TWO YEARS


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/sneak-peek/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

thorunn(1)

Þú hefur kannski hugsað með þér- hva er hún hætt að blogga! Nei nei, ég er búin að vera ekkert smá upptekin með að koma nýju síðunni í gott stand og til að opna hana á 2 ára afmælisdegi bloggins 15. janúar. Það hefur nú ekki allt gengið að óskum en ég er búin að læra mjög mikið á DNS og nafnaþjóna (og hvað það nú heitir) á stuttum tíma, haha. Frá og með deginum í dag verður thorunnivars.is aðal lén síðunnar og segjum við bless við double-pizzazz.com í bili þó að það lén sé búið að þjóna sínum tilgangi þá er kominn tími til að við fáum auðveldara lén til að muna. Hin síðan mun þó ennþá virka eitthvað áfram og færa þig áfram á þessa- en endilega ef þú varst með hina “bookmark-aða” þá endilega settu þessa í staðinn.

Það er líka búið að vera fullt að gera í að undirbúa skemmtilegan þátt sem ég ætla að byrja með á blogginu en það er “æfing vikunnar” í samstarfi við Under Armour og mun hún koma inn einu sinni í viku allavega í smá tíma núna og svo sjáum við hvort það verði eftirspurn eftir meiru.

Og vá- eruði búnar að lesa bloggið mitt í tvö ár? Trú því varla hvað þetta er búið að vera fljótt að líða. Þetta er án gríns það skemmtilegasta sem ég geri.
Á árinu ætla ég að blogga ennþá meira um tísku, lífstíl og heilsu. Takk fyrir að lesa!

Comments

 1. January 15, 2014 / 08:35

  Til hamingju með bloggárin tvö og nýja lénið 😀

 2. January 15, 2014 / 09:47

  Innilega til hamingju með afmælið og nýtt og flott útlit elskuleg! 😀

 3. Rósa Siemsen
  January 16, 2014 / 21:53

  Æðisleg nýja síðan 🙂 Langar svo að spyrja þig, hvar keyptirðu gleraugun þín? Vantar ný og þín eru alveg gordjöss 🙂

  • January 16, 2014 / 22:22

   Hæ þau eru prada og ég fékk þau i Optical Studio :):)

   • Rósa Siemsen
    January 17, 2014 / 20:21

    Æði…ég þangað, takk!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?