Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/map-my-run/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Screen Shot 2015-05-18 at 6.58.04 PM

MAP MY RUN

Síðan fyrir langa langa löngu sótti ég mér appið Map My Run og hef ég notað það í mörg ár núna. Kílómetra fjöldinn hefur safnast upp bæði í göngum og hlaupum. Til þess að halda mér og team VILA við efnið erum við allar að nota sama appið og pípir síminn þegar þær klára að hlaupa. Ég er að segja ykkur það að það er eitt það mest hvetjandi. Þegar síminn pípir stanslaust getur maður ekki annað en reimað á sig skóna. Langaði að segja ykkur frá því hvað ég er oft að hlaupa, hvar og hve langt ég hleyp. Ég reyni að halda meðalhraðanum alltaf undir 6 mín/km og helst eitthvað í kringum fimm. Ég er að hlaupa frekar erfiða leið hérna í Grafarvoginum þar sem meirihlutinn er upp í móti eða mjög bratt niður í móti en maður æfist bara við það. Núna getiði kíkt við í kaffi þar sem ég er basicly búin að sýna öllum hvar ég á heima, en hvað með það!  Í appið skráði ég meira að segja inn glænýju hlaupaskóna mína sem ég er í skýjunum með og sé hvað ég er búin að hlaupa langt á þeim.

Screen Shot 2015-05-18 at 6.43.26 PM

Við fengum heimavinnu fyrstu 4-6 vikurnar hjá Birki í þjálfun en það var til dæmis fyrir mig að hlaupa 2x 5 km á viku. Mér fannst það full mikið fyrst og var bara að taka 3 km og jafnvel þá oftar en bara tvisvar í viku. Núna er stefnan tekin á að taka 5 km tvisvar sinnum í viku. Ég opnaði appið í tölvunni og langar til dæmis að sýna ykkur hvernig maí mánuður er búinn að vera hjá mér. Svona held ég síðan bara ótrauð áfram og smátt og smátt bæti ég við vegalengdina. Fyrsta júní langar mig ógeðslega mikið að hlaupa mína fyrstu 10 km í einni bunu.

MARKMIÐ MAÍ:

Hlaupa 50 km!

Ath. að ég hef aldrei hlaupið meira en 10 km á heilu ári áður!

Endilega sækið appið Map My Run og fylgið mér en þar finnið þig mig undir
nafninu Thorunn Ivars eins og allstaðar annarstaðar og hlaupum saman í sumar!
Untitled-11


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/zensah-compression-leg-sleeves/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

zensah

ZENSAH COMPRESSION LEG SLEEVES

Á síðustu vikum hef ég hlaupið meira en ég hef nokkru sinni gert á ævinni. Ég er mjög fljót að fá beinhimnubólgu en í þetta skiptið ætla ég ekki að láta það halda aftur af mér. Eftir að hafa leitað allra mögulegra leiða rakst á svokallaðar Compression Leg Sleeves sem veita hlaupurum og öllu íþróttafólki stuðning fyrir kálfana, léttir á og sem geta komið í veg fyrir beinhimnubólgu og draga úr þreytu í fótum. Eftir smá leit á veraldarvefnum komst ég að því að Zensah bíður upp á vinsælustu hlaupahlífar heims. Eftir þessa miklu leit höfðu vinkonur mínar loksins orð á því að þær ættu svona hlífar nú þegar og að þær höfðu séð mikinn mun á sér. Þær höfðu bara ekkert verið að deila því með mér, haha!

Ég kom mér í samband við vini mína í Líkama & Lífsstíl sem eru söluaðilar Zensah á Íslandi sem gáfu mér par til þess að prófa. Nú hef ég notað það á hverri einustu hlaupaæfingu og fann ég um leið mikinn mun. Hlífarnar veita stöðugan þrýsting sem stuðla að auknu blóðflæði og bæta þannig árangur í hlaupum og hraða endurbata. Á fyrstu æfingunni með hlífunum fórum við VILA stelpurnar í Cooper test og leið mér eins og ég væri óstöðvandi með hlífarnar og fann um leið fyrir hlýju á öllum sköflunginum. Við erum þrjár að hlaupa með svona hlífar í Team VILA og erum við allt aðrar. Ég prófaði að sofa með hlífarnar þegar ég var sem verst og finn ég ekki lengur fyrir þessum hræðilega sársauka. Núna finnst mér hlífarnar algjörlega ómissandi í útihlaupin en ég verð að viðurkenna að þetta er ekki það smartasta en þægindi verða að vera í fyrirrúmi ef maður ætlar að ná markmiðum sínum. Ég fer í mínar áður en ég fer í æfingabuxurnar og fel þær undir þeim. Mér líður ótrúlega vel þegar ég er með þær á mér og finnst mér þær ekki þrengja þannig að mér líði óþægilega.

Ef þú ert að byrja að hlaupa og færð alltaf beinhimnubólgu ættir þú að skoða hlífarnar frá Zensah!

Fást í Líkama & Lífsstíl Sporthúsinu og hér
Untitled-11
Vöruna fékk ég sem sýnishorn en mig langaði að deila þessari snilld með ykkur þar sem mér finnst hlífarnar virka fyrir mig.


Looking for Something?