VALENTINES: SMOKY POPPY


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/smoky-poppy/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

smokypoppytvosmokypoppy

SMOKY POPPY

Valentínusardagurinn nálgast óðfluga og verður það að viðurkennast að það er einn uppáhalds dagurinn minn á árinu. Ég er afskaplega amerísk og var vel upp alinn í þennan dag þegar ég bjó úti. Það er svoleiðis dekrað við kvenfólkið á þessum degi og af öllum. Ekki bara af mökum heldur vinkonum og samstarfsfélögum. Við vinkonurnar vorum duglegar að veita hvor annari félagsskap og færa hvor annari fallegar gjafir. Súkkulaði, jarðarber, kampavín og ýmislegt. Harry minn lætur það nú ekki á sig fá og hefur ekkert gaman af svona dögum og segir að ég geti bara boðið sjálfri mér á deit. Ja viti menn, ætli ég bjóði sjálfri mér ekki bara á dekurdeit í baðkerinu og ætla ég að bjóða allri Smoky Poppy línunni að koma með. Á bóndadaginn bónaði Harry bílinn minn svo ég ætla að endurgjalda honum kærleikann með stefnumóti á konudaginn en mér sýnist hlutverkin hafa snúist við í þessu sambandi.

Nú í byrjun febrúar kom á markað ný og glæsileg lína frá The Body Shop sem nefnist Smoky Poppy. Ég fékk að vera sú fyrsta til að prófa hana og voru það baðbomburnar sem heilluðu mig um leið. Það var eiginlega vandræðalegt þegar ég þurfti að biðja fyrirtækið um auka sýnishorn þar sem ég hafði alveg óvart klárað 6 baðbombur á 6 dögum áður en ég náði að taka myndir. Hversu frek get ég verið. Það var eiginlega of auðvelt að klára þær vegna þess að þær voru svo yndislegar. Lyktin er kvenleg, kynþokkafull og mjög djúp. Línan samanstendur af body butter, líkamsskrúbbi, body lotion, nuddolíu, baðbombum, ilmvatni og sturtusápu. Allar vörurnar eru með þessari ómótstæðilegu lykt sem ég hreifst af við fyrstu kynni og eftir að hafa notað vörurnar varð ég enn hrifnari. Eins og þær hefðu áhrif á eitthvað annað en bara lyktarskynið. Það er ekkert heiminum meira afslappandi en sjóðandi heitt baðker og að kasta einni Smoky Poppy baðbombu út í. Eins og ég sagði í færslu um daginn þá er tilfinningin líkust því að slaka á í Bláa Lóninu. Vatnið verður hvítt og fljóta svörtu fræin úr Poppy blóminu í baðkerinu. Síðan slekk ég öll ljósin á baðherberginu, kveikji á kerti og loka augunum. Þar sem línan fæst einungis í takmörkuðu upplagi verð ég að byrgja mig upp af bombunum og langar varla að segja ykkur frá þeim svo ég geti keypt þær allar.

VILTU VERA VALENTÍNUSINN MINN?

Í tilefni valentínusardagsins langaði mig að færa þremur lesendum smá pakka. Gjafirnar eru misstórar en innihalda þær allar
yndislegar vörur úr Smoky Poppy línunni. Það eiga ekki allir baðker svo einungis einn pakkinn inniheldur baðbomburnar.

Gjöf 1: Inniheldur Smoky Poppy body butter,
líkamsskrúbb, ilmvatn, sturtusápu og poppy baðlilju

Gjöf 2: Inniheldur Smoky Poppy body butter, ilmvatn og poppy baðlilju

Gjöf 3: Inniheldur Smoky Poppy Baðbombur og sturtusápu

Ath. Þú þarft ekki að eiga bað!

Þú veist nákvæmlega hvað þú átt að gera ef þú vilt vera valentínusinn minn. Skilja eftir fallega athugasemd
við þessa færslu og deila færslunni á Facebook. Á valentínusardaginn sjálfann dreg út þrjá heppna valentínusa.

Untitled-1
Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn og The Body Shop kostaði vinninga fyrir lesendur.

Comments

 1. February 8, 2015 / 11:50

  því miður á ég ekki baðkar en ég væri svo sannarlega til að njóta Valintínusardagsins með þessum gjöfum

  • Amalía Rut Nielsen
   February 9, 2015 / 15:08

   Ég á því miður ekki baðkar en mikið svakalega væri ég til í að njóta Valentínusardaginn með þessum flottur vörum ❤

 2. February 8, 2015 / 11:51

  Hljómar ekkert smá vel! Á reyndar ekki baðker, svo gjöf 1 & 2 myndu henta mér betur en allt ekkert smá flott! 🙂

 3. Sara Björk
  February 8, 2015 / 11:51

  Já er sko til í að vera Valentínusinn þinn !

 4. Snædís Mjöll
  February 8, 2015 / 11:55

  Vá þú ert svo yndisleg! Þessar baðvörur hljóma ótrúlega vel 🙂 hafðu það gott xx

 5. Steinunn Ólafs
  February 8, 2015 / 11:56

  Væri ekki leiðinlegt 🙂

 6. Kristrún Ósk Valmundsdóttir
  February 8, 2015 / 11:56

  Skemmtileg síða og væri yndislegt að fá smá pakka 🙂

 7. Sunna Dögg Sigrúnardóttir
  February 8, 2015 / 11:58

  ooo mig langar ad prufa tetta allt! hljomar allt sjuuklega vel

 8. Guðrún Steindórsd
  February 8, 2015 / 11:58

  já takk væri til í að prufa svona. ☺️

 9. María Emilsdóttir
  February 8, 2015 / 11:59

  Nú hlítur að vera komið að mér. Þrái ekkert heitar en að leggjast í bað og dekra aðeins við mig!

 10. Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
  February 8, 2015 / 11:59

  Æðislegt blogg og í algjöru uppáhaldi hjá mér! <3
  væri alveg til í smá pakka! 🙂 þessar vörur hljóma dásamlegar.

 11. Rakel Ýr
  February 8, 2015 / 12:00

  Væri meira en til í að keykja a kerti og bað! 🙂 Kveðja fra einni Body Shop Sjúkri ❤️

 12. Björk Baldursdóttir
  February 8, 2015 / 12:02

  Vá þetta er aðeins of fínt! Yrði ekkert smá ánægð á Valentíusardaginn ef hefði svona, sérstaklega þar sem ég á afmæli daginn eftir og fæ sjaldan valentíusargjafir 🙂

 13. Kristín
  February 8, 2015 / 12:03

  hljómar ótrúlega vel, væri alveg til i að fá að prófa þessar vörur 🙂

 14. Þórunn Helga Þórðardóttir
  February 8, 2015 / 12:04

  Þar sem kæró er ekki á landinu í feb væri pakkinn vel þeginn 😉 Og JÁ ég á svo sannarlega baðkar!

 15. Halla
  February 8, 2015 / 12:09

  Það sem ég væri til í að fá svona dekur og til í að prufa eitthvað nýtt

 16. Eydís Rós
  February 8, 2015 / 12:09

  væri dámsemdin ein og koma höndum á svona dekur

 17. Björk
  February 8, 2015 / 12:09

  Hefði ekkert á móti því að fá eina af þessum fínu gjöfum 🙂

 18. Freyja
  February 8, 2015 / 12:13

  Já, ég vil endilega vera þinn Valentínus og vona að einhver ( Harry) dekri við þig á móti…

 19. Rósa Ingólfs
  February 8, 2015 / 12:15

  Þetta er æði og ekkert smá flott síða hjá þér ég elska að fara í bað gjöf 3 er málið

 20. Kristín Erla Jónsdóttir
  February 8, 2015 / 12:15

  væri mikið í til í svona valentínusargjöf því ég á kærasta sem er ekki mikið fyrir þennan dag, en þá verður maður að redda sér 🙂
  ég á ekki bað þannig númer 1&2 mundi henta mér 🙂

 21. Ásta Björk Andersen
  February 8, 2015 / 12:16

  Þetta hljómar alveg dásamlega 🙂 væri svo til í að leggjast í baðkarið með kertaljósum og þessum vörum eftir erfiðan dag! ♡

 22. Helena Svavarsdóttir
  February 8, 2015 / 12:17

  Mmmm ja takk!

 23. Svanhvít Elva Einarsdóttir
  February 8, 2015 / 12:18

  Dásamlegt væri æðislegt að fá svona glaðning það er bað á mínu heimili 🙂

 24. Alma Sigríður Gudmundsdottir
  February 8, 2015 / 12:18

  Já væri æði að fá svona flottan pakka 😉 á baðkar 🙂

 25. katrin
  February 8, 2015 / 12:19

  Alveg til í svona flotta gjöf 🙂

 26. Lára Óskarsdóttir
  February 8, 2015 / 12:19

  það sem ég elska að fara í sjóðandi og huggulegt bað á köldu vetrarkvöldi! er mikið til í þessa gjöf

 27. María Magnúsdóttir
  February 8, 2015 / 12:23

  Mikið væri dásamlegt að prófa þetta. Fer mjög oft í heitt bað áður en ég fer að sofa…svo róandi og gott….

 28. Erla María Árnadóttir
  February 8, 2015 / 12:28

  Oh þetta hljómar dásamlega, væri til í að prófa

 29. Heiðbjört Arney
  February 8, 2015 / 12:36

  Væri alveg til í smá Valentínusar dekur 🙂

 30. Sigga Dóra
  February 8, 2015 / 12:37

  Oh hvað mig langar til að prófa þessar vörur !Gleðilegan valentínusardag 🙂

 31. Lilja Björg Guðmundsdóttir
  February 8, 2015 / 12:38

  Það er svo dásamlegt að dekra við sig og nauðsynlegt að eiga “me-time” inni á baðherberginu. <3

 32. Eyrún Hrefna Helgadóttir
  February 8, 2015 / 12:39

  hæ. ég heiti eyrún og er baðfíkill. hefði ekkert á móti þessu dekri maður minn liiifandi.

 33. Helga Þóra
  February 8, 2015 / 12:46

  væri æðislegt, elska allt svona dekur og á akkurat einn bónda sem að er ekki að pæla mikið í svona dúlleríi 🙂

 34. Hrönn Hilmarsdóttir
  February 8, 2015 / 12:58

  mm já takk !
  Ég er baðsjúk og það væri sko ekki leiðinlegt að getað poppað baðferðirnar aðeins upp með þessum fallegu gjöfum 🙂

 35. Kristín
  February 8, 2015 / 13:00

  Já takk! Væri æðislegt:)

 36. Sylvía Kolbrá
  February 8, 2015 / 13:02

  Væri yndislegt að fá svona valentínusar dekur 🙂

 37. Malen Björg Jónsdóttir
  February 8, 2015 / 13:03

  Ó já takk það væri æðislegt! 🙂 væri til í að eiga smá dekur

 38. Hulda Magnúsdóttir
  February 8, 2015 / 13:06

  Mikið væri yndislegt að geta farið í kósý bað með þessum flottu vörum í komandi prófatörn vikuna eftir valentínusadaginn. Væri ómetanlegt!

 39. Anna Þorleifs
  February 8, 2015 / 13:07

  Er ólétt, á baðkar og langar mikið að prófa þennan unað! 🙂

 40. Ármey Óskarsdóttir
  February 8, 2015 / 13:08

  Væri til í gott bað og smá dekur 🙂

 41. Guðrún Hjartardóttir
  February 8, 2015 / 13:09

  Þetta yrði hin fullkomna valentínusar gjöf, myndi tileinka þessari gjöf góðri vinkonu minni sem á dekur svo sannarlega skilið! 🙂

 42. Eva lind
  February 8, 2015 / 13:12

  hljómar dásamlega

 43. ólöf maria
  February 8, 2015 / 13:15

  Þar sem kærastinn minn verður að vinna þennan dag væri ég ekkert à móti því að vera þinn Valentínus ❤️❤️

 44. Eva Ýr Sigurðardóttir
  February 8, 2015 / 13:22

  Ja takk ,svona dekur á valentínusardag væri fullkomið 😀

 45. Heiða
  February 8, 2015 / 13:30

  Já takk:) væri frábær valentínusargjöf, er baðsjúk og væri æði að fa smá dekur í baðið og fyrir líkamann líkamann

 46. Sunna Sif
  February 8, 2015 / 13:32

  Já takk, maðurinn minn verður í afmæli hjá vini sínum á Valentínus, væri æðislegt að dekra við sig og hafa það gott á meðan <3
  Gleðilegan Valentínusardag**

 47. Ragga
  February 8, 2015 / 13:39

  Ég væri alveg til í smá baðdekur!

 48. Margrét Vignisdóttir
  February 8, 2015 / 13:45

  Ohh hvað það væri yndislegt 🙂

 49. Sædís Ösp
  February 8, 2015 / 14:07

  Væri yndislegt að eignast nýjar dekurvörur 😀

 50. Guðrún Rósa
  February 8, 2015 / 14:10

  Já hvað það væri yndislegt að fá svona dekur á valentínusardaginn, fara í slakandi bað og fá sér freyðivínsglas

 51. Kristín Elísa Guðmundsdóttir
  February 8, 2015 / 14:11

  Ég væri svo sannarlega til í að prófa þetta (sérstaklega nr 3!) , hljómar ekkert smá vel 🙂

 52. Andrea Rún
  February 8, 2015 / 14:15

  Ég skal vera valentínusinn þinn alla daga ársins <3

 53. Freyja Pálína Jónatansdóttir
  February 8, 2015 / 14:24

  Svona yndis dekur gæti eg alveg hugsað mér.
  Annars óska ég ykkur öllum gleðilegs valentínusardags og vona að þið deitið við ykkur alveg makalaust mikið eða við maka ykkar :*

 54. Ásdís Halla
  February 8, 2015 / 14:28

  Ég vil ekkert meira en vera valentínusinn þinn~ <3

 55. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir
  February 8, 2015 / 15:17

  Væri æðislegt að fá svona dekurdót 🙂

 56. Arna Vilhjálmsdóttir
  February 8, 2015 / 15:19

  Váá hvað ég væri til, ég elska bodyshop vörurnar og nota ekkert annað! 🙂

 57. Viktoría
  February 8, 2015 / 15:24

  Æjj hvað þetta væri nú skemmtilegt!

 58. Sigrún SIgursteinsdóttir
  February 8, 2015 / 15:54

  Já takk yndislegt væri alveg til í að verða valentina eða bara tinus 😉

 59. Margrét
  February 8, 2015 / 15:58

  Hljómar yndislega!

 60. Sigrún
  February 8, 2015 / 16:03

  Ekkert betra en bað eftir erfiða daga❤️☺️ Væri sko meira en til!!

 61. Sigrún Eygló
  February 8, 2015 / 17:07

  I will be your valentine..alla daga alltaf sko 😉
  Ég á bað og mitt uppáhaldsdekur er heitt bað, baðbomba, maski í heitu baðinu, yrði dásemd að fá að prófa þessar vörur 🙂

 62. Arna Pétursdóttir
  February 8, 2015 / 17:12

  Æðislegt! Ég væri sko til í að vera valentínusinn þinn, þetta hljómar svo vel! :o)

 63. Ása Margrét Helgadóttir
  February 8, 2015 / 18:28

  Hljómar yndislega 🙂

 64. Linda Maria
  February 8, 2015 / 18:34

  Grasekkjan ég væri svo sannarlega til í að eiga ljúfa stund á þessum fína degi. Það vill svo heppilega til að ég á einmitt baðker svo ég býð mig fram í baðkersgjöfina haha 😉

 65. Karen Lind Óladóttir
  February 8, 2015 / 18:57

  Ég elska bað og það myndi toppa allt að pimpa það upp með Smoky Poppy 😀

 66. Melkorka Ægisdóttir
  February 8, 2015 / 19:02

  Já takk, væri æði 🙂

 67. Dagný Freyja
  February 8, 2015 / 19:34

  vá hljómar æðislega!!

 68. February 8, 2015 / 19:39

  Alltaf gaman að lesa skrifin þín og að lesa ást þína á þessari línu er ég alveg rosalega til í að fá svona pakka til að prófa ❤️ Þá verður svo sannarlega dekrað við sig á valentínusardaginn

 69. Arna Óttarsdóttir
  February 8, 2015 / 20:01

  vá hvað mig langar að eiga baðkar eftir lýsingarnar! En valentínus eitt og tvö eru æði

 70. Ragna Helgadóttir
  February 8, 2015 / 23:11

  Hljómar æðislega!
  Væri ekki slæmt að dekra sig aðeins fyrst maður þarf að eyða valentínusardeginum einn 😉

 71. February 9, 2015 / 09:41

  Oh hvað ég væri til í að skella mér í rómó bað á Valentínusardaginn með sjálfri mér…og kannski hundunum 😀

 72. Hanna María Gylfadóttir
  February 9, 2015 / 13:25

  Guð hvað ég væri til í svona fína gjöf!

 73. Rósa Margrét Húnadóttir
  February 9, 2015 / 13:30

  Bara dásamlegt 🙂

 74. Hildur Eggerts
  February 9, 2015 / 13:37

  það væri vel þegið.. ef að ég væri svona ilmandi fín þá fæ ég kannski valentínusardeit í ofan á lagi 😉
  myndi ekki skammast yfir því 😀

 75. Ástríður Hjörleifsdóttir
  February 9, 2015 / 13:38

  Já takk
  Það væri æðislegt að fá svona glaðning 😉

 76. birna dögg
  February 9, 2015 / 14:23

  Oo hvað eg væri til ì að frìska uppa mig með þessum frabæru vörum.þarf svo a þvi að halda.

 77. February 9, 2015 / 22:09

  Löngu komin tími á mig ljúfan les alltaf allar þínar færslu og öll mín vitneskja um snyrtivörur er komin frá þér 🙂

 78. Kamilla
  February 9, 2015 / 22:55

  vá hvað ég væri til í að prufa e-h svona 🙂 á bað, elska bað, elska góða lykt… 😀

 79. svava
  February 10, 2015 / 00:52

  Ég á sko baðkar og get notað þetta allt saman 🙂

 80. Sigrún Svava Gísladóttir
  February 10, 2015 / 14:01

  Já takk, hljómar mjög vel 🙂

 81. Kristín
  February 11, 2015 / 10:44

  Já takk 🙂 elska að dekra sjálfa mig 😉

 82. Hlín Magnúsd.
  February 11, 2015 / 10:46

  Já takk! Mikið væri ég til í svona dekurpakka! 🙂

 83. Aðalheiður Svavarsdóttir
  February 11, 2015 / 11:10

  Já takk 🙂 ég er ekki nógu dugleg að dekra við sjálfa mig þar sem ég á tvö lítil börn sem hanga yfirleitt á hurðahúninum þegar ég leyfi mér að skreppa í stutta sturtu hahahaha þannig að það væri mjög ljúft að komast í gott og afslappandi bað 🙂

  Takk enn og aftur fyrir frábæra síðu. Það er alltaf svo gaman að koma hingað og lesa alls kyns fróðleik 🙂 Love it 🙂

 84. Kristín Hlöðversdóttir
  February 11, 2015 / 11:20

  Væri ekki leiðinlegt að fá svona pakka þar sem ég er svo mikil baðkona hoho 🙂

 85. Vala Hjaltadóttir
  February 11, 2015 / 11:24

  Já takk! Elska dekur og á bað! Þetta væri nú eðall fyrir síðustu vikuna í óléttu:)

 86. Vala Hjaltadóttir
  February 11, 2015 / 11:34

  Hvar fær maður annars svona fína baðhillu?

  • February 11, 2015 / 12:01

   Hæ heyrðu þessi er ótrúlega gömul og ég hef ekki hugmynd um hvaðan hún er. En ég veit að það fæst úr stáli í Tiger hún er þó ekki jafn fín og þessi en does the job! haha

   • Vala Hjaltadóttir
    February 11, 2015 / 12:56

    Takk, þá fer ég í leiðangur:) Alveg must fyrir baðsjúklinga að vera með svona hillu!

    • February 11, 2015 / 12:59

     Haha ég er líka með kodda í baðinu, það sést kannski illa á myndinni 🙂
     en mamma keypti þá handa okkur í Target, uppblásnir mesta snilldin 😉

 87. Kolla
  February 11, 2015 / 11:36

  Ég væri sko alveg til í baðbombu dekur 🙂

 88. Ásta þorsteinsdottir
  February 11, 2015 / 11:39

  Ég væri svo til 🙂

 89. Dagbjört Guðmundsdóttir
  February 11, 2015 / 11:45

  Þetta væri geggjað 🙂

 90. Anna Sigríður Strange
  February 11, 2015 / 12:01

  Ohhh já einmitt það sem mig vantar 🙂 Er með baðkar hérn heima og dekur fyrir sjálfa mig væri æði!

 91. Ester Rún Antonsdóttir
  February 11, 2015 / 12:04

  Jááá væri svo rosalega til í þetta !!!!! Væri ekkert leiðinlegt við að fá smá valentínusargjöf <3

 92. Katrín Eva Marinósdóttir
  February 11, 2015 / 12:11

  Ohh hvað ég væri til í að næla mér í svona flottan pakka! Væri alveg til í smá dekur! 🙂

 93. Þorbjörg Kristjánsdóttir
  February 11, 2015 / 12:16

  Ég væri svo mikið til í svona dekur 🙂

  • Ingibjörg Þóra Stefánsd
   February 11, 2015 / 12:59

   Já takk endilega

 94. Fanney Þóra
  February 11, 2015 / 12:20

  Þessi dekurpakki lítur ekkert smá vel út 🙂

 95. Eva Òsk Gísladóttir
  February 11, 2015 / 12:28

  Æđislegt alveg! 🙂 èg eignađist loksins bađkar ( eftir 8 ára biđ) og èg og vefjagigtin mín myndum glađar þiggja notalegt dekur saman 😉 spurning ađ minn heitelskađi komi međ líka…auđvitađ snilldar blogg hjá þèr eins og alltaf þórunn

 96. Ingibjörg Þóra Stefánsd
  February 11, 2015 / 13:00

  Já takk fyrir

 97. Alexandra Einarsdóttir
  February 11, 2015 / 13:03

  Ég er sko alveg til í smá dekur! 🙂

 98. Særós Ester
  February 11, 2015 / 13:20

  Væri sko alveg til í smá dekurkvöld með þessum fínu vörum 🙂

 99. Kristín Hallsdóttir
  February 11, 2015 / 13:30

  Væri heldur betur til í að fá að prufa þennan dekkurpakka 🙂

 100. Guðrún Albertína
  February 11, 2015 / 23:12

  ég væri mikið til í svona gjöf 😀 ég elska að fara í heitt kósý bað og hafa kósý kerti 😀

 101. Anna Ólöf Björgvinsdóttir
  February 12, 2015 / 00:47

  Það væri unaðslega að fá svona pakka 🙂

 102. HIldur Halldórsdóttir
  February 12, 2015 / 06:56

  já takk, ég væri til í að deila honum Valentýnusi 🙂

 103. Linda Hrönn Ingadóttir
  February 12, 2015 / 07:39

  Ég væri alveg til í svona dekurpakka – væri mjög ljúft að nota hann eftir langa vinnudaga!

 104. Anna Ester Óttarsdóttit
  February 12, 2015 / 08:06

  váá þetta væri fullkomin gjöf því ég flutti inn í nýtt hús í nóvember með RISA baðkari og ég er baðsjúk:)

 105. Birgitta Maren Einarsdóttir
  February 12, 2015 / 09:09

  Þú ert 100% búin að selja mér þessar baðbombur, ég verð að prufa! Væri æði að fá svona fínt dekur <3

 106. February 12, 2015 / 09:23

  Ég á baðkar og ég elska að fara í bað og svona baðbomba og öll línan hljómar sem algjör draumur. Það besta sem ég veit um er að slaka á í baði eftir langan dag. Ég er í fæðingarorlofi með tvo yndislega tvíburadrengi og dagarnir geta verið mjög langir og erfiðir stundum og þá er vel heitt og langt bað þegar þeir eru sofnaðir á kvöldin þvílík himnasending 🙂 ég vona innilega að ég vinni eina gjöfina, þá á ég sko eftir að hoppa hæð mína og skella mér í bað eins og skot 😉

  Takk fyrir frábært blogg Þórunn, alltaf jafn gaman að lesa það 🙂

 107. María
  February 12, 2015 / 09:57

  Wow! Þetta er geðveikt, væri ekkert á móti svona á Valentínusardaginn!!
  xx María

 108. Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg
  February 12, 2015 / 11:14

  Ji hvað þetta er yndislegur Valentínusarpakki:) Ég væri til í að fá að njóta:)

 109. Guðný Björnsdóttir
  February 12, 2015 / 12:16

  Það væri æðislegt að eignast svona pakka

 110. Vordís Guðmundsdóttir
  February 12, 2015 / 16:09

  Þetta væri geggjað! Er í miðjum mastersritgerðarskrifum og stundum þarf maður aðeins að dekra við sig til að halda geðheilsunni 🙂

 111. Ásrún Ásmundsdóttir
  February 12, 2015 / 16:35

  Já takk! ohh hvað væri gaman að fá svona flottan valentínusarpakka 🙂

 112. Arna Ásgeirsdóttir
  February 12, 2015 / 17:20

  Já takk, væir nú ekki leiðinlegt að fá svona í baðið 🙂

 113. Karen Óladóttir
  February 12, 2015 / 19:34

  Ég á ekki baðkar en rosalega væri ég til í svona glaðning, þar sem maðurinn minn er út á sjó.

 114. Rebekka
  February 12, 2015 / 23:13

  úú væri ekkert á móti svona!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?