PURE RITUAL


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/pure-ritual/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

helenarubinsteinpureritual

Ég tala svo mikið um húðumhirðu hérna á síðunni og því ekki bara að halda því áfram. En ég vil alltaf halda húðinni minni sléttri og hreinni. Þannig finnst mér best að setja farða í andlitið en eins og þið þekkið kannski þá kemur farði ekkert alltof fallega út á óhreinni húð. Svona eins og það sé lag eftir lag á húðinni. Í stað þess að bera meik eða BB/CC krem á slétta og hreina húð. Þá nær maður að fá þetta “glow” eða “illumination” sem við erum allar alltaf að leita að. Ef ég er að fara eitthvert fínt eða vil að förðunin sé extra góð nota ég líka skrúbb.

Ég nota “exfoliating scrub” eða kornahreinsi/kornamaska einu til tvsivar sinnum í viku og hef gert síðan ég var sirka 13 ára. Finnst frábært að nota þá í sturtunni því það á til að verða svolítið subbulegt í kringum baðvaskinn ef ég ætla þrífa húðina og skrúbba. Persónulega finn ég það bara á húðinni þegar ég þarf að skrúbba hana. Í gegnum tíðina hef ég prófað endalaust margar tegundir en alltaf eru nokkrir sem maður kaupir aftur og aftur. Um daginn fékk ég að gjöf fræga svarta skrúbbgelið frá Helena Rubinstein.

svartimaski

Mér líkaði strax við það og fannst mjög spennandi að það væri svart á lit og að innihéldi glycolic sýru (sem slípar burt dauðu húðfrumurnar), svart te og hrísgrjóna extract. Ég fann strax að skrúbbgelið hreinsar djúpt ofan í húðholurnar og var húðin vel slípuð og hrein eftir að ég leyfði því aðeins að liggja á húðinni eftir að ég nuddaði því vel inn í húðina (þurrkar ekki upp húðina og frábært að nota sem smá dekur maska í 1-3 mínútur). Ég prófaði það líka á elsku kærastanum sem var sjúklega fínn og líkaði mjög vel við. Finnst ótrúlega gaman að prófa allskonar hluti á honum því við erum með svo ólíkar húðgerðir (ég þurra/normal og hann frekar feita). Vona samt svo innilega að vinir hans lesi þetta ekki því ef þeir bara vissu hvaða krem og dúllerí hann fær að prófa væri honum mikið strítt..haha.

Þú færð Helena Rubinstein Pure Ritual kornahreinsinn í snyrtivörudeildum Hagkaupa & öðrum betri snyrtivöruverslunum

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?