloggara. Ég hef virkilegan húmor fyrir sjálfri mér og gera vinkonur mínar og kærasti óspart grín af mér. Þetta er einfaldlega það skemmtilegasta sem ég hef gert á lífsleiðinni og hef unun að því að skrifa hér og trúi því innst inni að mínir “fasta” lesendur viti það. Ég er lánsöm að það gangi svona vel með síðuna mína og vona ég að ég nái til sem flestra með mínum skrifum. Ég rek síðuna og allt sem hana snertir ein míns líðs og hlakka til í framtíðinni að bæta við í teymið þegar tök verða á (gefum því 10 ár haha).

Þar sem ég tel sjálfa mig koma ávallt til dyranna eins og ég er klædd ákvað ég frá upphafi að leggja línurnar og setja mér reglur um hvað færi inn á síðuna mína og hvað ekki. Mín ákvörðun var sú að ég myndi aldrei fjalla um hvernig ætti að missa “2 kíló á stuttum tíma” eða eitthvað annað jafn vitlaust. Heldur ákvað ég að vera ávallt góð fyrirmynd fyrir bæði yngri og eldri konur.

 Í dag finn ég mig einfaldlega knúna til að deila með lesendum hugsunum mínum þar sem mér finnst ekki vera samasemmerki á milli þess að hafa áhuga á tísku og förðun og að vera veruleikafirrtur eða upptekin af sjálfum sér. Sannleikurinn er bara sá að það eru svo margir aðrir miðlar á netinu sem sjá um það fyrir okkur þó sorglegt sé. Satt besta að segja hef ég aldrei verið ein af þeim sem hefur sett út á líkama sinn eða kvartað undan hinu og þessu. Ég ólst ekki upp í þannig umhverfi og heyrði ég aldrei móður mína kvarta yfir hinu og þessu varðandi útlit sitt. Hún kenndi mér einfaldlega að elska sjálfa mig og vera ánægð með mig eins og ég er.

Ég viðurkenni það fúslega að mér finnist virkilega gaman að klæða mig fínt og mála mig og hef alla tíð og síðan ég man eftir mér hef ég deilt með vinkonum mínum allskonar ráðum varðandi snyrtivörur og annað. Auðvitað þykir mér ég ekki fullkominn en ég þrái það að konur elski sjálfa sig og láti sér líða vel í eigin skinni og verð ég oft að minna sjálfa mig á það að elska sjálfa mig. Auðvitað finn ég fyrir þessari ákveðnu pressu úr samfélaginu sem margir upplifa og þegar ég var í námi erlendis fannst mér ég vera í fríi frá þessari útlitsdýrkun íslendinga en samt sem áður var ég löngu byrjuð að blogga og tala um allskonar hluti sem ég hef áhuga á. Mér finnst sorglegt að sjá litla landið okkar fara svona og eru staðlarnir orðnir einfaldlega alltof háir.

Ég vil skora á ykkur að vera þið sjálfar.

 ThorunnIvars.is er einlægur miðill á netinu þar sem þú kemst í burtu frá amstri dagsins og getur lesið um áhugaverðar nýjungar í förðunarheiminum, fallegar heimilsvörur, tísku og jafnvel lært nýjar æfingar í ræktinni og ekki með það að markmiði að missa einhver kíló heldur einfaldlega til að líða vel.

Untitled-1

Comments

 1. Susie
  October 27, 2014 / 23:48

  Þú ert yndisleg eins og þú ert Þórunn mín og bloggin þín eru frábær. Mér finnst þú langt frá því að vera yfirborðskennd eða vitfirt eða hvaða það er nú er. Ég vona bara að þú haldir áfram á þinni góðu braut og ég hlakka til að lesa um alla þína tískumógúla og ráð hvort sem er fyrir tísku, heilsu eða snyrtivörur 🙂 ♥ Peace out 😉 ♥

  • October 28, 2014 / 13:44

   Takk kærlega fyrir falleg orð Susie 🙂 <3

   Hlakka til að deila meiru með lesendum

 2. October 27, 2014 / 23:50

  Ég er sammála þegar þú segir að hafa verið í fríi frá útlitsdýrkunarrugli þegar þú bjóst úti því ég fann einmitt fyrir því þegar ég var úti, allt í einu fattaði ég að ég fann ekki fyrir neinni pressu en svo um leið og ég steig á klakann var pressan á að vera alltaf sæt og fín komin aftur. Maður þarf einmitt að minna sjálfa sig að taka ekki þátt í ruglinu, þó það þýði ekki að maður eigi að hætta að hugsa um sig, mér finnst mjög gaman að vera fín og sæt en ég geri það alltaf fyrir mig og ég elska að lesa tískublogg. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt 🙂 – Berglind

  • October 27, 2014 / 23:52

   Bloggið þitt er svo alls ekki yfirborðskennt, mér finnst þú einmitt svo metnaðargjörn að taka flottar myndir og hafa bloggið þitt svo fínt!

  • October 27, 2014 / 23:54

   Það var eins og að labba á vegg, jafn æðislegt og Ísland getur verið. Þá var allt í einu pressa að vera í því fínasta og flottasta þegar ég kom heim um jól. En þegar ég var úti gekk ég bara í Toms í rifnum gallastuttbuxum og bol. Kannski við flytjum bara út aftur 😉 haha

   Takk fyrir að lesa <3

   • October 28, 2014 / 00:08

    haha einmitt! Alveg til í að flytja út aftur! 🙂

 3. Steinunn Hjartardóttir
  October 27, 2014 / 23:54

  Flott hjá þér. Ég er sammála að það sé gaman að vera fín og líða vel í eigin skinni.

  Girlpower

  Steina

 4. Anna Margrét Ingólfsdóttir
  October 28, 2014 / 01:30

  Þessi síða er ein af fáum sem ég tékka daglega og hef gert í um amk hálft ár eða svo en byrjaði að fylgjast með þér fyrr. Finnst póstarnir þínir virkilega persónulegir og einlægir og skemmtileg lesning í dagsins önn. Finnst líka myndirnar þínar frábærar þar sem þú leggur mikinn metnað í þær, smáatriðin og fegurðina í litlu hlutunum, sem er æði! Hlakka til að halda áfram að fylgjast með blogginu þínu 🙂

  Bestu kveðjur, Anna Margrét

  • October 28, 2014 / 13:44

   Takk fyrir það kærlega- ég hef svo gaman að smáatriðunum og fallegu hlutunum í lífinu. Synd að sumir túlki það sem yfirborðskennd 🙂

 5. Guðný Ævarsdóttir
  October 28, 2014 / 03:54

  Sæl Þórunn, tek undir það, að vera maður sjálfur og líða vel í eigin skinni.

  Takk fyrir skemmtilegt og fróðlegt blogg 🙂

  Kveðja
  Guðný

 6. Elísabet (beta)
  October 28, 2014 / 04:36

  Ég elska bloggið þitt og les alltaf með, finnst þú bara ekkert veruleikafyrrt eða yfirborðskennd! Maður sér alveg hversu metnaða metnaðarfull og dugleg því bloggið þþitt er svo fallegt.

  Finnst ég læra heilmikið, og oft sparar það mér peninga því það er auðveldara að finna út hvað myndi henta mér osvf.

  Keep it up darling!

  • October 28, 2014 / 13:45

   Takk elskan- hlakka til að skrifa meira <3

 7. Berglind Smaradottir
  October 28, 2014 / 07:33

  Flott og einlagt blogg frá þer!! Haltu áfram að standa með þer og vera fyrirmynd fyrir okkur hin..ert það svo sannarlega!! Ég er bùin að fylgjast lengi með skrifum þinum ..hef reynt að fara eftir ymsu sem þu skrifar um snyrtivörur..enn eitt er svo sorglegt ef eg ætlaði að fara eftir öllum þinum frábærum ráðum varðandi snyrtivörur þá þyrfti ég að fara i greiðslumat..það er svo dyrt að reyna að vera fallegur á islandi! Ég sá færsluna hjá þer um hreinsibustann flotta..eg er nùna að safna mer fyrir einum slikum!! Stefni á að geta fjárfest i einum slikum !!..haltu áfram mrð bloggið þitt ..;) ert svo sannarlega virði fyrir okkur hin!!

  • October 28, 2014 / 13:46

   Hreinsiburstinn er ein af þeim vörum sem mér finnst eiginlega skylda að eiga- þarft þá ekki öll fínu kremin. En um að gera að setja hann efst á óskalistann eða leggja fyrir honum 🙂

   ps. kem með þér í greiðslumatið

   • Berglind Smaradottir
    October 28, 2014 / 15:15

    ;)♥

 8. Þórunn B. Jónsdóttir
  October 28, 2014 / 08:24

  Mér finnst alltaf gaman að lesa bloggið þitt og finnst þú alveg frábær:) Haltu áfram á þessari braut 🙂 Takk fyrir mig 🙂

 9. Hulda
  October 28, 2014 / 17:44

  Ég les bloggið þitt daglega og finnst það mjög skemmtilegt og fróðlegt. Þú segir svo skemmtilega frá og orðar hlutina svo vel svo við tölum nú ekki um allar fallegu myndirnar sem gerir bloggið svo flott 🙂 Haltu áfram á þessari braut, þú ert alveg með’etta 🙂 Ástæðan fyrir því að ég les bloggið þitt er sú að þú talar beint frá hjartanu og segir nákvæmlega það sem þér finnst. Svooo gaman að lesa um flott föt og snyrtivörur …. Rock on ! 🙂
  Hulda

 10. Aðalheiður Svavarsdóttir
  October 29, 2014 / 14:56

  Ég skoða bloggið þitt helst daglega ef ég mögulega get og verð bara að hrósa þér fyrir yndislega síðu. Hún er svo flott uppsett og þú svo einlæg og góður penni. Mér finnst síðan þín allavega frábær og ég hlakka alltaf til að kíkja eftir nýrri færslu (stundum er ég mjög æst og kíki nokkrum sinnum á dag hahaha) reyndu að láta þessa gagnrýni sem vind um eyrun þjóta 🙂 þú stendur þig mjög vel 🙂 knús á þig

  • October 29, 2014 / 15:16

   Æj takk! Svo gaman að heyra af stelpum sem eru æstar á Refresh takkanum – ég reyni alltaf að gera eins og margar færslur og hef tíma til. Og oft fær námið og vinnan að sitja á hakanum því þetta er svo skemmtilegt 🙂

   haltu áfram að lesa <3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?