Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/pastelpaper/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

pastelpaper1

Í innanhúsmaníunni minni (sem þið fylgist spenntar með) ákvað ég að leyfa mér aðeins og velja mér eina fallega mynd frá Pastelpaper. Einstaklega fallegar myndir unnar af Lindu Jóhannsdóttur. Þegar ég sá myndirnar fyrst hugsaði ég með mér að ég yrði að eignast verk eftir hana. Ég ákvað að fá mér verk úr fugla línunni og var ekkert smá lengi að velta fyrir mér hvaða fugl ég ætti að velja mér. En endaði svo valið á æðarkollunni því ég var hrifnust af litunum og grafíkinni í því verki.

IMG_8836

Þið sáuð kannski um daginn að ég nældi mér líka í póstkort frá Lindu og rammaði ég inn eitt þeirra (sjá hér) og hengdi hin á svona myndatré. Núna er ég með samtals 9 fugla hangandi inn í stofu og finnst það einstaklega íslenskt og flott. Ég er með tvær svona myndahillur hér heima en ég ákvað að hafa þessa í svona látlausari kantinum og er ég því með sæta mynd af einkasyninum, krúttlegt grín quote fyrir kærastann og æðarkolluna allt í eins ramma á þessari hillu. Ég er ekkert smá ánægð með útkomuna en ástæðan fyrir því að ég sýni aldrei heilarmyndir er að ég þarf að spara það fyrir eitt mjög sérstakt viðtal sem von er á mjög fljótt. Endilega fylgist vel með því.

Þú færð Pastelpaper verkin á Snúran.is hér & í versluninni Hrím
Untitled-1


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/prentagram/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

prentagram1 prentagram2
Ég er búin að eiga svona myndatré ótrúlega lengi og hefur það geymt ýmisskonar boðskort, jólakort, myndir og eitthvað annað. En honum vantaði nýtt hlutverk og kom ég mér í samband við fyrirtækið Prentagram útaf því að mig langaði að prenta út skemmtilegar myndir af instagram og hengja á tréð. Ég ætlaði að gera eitt annað við myndirnar en samkvæmt verslunarstraffinu má ég ekki fara og kaupa það sem mig vantar svo ég sýni ykkur þá hugmynd eftir 20. apríl. Mér finnst ótrúlega gott að sjá myndir af öllu fallegu andlitunum sem ég þekki inní eldhúsi og er þetta eitthvað sem allir gestir skoða líka. Ég pantaði mér 13 stakar myndir og kostar stykkið 120 kr og er sent heim að dyrum á methraða. Virkilega ánægð með þjónustuna og er ég ótrúlega ánægð með tréð mitt núna. Ég ætla klárlega að panta fleiri myndir frá Prentagram og setja í næsta verkefni fyrir heimilið.

Ég veit til þess að svona myndatré hafa fengist á Íslandi á einhverjum tímapunkti en ég fékk mitt eins og allt annað hjá Container Store á meðan ég bjó í Bandaríkjunum. Endilega deilið í kommentum ef þið vitið hvar svona tré fæst en ég setti einnig link á það hér fyrir neðan.

Prentagram hér – Fotofalls Myndatré hér


Looking for Something?