REVIEW: SMASHBOX PRIMER WATER


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/review-smashbox-primer-water/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

smashboxprimerwater

SMASHBOX PRIMER WATER

Þegar svona skemmtilegar nýjungar koma get ég ekki setið á mér og prófað. Eitt það hvað mest spennandi sem komið hefur fyrir okkur primer-fíklana sem árum skiptir. Ég hef í mörg ár notað farðagrunnana frá Smashbox en verð alltaf að passa mig að nota þá bara spari. Ef ég stelst til að nota þá of marga daga í röð stíflast svitaholurnar og ég fæ alltaf primer-bólur eins og ég kalla þær. Ég stenst aldrei lýtalausa húð og þetta gerist ansi oft. Þess vegna titraði ég úr spenningi þegar á leiðinni var primer sem lofar að stífla ekki húðina, án olíu, alkahóls og sílikona. Býr til frábæran grunn áður en maður ber farða á húðina. Vekur húðina og heldur henni rakri og geislandi sem tímum skiptir. Hægt að nota yfir farða líka til að viðhalda honum og hentar öllum húðgerðum. Primer vatnið inniheldur einnig elektrólýtur (kann ekki íslenska orðið) sem virkar eins og Gatorade fyrir húðina. Ég ber fyrst á mig rakakrem og leyfi því að þorna aðeins og spreyja svo vatninu. Leyfi því næst að þorna og svo ber ég á mig farða. Áður en ég hleyp út um dyrnar spreyja ég svo aftur frekar stutt frá andlitinu og passa að allt andlitið fái raka.

Ég er búin að nota minn stanslaust síðan ég fékk hann að gjöf fyrr í vikunni og er búin að spreyja framan í sjálfa mig oft á dag og framan í Harry líka. Lyktin er ómótstæðileg og í gærnótt vann hann til verðlauna hjá mér þegar ég kom heim af djamminu útlítandi alveg eins og þegar ég fór að heiman. Ég spreyjaði bæði undir og yfir farðann. Húðin var ljómandi allt kvöldið og er hann svo sannarlega kominn til að vera í snyrtibuddunni minni. Það er sko nóg í flöskunni og eins og þið sjáið er ekki að sjá að ég hafi notað hann neitt en það er sko aldeilis ekki raunin.

Smashbox Photo Finish Primer Water fæst til dæmis í Hagkaup Smáralind, Kringlunni og Holtagörðum og kostar 6.579kr
Untitled-1

Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?