Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/an-experiment-capsule-wardrobe/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

shoessis

AN EXPERIMENT: THE CAPSULE WARDROBE

Ég hef lengi hugsað mig um að láta verða að því að gera svokallað “Capsule Wardrobe”. Þetta er svona trend sem ég er búin að lesa mig mjög mikið til um á erlendum bloggsíðum. Ég er alltaf að reyna að finna sniðugar leiðir til að virkilega nota öll fötin mín og hætta að kaupa óþarfa og finnst þetta concept virkilega sniðugt. Einn af mínum uppáhalds bloggurum Vivianna byrjaði á þessu einhvern tíman í haust og ég kolféll fyrir þessu. Ég er ein af þeim sem notar fötin sín rosalega mikið og yfirleitt geng ég í því sama viku eftir viku þangað til að eitthvað bætist við. Allaf sömu skópörin, sömu kápuna, sama leðurjakkann, alltaf sömu buxurnar og svo breytast efripartarnir sífellt. Mér líður mjög sjaldan eins og ég eigi ekkert til að fara í eða í öðrum orðum: mér líður sjaldan illa með allt sem ég á. Ég er yfirleitt mjög ánægð með mín kaup og þekki ég vel inn á sjálfa mig en auðvitað kemur það fyrir að svo sé ekki.  Þess vegna held ég að þetta verði jafnvel einum of auðvelt fyrir mig.

THE CAPSULE WARDROBE

Þetta snýst um að nota bara 37 hluti á þriggja mánaða tímabili og eftir það tímabil má taka úr, fækka eða bæta við. Skipta um flíkur til að fara inn í nýja árshátið. Þetta finnst mér mjög áhugavert þar sem ég tek eftir því að ég nota aðeins hægri hlið fataskápsins míns og teygi mig einungis í flíkur þeim megin. Það eru þó undantekningar og teljast kózýföt, íþróttaföt og eitthvað svona sérstakt með en þetta er mest hugsað sem dagsdagleg dress. Þar sem ég er nú mjög sjaldan að fara í fín boð og flest hversdagsfötin mín henta spari líka verður þetta mjög skemmtileg tilraun. Í lok þessarar viku ætla ég að taka fataskápinn í gegn og pakka þeim flíkum sem verða ekki með í þessari tilraun. Ég ætla að sýna hvernig ég fer í gegnum skápinn og hvernig ég ætla að raða þessu saman á Snapchat @thorunnivars ef þið hafið áhuga að fylgjast með.

Það er hægt að hlaða niður allskonar blöðum (hér) og sniðugum hlutum til þess að auðvelda málið en ég held að ég ætli nú bara að sleppa því og nota venjulegt hvítt blað. Það er sniðugt að hafa sirka 5-7 skópör en ég myndi segja að ég væri með 4 pör í stanslausri notkun, 4 kápur og jakka, 15 efriparta, 7 buxur og 2 kjóla. Ég ætla að byrja á þessu þann 1. febrúar og breyta síðan til þann 1. maí og þá er akkurat kominn sá tími sem ég get farið að draga út einhver aðeins sumarlegri föt. Jiii hvað ég hlakka til og ætla ég að gera risa stóra færslu með þessum breytingum strax 1. febrúar og sýna ykkur myndir og jafnvel búa til smá myndband með mínum uppáhalds go-to dressum. Í þessari færslu er ég einungis að stikla á stóru en þið getið lesið meira um þetta sniðugu fataskápatilraun hér. Það er engin önnur ástæða fyrir því að mig langar að gera þetta nema forvitni. Ég held að þetta verði bara auðvelt og skemmtilegt. Þetta þýðir samt að ég er ekki að fara að versla mér neina einustu flík frá 1. febrúar til 1. maí. Auðvelt fyrir suma en ekki þá sem starfa í kringum föt á hverjum einasta degi.

Fylgist vel með og verið endilega með!

Untitled-11


Looking for Something?