Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/houndstooth/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17
Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19
Photography by Thorsteinn J. Sigurbjörnsson
HOUNDSTOOTH
Það er jú löngu löngu kominn tími á outfit færslu. En mig langaði að sýna ykkur svona mjög hversdagslegt outfit sem ég geng í og munt þú örugglega oft sjá mig í einhverju mjög svipuðu. Ég fékk mér þessa virkilega fínu houndstooth mynstruðu kápu í Vila fyrir viku síðan og er hún flott við allt svart og hvítt í fataskápnum mínum en hann er mjög litlaus þessa dagana. Ég er ekkert lítið ánægð með Nike Air Max Thea skóna mína sem ég gaf sjálfri mér í afmælisgjöf og hvíta Michael Kors taskan alltaf klassísk. Þessi færsla markar víst tímamót þar sem frá og með næsta þriðjudegi verða allar færslur gleraugnalausar. Úff, ég er svo stressuð að það hálfa væri hellingur. Mér líður eins og ég sé nakin án þeirra en ég ákvað að hafa lífsgæði í fyrrúmi og skella mér í laser aðgerð. Ég segi ykkur meira frá því þegar nær dregur. Endilega hugsið fallega til mín á þriðjudag og það fyrsta sem ég ætla að gera í næstu viku er að kaupa mér sólgleraugu..haha!
Houndstooth Kápa Vila – Leðurbuxur Vero Moda – Trefill Vila – Veski Michael Kors – Úr Michael Kors – Nike Air Max Thea