PREGNANCY PHOTOSHOOT


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/preganancy-photoshoot/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

  

 

PREGNANCY PHOTOSHOOT

Fyrir nokkrum vikum lét ég slag standa og ákvað að fara í bumbumyndatöku. Að fara í slíka myndatöku var eitthvað sem ég sá aldrei fyrir mér að gera en þegar ég fann réttu manneskjuna í verkefni var ekki annð í boði. Ég vildi tímalausar, klassískar og kvenlegar myndir sem myndu endurspegla mig og meðgönguna. Þetta magnaða ferli sem kvennlíkaminn gengur í gegnum þegar hann gengur með og á börn. Það er ótrúlega dýrmætt að eiga myndir frá þessu magnaða tímabili í lífinu og mun ég varðveita þær að eilífu. Ég fékk Elísabetu Blöndal til að taka myndirnar og gerðum við það hér heima en það gerir myndirnar enn persónulegri. Enda fyrsta heimili litlu dömunnar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið Elísabetu með mér í þetta verkefni og stigið svona allhressilega út fyrir þægindarammann. Sjálf takan var mjög auðveld í sjálfu sér þar sem Elísabet stjórnaði alveg ferðinni og leiðbeindi mér og var ég aldrei feimin við að standa næstum kviknakin fyrir framan hana. Ég mæli sérstaklega með því að fá hana í þetta verkefni og er ég strax búin að biðja hana um að koma og taka myndir af okkur fjölskyldunni þegar dúllan lætur sjá sig en mig dreymir um fallegar brjóstagjafarmyndir.

Þið getið haft samband við Elísabetu í gegnum e-mail hér: el.blondal@gmail.com

Comments

 1. Karen
  July 13, 2018 / 13:35

  Fallegar myndir.
  Hvaðan er kjólinn þinn?

  • July 15, 2018 / 11:53

   Hæ, hann er frá merki sem heitir Ivyrevel. Ég pantaði hann í febrúar af Asos og er því miður ekki til lengur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?