ST. TROPEZ LUXE DRY OIL


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/st-tropez-luxe-dry-oil/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

IMG_2196

LUXE DRY OIL

Fyrr í haust fékk ég að prófa nýju St. Tropez nýju Self Tan Luxe þurrolíuna. Langsótt nafn og jafn mikið sem ég er hlynnt því að nota olíur fyrir allt sem tengist líkamanum var ég nokkuð treg að prófa þessa. Ég rétt svo skvetti úr því einu sinni þegar ég fékk það fyrst en leyfði því svo bara að standa í hillunni inn á baði í um það bil mánuð.  Flaskan sjálf er í einu orði sagt guðdómleg og auðvitað var það það fyrsta sem greip auga mitt. En þar til að í seinustu viku fyrir einhverja slysni ákvað ég að gusa þessu á alla líkamann. Ég hef aldrei fengið jafn mörg hrós fyrir fallega brúnku, húðtón og áferð á húðinni. Meira að segja vinkona mín sem þolir ekki brúnkuáráttuna mína hrósaði mér fyrir fallega áferð og lit á húðinni. Var þetta allt olíunni að þakka?

St. Tropez segir í lýsingu sinni á olíunni að þetta sé “lúxus” brúnkuolía og ég var fljót að komast að því að undirtóninn í brúnkunni væri rauður en ekki grænn.  Olían hentar mjög vel fyrir þurra húð og skilur hún ekki eftir extra mikið af lit hér og þar sem þú ert þurrari (olnbogar, hné og háls). Ég nota hanskann frá St. Tropez til að bera hana á mig og þróast olían alveg eins og hin kremin frá merkinu. Lyktin finnst mér ómóstæðileg og gaman að segja frá því að kærastinn minn sat í sófanum fram í stofu og ég var inn á baði (með opna hurð) og var að bera á mig og hann kallaði strax “MMMM hvaða góða lykt er þetta”. Hún er nokkuð áberandi en ekkert eins og hefðbundin brúnkukremslykt heldur fersk sítrónu lykt. Ég svaf með kremið á mér yfir nótt (með kærastann þétt upp við mig vegna lyktarinnar) og fór svo í sturtu daginn eftir og var þessi fallegi litur eftir á mér.

IMG_2178

Hér má sjá mynd af mér daginn eftir að ég bar olíuna á mig en mig langaði sýna ykkur eitthvað aðeins meira en bara handleggina. Persónulega finnst mér liturinn fallegur og húðin ljóma mun meira en venjulega. Bringan og hálsinn á mér verða einhvern vegin aldrei falleg eftir að ég ber á mig brúnkukrem en finnst mér áferðin af olíunni frábær á þeim stöðum.

Helsti kostur olíunna  er svo hvernig hún fer af húðinni en það er ekki að sjá að ég hafi borið hana á mig fyrir 8 dögum. Það eru engir flekkir eða svona eins og ég þurfi að fylla inn í aftur. Það leiðinlega við vöruna er hve dýr hún er miðað við hvað hún er æðisleg og líka hvað lítið er í flöskunni en flaskan dugar einungis í sirka 8-10 heilar umferðir á líkamann. En ég nota stundum bara brúnkukrem á efri líkamann til að spara. En ég ætla að mæla með því að eiga olíuna til í baðherbergisskápnum þegar þú ert að fara eitthvað alveg sérstakt. Ég er 100% á því að ég muni næla mér í aðra flösku af olíunni þar sem ég sá sjáanlegan mun á húðinni minni en mun nota hana alveg spari spari, jól, afmæli & árshátið eða kannski að stefna í gjaldþrot og nota hana vikulega en það stefnir allt í það. Ég prófaði að bera olíuna í andlitið á mér líka og fékk engin útbrot eða bólur.

Ég skoðaði líka kannanir sem St. Tropez lagði fram ef þið trúið mér ekki.

91,75% kvenna voru sammála um að húðin væri slétt
89,69% kvenna voru sammála um að húðin geislaði
88,66% kvenna voru sammála um að olían væri fljót að fara inn í húðina
84,54% kvenna voru sammála um olían væri ekki fitug
78,34% kvenna líkaði lyktin af olíunni

Ég náði að skrifa yfir 500 orð um brúnkuolíu. Geri aðrir betur, haha!

St.Tropez Self Tan Luxe Dry Oil fæst í verslunum Hagkaupa, Duty Free, Debenhams & fleiri stöðum. Í Hagkaup kostar olían 7699 kr. Ég hef notað St. Tropez froðurnar og krem, Brazilian Tan, Million Dollar Tan, Faux Tan frá bareMinerals og Loreal brúnkufroðu og notaði til samanburðar.
Untitled-1

Comments

 1. gudrun
  October 29, 2014 / 10:24

  Mig langar svo ad tora ut i brunkukremin aftur en er svo hrædd vid tad eftir timabilid tar sem btunkukrem tyddi appelsinugulhud, renndur og tessi alræmda lykt… en er buin ad vera ad leaa um st.tropes hja ter og er ad spa i ad give it a go ! Finnst liturinn koma rosalega vel ut. en myndirudu mæla med ad fjarfesta i svona hanska lika ?

  • October 29, 2014 / 10:33

   Ég mæli 100% með því að kaupa hanska líka- það er einn mikilvægasti parturinn 🙂

 2. October 29, 2014 / 12:06

  Er þessi olía eitthvað lík body shop honey bronze olíunni – hefurðu prófað hana? Hvort það sé góður ódýrari kostur en st. tropez

  • October 29, 2014 / 12:52

   Að því sem ég best sé Honey Bronze olían meira svona “shimmer olía” en í raun ekki “sjálfbrúnka”. Ef þú skilur hvert ég er að fara- því St. Tropez olían er virkar í raun eins og brúnkukrem en Honey Bronze svipar kannski meira til Instant Glow frá St. Tropez ef ég er að fara með rétt mál.

   Næsta mál á dagskrá er þá að prófa Honey Bronze 🙂

 3. Anna K Magnúsdóttir
  October 29, 2014 / 17:23

  Hæ hæ,
  Hvar fæst þessi olía?

  • October 29, 2014 / 18:43

   Það stendur neðst í færslunni- td. Hagkaup Kringlu 🙂

 4. Sigrún Erla
  October 29, 2014 / 21:35

  Hvað kostar svona?? 🙂

  • October 29, 2014 / 22:40

   Olían er á 7699 kr í Hagkaup (Ég veit að það er til í Hagkaup Kringlu t.d.). Þetta er dýr olía EN upp á móti kemur hvað hún er falleg og mæli ég með að eiga hana þegar þú ert að fara eitthvað spari og vilt vera extra flott 🙂

   Það hrannast inn hrósin hjá mér á fallegu brúnkuna sem ég skarta þessa dagana- í október 😉

 5. Halla
  October 29, 2014 / 22:27

  Hvernig fannst þér olían til samanburðar við Million dollar tan?

  • October 29, 2014 / 22:39

   Mér finnst million dollar tan alveg æðislegt en ég fýla ekki hvað það fer illa af líkamanum. Rosalega falleg brúnka sem kemur af því en ég næ því aldrei af mér. Kosturinn við þetta að það bara fer af og þú tekur varla eftir því 🙂

 6. Hólmfríður
  October 30, 2014 / 09:29

  Ótrúlega falleg brúnka, en annað sem við kemur þessari færslu ekki beint, en hvaðan er beltið sem þú ert með? 🙂

  • October 30, 2014 / 10:31

   hæ takk! Ég vissi að einhver myndi spotta nýja fallega beltið mitt- en ég keypti mér það seinustu helgi þegar ég var að vinna í Vila þar sem mig vantaði belti. Mjög ánægð með það. Ekta leður og kostaði 4.990,- 🙂

 7. Margrét Ósk
  October 31, 2014 / 01:52

  Notarðu það bara á líkamann en ekki andlitið? Ég á st.tropez froðuna og fýla hana í tætlur en langar að prufa þessa í samanburði. Er þessi jafnfætis froðunni eða betri? 🙂

  • October 31, 2014 / 08:25

   Sko- froðan er að gefa manni meiri lit! En þetta gefur algjörlega áhærslumuninn. Ef þú átt froðuna þá myndi ég alveg prófa að nota þessar tvær vörur saman ef þú ert að fara eitthvað (treystu mér verður ekkert OF brún). Þar sem olían er svo dýr hef ég verið að nota froðuna á lappirnar og allt það en oliuna mest á efri líkamann 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?