TARAMAR: TVÆR UPPÁHALDS VÖRURNAR MÍNAR


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/taramar-tvaer-uppahalds-vorurnar-minar/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Processed with VSCOcam with f2 preset

Vörurnar voru fengnar sem gjöf / færslan er ekki kostuð.

TARAMAR: TVÆR UPPÁHALDS VÖRURNAR MÍNAR

Um daginn fékk ég það æðislega tækifæri til þess að prófa nýja vöru úr smiðju TARAMAR. TARAMAR er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á hreinum lífvirkum húðvörum sem draga úr sjáanlegum áhrifum öldrunar. Ég hafði einu sinni áður fengið prufu en það var virkilega ánægjulegt að fá alla vörulínuna í hendurnar og prófað vörurnar í heild sinni. Það eru tvær vörur úr línunni sem stóðu mikið upp úr að mínu mati en allar finnst mér þær þó frábærar.

TARAMAR hafði samband við mig vegna þess að merkið eru að kynna til leiks nýja vöru sem heitir Night Treatment og sló hún strax í gegn hjá mér. Eftir um það bil þriggja vikna notkun get ég sagt að ég er hæst ánægð með nætur húðmeðferðina.  Önnur vara úr línunni sem er komin til að vera í snyrtiskápnum mínum sem heitir Purifying Treatment  og er olía sem hreinsar allan farða af húðinni á augabragði.  Það sem heillar mig mikið er að vörurnar eru seldar í þessum fallegu svörtu umbúðum en það eru mikil vísindi á bakvið þær en svarti liturinn er notaður til að vernda lífvirku efnin sem eru í vörunum.

NIGHT TREATMENT

Nætur meðferðin er létt krem sem ég ber á húðina fyrir nóttina. Það er hannað með það að markmiði að endurbyggja, slétta, mýkja og syrkja húðina á meðan maður sefur. Kremið inniheldur lífvirk efni sem draga úr fínum línum og hrukkum og gefa öfluga vörn gegn oxun og öldrun húðarinnar. Öll efnin í kreminu eru sérvalin svo þau vinni sameiginlega að þessu markmiði. Þörungarnir sem notaðir eru heita Beltisþari og Marinkjarni og eru þessir tveir þörungar gífurlega öflugir og hafa hærra andoxunargildi en flestar landplöntur. Efnin úr þessum þörunum næra húðina einstaklega vel, vernda húðfrumur, draga úr þrota og stuðla að réttu rakastigi. Varan inniheldur tvö peptíð sem hafa sérstak. Kremið inniheldur Shea butter sem er ríkt af vítamínum, rose hip olíu sem er rík af næringarefnum og ýmsar ilmkjarnaolíur.

PURIFYING TREATMENT OIL

Einstaklega mjúk og nærandi kaldpressuð gæðaolíu unnin úr handtíndum þörungum úr Breiðafirði. Blandan er oxandi og hefur tvenns skonar virkni þar sem hún bæði hreinsar húðina á sama tíma og hún þéttir hana. Ilmurinn af vörunni finnst mér ómóstæðilegur og myndi helst vilja sjá vöruna í ennþá stærri pakkningum vegna þess að ég er ansi hrædd um að klára þessa einum of fljótt. Ég nota olíuna á andlitið þegar það er með farða og nota hana sem hreinsiolíu til að fjarlægja allan farða, bæði af augum og andliti.

TARAMAR LEIKUR Í SMÁRALIND

Í tilefni þess að Night Treatment sé komin á markað ætlar TARAMAR að blása til leiks og gefa 100 þátttakendum vörur að andvirði 1,5 milljónir. Leikurinn stendur yfir dagana 10.-13. mars í Smáralind. Til að taka þátt þarf viðkomandi að taka mynd af sér við TARAMAR vegg sem staðsettur er fyrir framan Hagkaup og merkja myndina með #taramarpure. 100 þátttakendur verða dregnir út 16. mars og á sama tíma verður 20% kynningarafsláttur af TARAMAR Night Treatment í Hagkaup Smáralind og í Kringlunni.

Endilega kíkið á þessu frábærur vörur og takið þátt í leiknum svo að þið getið
fengið að prófa þær líka! Ég er að minnsta kosti í skýjunum með þær.

Untitled-11

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?