Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/masterline-body/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

masterlineskincare

Ég er einn sá mesti snyrtivörusafnari sem sögur fara af. Og jú, ég elska að uppgvöta ný merki og nýjar vörur. Ég elska vel skrúbbaða og mjúka húð, bæði andlit og líkama. Ég er búin að prófa þá alla- en nú kæru lesendur er ég komin á endastöð nú líður mér eins og ég sé bara búin að finna vörur sem munu henta mér fyrir lífstíð. Íslendingar hafa sýnt Masterline vörunum það mikinn áhuga að umboðsaðilinn ákvað að að setja líkamslínuna á markað líka. Auðvitað fær drottning bubblubaðana að prófa fyrst.

Ég prófaði alla línuna en ætla að fjalla fyrst um þær þrjár vörur sem ég er gjörsamlega ástfangin af. Ég ætla að gera aðra umfjöllun þar sem ég fjalla um virkni tveggja mismunandi líkamssmjöra (Body Butter) frá línunni. Öll vörulínan er án Parabena og ég því mikill aðdáandi. Maður fær mikið magn af vörunni fyrir lítinn pening og ættu því allir að hafa kost á því að prófa eitthvað úr línunni.

Body Exfoliating Scrub 250 ml – Ég er gjörsamlega dolfallinn fyrir gæðum vörunnar og ELSKA líkamsskrúbbinn sem kemur í fallegri blárri dollu. Lyktin er í fyrsta lagi unaðsleg og skrúbbar ekkert smá vel. Ég nota þennan í sturtunni einu sinni til tvisvar í viku. Skrúbburinn er kornhreinsir sem mýkir og sléttir húðina. Ég sver það- mig langar að nota hann í hvert einasta skipti sem ég baða mig. Myntu lyktin og sjávarsöltin heillar mig svo.

Relieving Leg Cream 250 ml – Kælikremið fyrir fætur. En ég er nokkuð hrædd um að þessi brúsi verði búinn áður en að 6 vikna átakið mitt klárast. Ég elska þessa vöru svo. Ég er oft þreytt í liðamótum og vöðvum eftir erfiðar æfingar og finnst ótrúlega gott að koma heim og slappa af og bera á mig kælandi krem. Ég stend oft langa daga í vinnunni og það er ekkert betra en þetta undrakrem fyrir þreyttu tásurnar mínar. Elska myntu og Eucalyptus lyktina..mmm. Ef þú notar kælikrem að staðaldri sem við vitum öll að eru dýr þá mæli ég með þessu því að það er pumpa á brúsanum því fer þetta ekki útum allt eins og svo mörg kælikrem sem ég hef oft verið að kaupa dýrum dómi annarstaðar. Ég ber þetta krem líka á þreyttar axlir eftir crossfitæfingar. Ég mæli líka með þessu fyrir þreytta eiginmenn og kærasta- ber þetta á axlirnar á mínum kalli eftir daginn.

Body Fluid Cream 400 ml – Klassískt body lotion eftir þurrburstun er möst á mínu heimili. Kemur í stórum brúsa (400 ml) og hentar öllum húðgerðum og finnst mér þetta krem vera klassískt, hversdags body lotion eftir sturtu og skrúbbun. Létt og fer fljótt og vel inní húðina. Hata að hanga heima og komast ekki í föt eftir að hafa borið á mig alltof þykkt krem (þið kannist kannski við það að reyna að fara í þröngar buxur eftir að hafa borið á þig krem- bara ekki hægt!). Kremið inniheldur Shea Butter og Sericin og veitir líkamanum raka og flotta áferð. Á meðan það er ennþá svona kalt úti verð ég að löðra mig í kremi á hverju kvöldi til að undirbúa mig fyrir komandi dag.

Líkamslína Masterline fæst í næsta apóteki & í völdum verslunum Krónunnar


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/masterline/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

masterline
Ég er búin að vera að prófa nýjar hárvörur frá merkinu Masterline þessa vikuna. Ég er ofnæmispési og er með allskyns leiðinleg ofnæmi og því henta mér ekki öll sjampó og sérstaklega ekki til lengri tíma. Ég þarf oft að skipta og nota mildari sjampó á milli. Ég er með ofnæmi fyrir efninu SLS (Sodium Lauryl Sulfate) og er það efnið sem lætur sjampóin freyða. Því hoppaði ég hæð mína þegar ég komst að því að það væru komin sjampó á markað án SLS.Því freyða þessi sjampó minna en notast alveg eins og hefðbundin sjampó. Ég heppin- því lang flest sjampóin á markaðinum innihalda þetta efni og því get ég ekki notað hvað sem er. Svo er bara plús að vörurnar innihalda heldur ekki Paraben- því er þetta algjör lúxus og maður er ekki að fá einhver ógeðis rotvarnarefni í hársvörðinn sem valda ofnæmum og útbrotum.

Ég er með mjög gróft og þykkt hár svo ég þarf að gera mjög lítið við það þrátt fyrir að ég liti það á 3 vikna fresti. Ég prófaði tvær vörulínur frá merkinu ein týpan heitir Frizz Control og er sérstaklega hönnuð fyrir jú hárið mitt. Formúlan er nærandi og gefur þurru og grófu hári raka. Hemur hárið og mýkir. Ég er búin að vera að prófa sjampó og hárnæringu í þessu fýla mjög vel.

Hin línan sem ég er búin að vera að prófa heitir Nutri Repair– mér fannnst brúsarnir svo girnilegar að ég stóðst ekki mátið. Sú lína lagar þurrt og skemmt hár. Inniheldur yndislegu argan olíuna ásamt A og E vítamínum. Ég fékk mér líka djúpnæringu í þessu- elska að liggja með hana í hárinu í baðinu á kvöldin. Styrkir veikburða hár og kemur í veg fyrir slitna enda eða aðrar skemmdir. Mér finnst gott að setja djúpnæringu í hárið á sirka 10 daga fresti svona spari. Gjörsamlega elska svona spari- gullbrúsarnir gera þetta svo grand.

Sjálf nota ég hár olíur á hverjum degi og er það eina efnið sem ég nota í hárið- búin að prófa nokkar en Elisir 19.3 er  algjör snilld. Hún fer fljótt inn í hárið og skilur ekkert eftir sig (þið vitið svona fituskán). Hárið á mér (að minnsta kosti) er glansandi og létt allan daginn. Hún inniheldur Argan, Linseed og Baoab olíur og er góð fyrir hvaða hárgerð sem er. Ég fékk meira að segja hrós í dag fyrir glansandi hár (og það frá karlmanni sem tekur ekki eftir neinu!).

 Mæli eindregið með þessum vörum!  Svo eru líka pumpur á brúsunum sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo er ég bara með svona litla brúsa í ræktartöskunni sem auðvelt er að fylla á. Þú færð Masterline vörurnar út í næstu Hagkaups búð eða Krónunni.

 

 


Looking for Something?