REVIEW: BOBBI BROWN SKIN LONG-WEAR WEIGHTLESS FOUNDATION SPF 15


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/review-bobbi-brown-skin-long-wear-weightless-foundation-spf-15/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Vöruna fékk ég að gjöf

REVIEW: BOBBI BROWN SKIN LONG-WEAR WEIGHTLESS FOUNDATION SPF 15

Eitt af því skemmtilegra sem ég geri er að prófa nýjar snyrtivörur og finnst mér ótrúlega gaman að skrifa sér færslu um vörur eins og þessa hér. Nýjasta farðann úr smiðju Bobbi Brown hefur komið mér skemmtilega á óvart. Ég er búin að nota farðann upp á dag í um það bil tvær vikur núna og get því sagt ykkur frá reynslu minni af honum núna. Mér finnst gott að gefa snyrtivörum dágóðan tíma í prófum en fer það allt eftir eðli vörunnar hvað það er lengi. Nýji farðinn gefur mikla en þó náttúrulega þekju og ágætlega matta áferð sem er jafnframt þægileg, andar og maður finnur ekki fyrir á húðinni. Ég er mikið fyrir farða sem eru fullir af ljómaögnum og miklum raka en þessi er ekkert síðri en þeir þar sem mér finnst hann vera mjög rakagefandi fyrir húðina. Formúlan er líkt og silki og blandast náttúrulega. Einnig inniheldur hún náttúruleg steinefni sem að hjálpa til við að halda olíu í skefjum svo að farðinn haldist eins á húðinni í allt að 16 klukkustundir. Á meðan rakagefandi innihaldsefni líkt og glycerin veitir húðinni raka og líður manni vel í húðinni á meðan maður ber farðann. Aldrei þurr eða stífur.  Ég er alltaf jafn hissa þegar ég lít í spegil á kvöldin og áferð húðarinnar er sú sama og um morguninn. Ég dúmpa honum á með blautum förðunarsvampi og finnst ég fá fullkomna áferð þannig. Það er auðveldlega hægt að nota mikið eða lítið af farðanum til að fá minni eða meiri þekju, fer alltaf eftir því sem maður leitast eftir.  Ég hef verið að vinna með miðlungs þekju og nota gott rakakrem og ljómaprimer undir til að fá hið fullkomna sumarlega útlit. Ég er ekki frá því að ég muni klára farðann upp til agna og fjárfesta í öðrum en hann er kominn til að vera í minni rútínu.

Formúlan inniheldur ekki: parabena, súlföt og pthatalates // Fæst t.d. í Lyf & Heilsu Kringlunni, Hagkaup Smáralind & Make Up Gallery Akureyri

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?