Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/nursery-inspiration/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

NURSERY INSPIRATION

Það sem ég get dundað mér við að skoða fallegar myndir á Pinterest flokkast örugglega sem sérstakur hæfileiki. Áhugamálið mitt þessa dagana eru ævintýraleg og falleg barnaherbergi. Hreiðurgerðin hefur hlaupið með mig út í gönur og get ég ekki beðið eftir að fá að hengja upp og setja saman það sem ég er búin að dúlla mér við að skipuleggja og plana í sumar. Litla skottan verður ekki með eigin herbergi en ég er heppin að herbergið okkar er um 20 fermetrar og því nóg pláss til að gera fallegt horn fyrir hana. Praktískt getur að mínu mati verið fallegt og verður allt þægilegt og innan handar í þessu litla horni. Herbergið er málað í litnum Kyrrð sem ég hannaði í samstarfi við Slippfélagið og er miðju liturinn á litapallettu spjaldinu hérna fyrir neðan.Við hann langar mig síðan að para mikið af dökkgrænu og bleiku. Ég vildi alls ekki hafa allt bleikt og á litla daman nú þegar fullt af fallegum ævintýralegum hlutum í hornið sitt í fallegum jarðlitum og þá aðallega þessum fallega græna lit. Náttúruleg efni eins og lífræn bómul og hör verða í hávegum höfð ásamt fallegum tré leikföngum.

Mér finnst barnaherbergið þurfa að tóna svolítið við restina af heimilinu svona sérstaklega á meðan ég fæ ennþá að ráða þessu. Ég ætla svo sannarlega að fá að njóta mín áður en sú stutta tekur sjálf ákvarðanir varðandi þessa hluti. Húsgögnin í herberginu er öll hvít og því skemmtilegt að leika sér með mismunandi tóna og liti. Þau merki sem ég hef aðalega skoðað varðandi þessi mál eiga það sameiginlegt að vera flest öll skandinavísk en það eru t.d. Konges Slojd, Garbo & Friends, NuNuNu, Cam Cam Copenhagen og Numero 74.  Það verður líklegast aldrei svona fínt í þessu horni eins og á þessum myndum en ég mun að sjálfsögðu deila með ykkur loka útkomunni þegar allt er samsett og uppraðað en það styttist heldur betur í dömuna.


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/baby-shopping-list/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Færslan er ekki unninn í samráði við neitt fyrirtæki // Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

BABY SHOPPING LIST

Ég fékk nokkrar fyrirspurnir um að deila með ykkur mínum innkaupalista fyrir litla erfingjann. Ég byrjaði með einhvern lista sem ég fann á netinu sem ég síðan breytti og aðlagaði að okkur. Ég er að deila með ykkur mínun lista eins og hann er í tölvunni hjá mér og þetta er það sem við höfum valið okkur að kaupa, höfum fengið að gjöf eða fengið lánað. Ég var mjög fljót að týna tölunni á fjölda samfellna og þannig svo ég ætla nú ekkert að fara að ákveða fyrir hvern og einn hvað hann þarf mörg stykki en ég set með stykkja fjölda svona til að miða við eitthvað. Öðrum getur þótt þetta alltof mikið og öðrum of lítið. Allt fer það eftir barninu sjálfu, fjárhag og hversu oft foreldrarnir þvo. Tek það fram að ég er búin að leitast eftir því að kaupa gæði fram yfir magn og á litla dúllan ótrúlega falleg, vönduð og endingargóð föt. Leitast alltaf eftir að kaupa mjúka vandaða ull eða lífræna bómul þegar ég versla barnaföt. Fyrst þegar ég byrjaði að versla voru nokkrar yndislegar mömmur sem fylgja mér sem deildu með mér sínum uppáhalds merkjum og skal ég telja þau upp neðst í færslunni. Ég tók þær á orðinu og skrifaði niður merkin og grandskoðaði þau á netinu. Móðir mín er brjóstagjafaráðgjafi og treysti ég henni fyrir valinu á brjóstagjafarhjálpartækjum og öðru sem tengist bæði mér og barninu. Þó hef ég ekki fest kaup á neitt slíkt en veit hvað ég mun velja ef upp kemur sú staða. Til að auðvelda ykkur lífið set ég með í færsluna hlekki á vörur þar sem auðvelt er að nálgast þær fyrir alla.

Heppnin er með okkur hér á landi en úrvalið af fallegum og vönduðum barnavörum er gríðarlegt og er ég fastagestur í um það bil öllum ungbarnaverslunum landsins. Ég er búin að vera að kaupa í allskonar stærðum eða allt frá 56-80. Ég hef verið að vinna mig áfram með þennan lista á nokkrum mánuðum og notaði hann sem einskonar viðmið t.d. þegar ég var búin að ákveða hvað ég ætlaði að kaupa þá gat ég skrifað það á listann og svo strikað yfir það þegar það var komið í hús. Ég vildi reyna að dreifa kostnaðinum og á alveg eitthvað eftir á listanum í dag. Síðan hentar mér eitthvað ákveðið sem hentar öðrum ekki. Það er til dæmis mjög langt í ruslið hér hjá okkur og þá vil ég helst vera með bleyjuruslatunnu en myndi finnast það algjörlega óþarfi ef það væri nær. Eins og ég sagði þá var ég ansi fljót að týna tölunni á stykkjunum en ég er með flest fötin hangandi í skáp svo ég hef góða yfirsýn yfir magnið. Ég er búin að vera mjög dugleg að skoða verð og hef náð að gera mjög góð kaup á netinu líka (Markmiðið mitt í þessu öllu saman er búið að vera “never pay full price for anything”).

Það er gott að hafa á bakvið eyrað hvenær börnin eru fædd og reikna út sirka hvenær þau verða í hverju þó að maður viti það aldrei fyrir víst. Ég er búin að kaupa mikið af fallegum þunnum ullarvörum fyrir fyrstu mánuðina og á litla dúllan þónokkrar fallegar heimaprjónaðar peysur sem eiga eftir að koma sér vel í vetur. Mér finnst fínt að miða við að það sé til þunnt gott ullarsett í hverri stærð (samfella og buxur/leggings). Akkurat núna er til dæmis er allt morandi útsölum núna og því um að gera að skella sér í bæjarferð ef það er eitt á leiðinni. Þar sem ég get reyni ég að setja með hlekk á akkurat þá vöru sem að ég valdi. Svo hér kemur minn listi í öllu sínu veldi en meyjan sem ég er finnst lang best að hafa þetta allt skipulagt í þaula. Athugið að þetta er minn listi og það er ekkert heilagt á honum, hvert og eitt verðandi foreldri verður að vega og meta hvað þeim finnst til dæmis þurfa margar samfellur eða hvað þeim finnist nauðsynlegt og jafnvel hvað af þessu er hægt að fá lánað. Mér finnst ótrúlega gaman að heyra frá vinkonum hvað þeim hefur fundist ómissandi og hef ég tekið öllum ráðum fagnandi. Einnig finnst mér gaman að fjárfesta í vönduðum húsgögnum sem stækka með barninu. Sjálf hef ég persónulega góða reynslu af Tripp Trapp stólnum og langaði mig því mikið að hún myndi eignast eins en ég notaði minn til örugglega 10 ára. Minn gamli verður því hjá ömmu og afa og sú stutta fær nýjan (frá ömmu og afa).

 

FATNAÐUR

Samfellur stutterma (1-2 í stærð)

Samfellur langerma  (4-6 í stærð)

Buxur/Leggings (4-6 í stærð)

Buxur með hosum (1-2 í 50/56)

Prjónaðar peysur/hnepptar gollur (1-2 í stærð)

Heilgallar/Náttgallar (2-5 í stærð)

Útigallar (hlýrri týpur í bístól, prjónaðir, flís eða thermo) (1 í stærð)

Sokkabuxur (2-3 í stærð)

Kjólar (að vild)

Sokkar (að vild)

 

AUKAHLUTIR

Þunnar bómullar/silkihúfur

Prjónaðar hlýrri húfur

Vettlingar

Smekkir

Mjúkir prjónaðir skór

 

SKIPTITASKAN/BORÐIÐ

Stærðarskiptingar í fataskáp hér

Bleyjur

Taubleyjur

Blautþurrkur

Blautþurrkubox frá Ubbi (hér)

Undirbreiðslur

Skiptidýna

Skiptiborðsrammi á kommóðu hér

Sótthreinsisprey (hér)*

Bossakrem

Bleyjuruslatunna (hér)

Bleyjuruslatunnupokar

Skiptitaska (hér)

Ferðaskiptidýna

Bleyjupokar í skiptitösku (hér)*

 

FYRIR NÓTTINA

Rúm (Við fengum að láni Stokke Sleepi rúmið hér)

Babynest hér

Sæng (Konges Sloejd hér)

Sængurverasett (2 stk)

Teygjulök (2 stk)

Hlífðarlak (1 stk)

Moses karfa til að hafa frammi hér

Í BAÐIÐ

Bala

Baðhitamæli (hér)*

Handklæði (2 stk)

Hitamælir (hér)*

Naglaskæri (hér)*

Nefsuga (hér)*

Hárbursti/greiða

Eyrnapinnar (hér)*

 

BRJÓSTAGJÖFIN

Lekahlífar Lansinoh (hér)

Brjóstakrem Lansinoh (hér)

Brjóstagjafapúða (ég er búin að sofa með minn síðan á viku 14, hér)

Brjóstapumpu Medela Swing (hér, keypt ef þarf)

Mexikana hattar (hér, keyptir ef þarf)

Frystipokar fyrir brjóstamjólk (hér, ef þarf)

Gjafahaldara með smellum (1-2 stk)

Gjafahlýraboli (1-2 stk)

 

MATARTÍMINN

Stokke Tripp Trapp stóll (hér)

Stokke Tripp Trapp ungbarnasæti (hér)

Annað sem tengist matartíma kaupi ég seinna og eftir þörfum

 

ANNAÐ

Vagn (Bugaboo Fox hér)

Bílstóll (Cybex Cloud Q hér)

Base ( Cybex Base Q-Fix)

Bílstólapoki (MaxiCosi hér & hér)

Spegill í bílinn (MaxiCosi hér)

Ömmustóll (hér)*

Prjónuð teppi (1-2 stk)

 

SPÍTALATASKAN

Heimferðarsett (Peysa, húfa & sokkar)

Náttgallar 2stk í 50

Náttgallar 2 stk í 56

Samfellur 2 stk í 50

Samfellur 2 stk í 56

Buxur með hosum

Leggings/Buxur

Sokkar

Teppi

Taubleiur

Bleiur

Blautþurrkur (heimagerðar fyrst)

Undirbreiðsla

Dömubindi

Gjafahaldara/toppa

Föt á okkur

Lekahlífar

Netanærbuxur

og margt margt fleira

 

Vörumerkin sem ég hef verslað og skoðað hvað mest:

Noa Noa Miniature, Konges Slojd, Soft Gallery, Cóndor, Numero74 og Gro (Petit.is)

MarMar Copenhagen, Wheat, Mini a Ture, Cam Cam (Bíum Bíum)

Garbo & Friends, Nu Nu Nu (Dimm.is)

Lillelam (Bambi.is)

Náttgallar og basic samfellur (Next)


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/nike-gym-vintage-sweat-set/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Peysa hér // Buxur hér

NIKE GYM VINTAGE SWEAT SET

Pantaði mér þetta sæta og mögulega aðeins of bleika Nike sett af Asos í vikunni. Viðurkenni að ég lýt út eins of bleikur frostpinni en settið var bara of sætt til að panta það ekki. Fann það ekki í þessum lit hér heima en mig vantaði þægilegar buxur heima fyrir og ekki skemmdi fyrir að það væri til peysa í stíl. Vanalega hefði ég tekið settið í stærð S en pantaði það í M til að það væri rúmgott og næði yfir kúluna. Settið smellpassar og það er ennþá svigrúm fyrir stærri kúlu því peysan er síð og góð. Hugsaði að þetta yrði þægilegt heima fyrir þegar litla daman lætur síðan sjá sig en efnið er ekki of þykkt svo fötin eru passlega hlý. Síðan er auðveldlega hægt að nota buxurnar og peysuna sér en í dag er ég til dæmis í peysunni við svartar þröngar æfingabuxur. Það kom mér á óvart hversu þægilegt þetta sett er og væri ég alveg til í að næla mér í það í svörtu eða dökkgráu (en þeir litir fást hér heima í buxum t.d. hér).


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/vagabond-saide/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Færslan er unnin í samstarfi við Vagabond

VAGABOND SAIDE

Þó veðrið leiki okkur grátt þá þýðir það ekkert að maður geti ekki á sig blómum bætt og fengið sér eitt par af extra sumarlegum skóm. Ég elska svona ,,mules” eins og þeir kallast og á eina svarta í skósafninu fyrir. Kolféll síðan fyrir þessum frá Vagabond sem eins og allir aðrir frá Vagabond eru þeir þægilegir og vandaðir. Liturinn kallaði bara á mig en þeir fást einnig í sand lituðu og svörtu. Skórnir eru úr flauelsmjúku rúskinni og er hællinn breiður en ekki of hár. Þeir poppa upp hvaða dress sem er hvort sem að það eru gallabuxur eða síðkjóll í brúðkaup. Ég er búin að nota þá við alveg svartar múnderingar og leyfi þá skæra bleika litnum að njóta sín. Extra sætir líka þegar maður er með fölbleikt eða nude naglalakk á tásunum. Mæli með að kíkja einnig á útsöluna í Kaupfélaginu en þar er að finna fullt af guðdómlegum Vagabond skóm á góðu verði.

Skórnir fást í Kaupfélaginu Kringlunni & Smáralind // og á netinu hér

 


Looking for Something?