Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/erika-anna-sampsted/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

ERIKA ANNA SAMPSTED

Litla dásemdardísin okkar fékk nafnið sitt í gær þann 30. september. Við ákváðum að drífa í skíra þar sem eiginlega öll fjölskyldan er á leið erlendis í október. Þar sem nafnið var löngu ákveðið langaði okkur ekki að bíða fram í nóvember. Dagurinn í gær var einstaklega fallegur en athöfnin fór fram heima hjá foreldrum mínum og buðum við okkar allra nánustu. Litla daman fékk nafnið Erika Anna en Eriku nafnið er út í bláinn en Önnu nafnið í höfuðið á langömmu hennar sem fór frá okkur árið 2003. Harry og hún áttu svo fallegt samband að það kom aldrei annað til greina en að skíra dóttur okkar Önnu. Amma Anna var líka svo hrifin af blómum eins og ég svo að Eriku nafnið á einstaklega vel við. Mér fannst eitthvað svo fallegt að skíra hana eftir fallegu haustblómi þar sem hún er fædd að hausti. Erika klæddist skírnarkjólnum mínum frá 89 en enginn hefur klæðst honum síðan og átti vel við að hún myndi klæðast honum enda tímalaus og fallegur. Ég hef fengið ótal spurningar um hvar ég lét gera nafnið hennar á svona kökuskraut en ég hafði samband við fyrirtækið Hlutprent sem útfærði þetta svona skemmtilega fyrir mig. Það átti vel við að skreyta borðið með erikum og allskyns blómum í tilefni dagsins.

 


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/faedingarsagan-min/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

FÆÐINGARSAGAN MÍN

Hvar einu sinni byrjar maður? Ég kannski gef ykkur aðeins smjörþefinn af meðgöngunni áður en ég vindi mér í að segja ykkur frá fæðingunni sjálfri. Meðgangan var mjög kaflaskipt og byrjaði hún með trompi á sjöttu viku meðgöngunnar þegar ég byrjaði að kasta upp. Ógleðin ágerðist á örfáum dögum og kastaði ég upp frá sirka klukkan 9 á morgnanna til stundum 16 á daginn. Að koma ofan í mig nokkurri næringu var hið mesta basl og eyddi ég mjög miklum tíma af fyrri part árs á baðherbergisgólfinu eða fram á 16 viku. Ég gat ekki farið fram úr rúminu án þess að nærast en lang oftast skilaði það sér samstundis. Það var ótrúlega erfitt fyrir mig að stunda vinnu á þessum tíma en eins og þið vitið þá starfa ég í háloftunum. Ég þurfti sérsniðna flugskrá bara svo ég gæti látið sjá mig örfá skipti. Flugin voru í lagi en þegar á áfangastað var komið lág ég á baðherbergisgólfinu í hinum og þessum borgum. Það var ótrúlega erfitt að fela ástandið fyrir fólki og sérstaklega þegar áhöfnin fór saman í morgun- eða kvöldverð og ég kom engu niður. Eitt skiptið kastaði ég upp í fullum skrúða á baðherbergi á flugvelli og gleymi því seint hversu fær ég var orðin við að fela ,,ástandið” og passaði ég bara að missa hattinn ekki ofan í klósettið. Eitt skiptið var ég svo örmagna eftir erfitt ferðalag að það leið yfir mig þegar ég kom heim og lág ég rotuð á baðherbergisgólfinu með skurð á höfðinu í dágóðan tíma. Endaði ég upp á slysó þar sem þurfti að sauma 3 spor í augabrúnina. Þá var orkan að þrotum og ég hætti að vinna fyrr en venjulegt er. Þegar fyrsti þriðjungur meðgöngunnar kláraðist tók við allskyns annað en ég byrjaði að vera ótrúlega verkjuð þegar kúlan fór að láta á sér kræla. Þá fór ég að finna mikið fyrir því hvernig endómetríósan myndi hafa áhrif á þessa meðgöngu og var ég verkjuð til síðasta dags. Með hverri vikunni stækkaði kúlan og þar með teygðist enn frekar á öllum samgróningum og örum sem voru til staðar fyrir meðgönguna. Þetta háði mér alla meðgönguna en ég komst fljótt undir læknishendur sem að tóku mér opnum örmum og var það eitt af þeim skiptum sem ég trúði á heilbrigðiskerfið okkar en konur í sömu stöðu og ég koma svo ótrúlega oft að læstum dyrum og sagt að moka í okkur verkjalyfjum. Ég stundaði meðgöngujóga frá 14 viku þangað til að ég var of verkjuð til að mæta meira en það hjálpaði mér gífurlega þar sem ég gat ekki stundað neina aðra hreyfingu. Einnig var ég dugleg að mæta til Guðmundar hjá Kírópraktorstofu Reykjavíkur en hann hélt skrokknum í góðu standi alla meðgönguna og trúi ég ekki ennþá hvað það gerði mér gott. Á þessum tíma byrjuði ég einnig að verða mjög lág í járni og fann ég mikið fyrir því en mér tókst að ná því upp rétt undir lok meðgöngu og fór vel stemmd inn í síðustu vikurnar og mun orkumeiri en áður. Ég brasaði líklegast mest á síðasta þriðjunginum og tók að mér trilljón verkefni og hafði gaman af því að vera svona hress í endann. Settur dagur rann upp og ekkert var farið að kræla á dömunni og gekk ég sléttar 41 vikur.

Þegar ég fór af stað fann ég ekkert sérstaklega mikið fyrir því í byrjun en þann 8. september var ég á leið á Jómfrúnna í hádegisverð með foreldrum mínum þar sem mamma fagnaði afmælinu sínu. Þráðurinn var rosalega stuttur þennan dag vegna bakverkja sem ég var byrjuð að fá og mamma benti mér á það mjög pent yfir hádegismatnum að ég væri líklegast að fara af stað því það var ákveðinn taktur á verkjunum. Ég trúði ekki orði sem hún sagði en fór samt sem áður heim og verkirnir byrjuðu að ágerast af fullum krafti. Mér fannst þetta þó heldur líkt verkjunum sem ég var búin að vera með alla meðgönguna og trúði ekki að þetta væri ,,hinir einu sönnu verkir” sem ég var búin að vera að bíða eftir. Allt kom fyrir ekki og var ég að malla hægt og rólega í gang og fór ég í skoðun upp á deild þegar verkirnir voru farnir að ágerast verulega. Þegar þangað var komið var ég komin með 3 í útvíkkun og vildi ég fara heim, í sturtu og kannski ná eitthvað að hvíla mig. Þegar heim var komið náði ég að fara í langa góða sturtu og leggjast og horfa á þætti í sirka 40 mínútur þangað til að verkirnir urðu óbærilegir og vorum við aftur komin upp á deild um 2:30 um nóttina. Þar eyddum við nóttinni en ég fékk morfín til að ná að hvíla mig á meðan útvíkkunin myndi verða meiri. Ég svaf ekki í eina mínútu þessa nótt en horfði á þætti og andaði mig í gegnum verkina. Um morguninn hringi ég í mömmu og bið hana um að koma með eitthvað gott í morgunmat og mamma fann eina bakaríið á höfuðborgarsvæðinu sem var opið kl 07 á sunnudagsmorgni. Þarna var komið að vaktaskiptum á deildinni og athugaði ljósan með útvíkkun um kl 9:50 og var ég þá komin í 6 og var leghálsinn fullstyttur og næfurþunnur. Þarna fór allt að gerast mjög hratt og klukkan 11:50 var útvíkkunin komin í 8 og ég prófaði kalda bakstra, baðið, gasið og nálastungur á meðan ég mallaði í 10 í útvíkkun. Á þessum tímapunkti stefndi allt í að daman myndi mæta á milli kl 13-14 í heiminn og ákvað ég vegna þess hve stutt var eftir að eiga hana deyfingarlaust en þá gjörbreyttust aðstæður. Þegar ég var komin með 10 í útvíkkun og mátti byrja að rembast fann ég ekki þessa rembingstilfinningu og var að mínu mati sárþjáð og öskraði af öllum lífsins sálar kröftum. Ég man svo óljóst eftir þessum tímapunkti í fæðingunni en ég hef aldrei upplifað að vera eins föst í eigin líkama og hafa enga stjórn á neinu. Sama hvað ég reyndi að hafa stjórn á verkjum með öndun. Þegar klukkan var orðin 14:30 kemst það loks upp að samdrættirnir væru í raun ekki nógu harðir til að framkalla rembingsþörfina og var kallaður til læknir sem að setti upp dreypi til að auka samdrættina og mat það sem svo að hún væri búin að snúa sér í grindinni og myndi fæðast með höfuðið upp eða svokallaður stjernakigger. Þá á barnið erfiðara með að troða sér undir lífbeinið en þegar það snýr með höfuðið niður. Þegar dreypið var farið að virka fann ég loksins þessa rembingstilfinningu en ég þurfti að rembast oft, fast og lengi til að koma henni undan lífbeininu en til allrar hamingju hafði ég þetta af án þess að nota sogklukku eða klippt hefði verið á spöngina. Mér leið eins og ég hafi þurft að rembast endalaust og spurði ljósuna oft hversu oft ég þyrfti eiginlega að gera þetta þangað til hún kæmi. Ég þráði að heyra einhverja tölu þar sem ég var gjörsamlega örmagna eftir að hafa vakað síðan í hádeginu daginn áður. Ég sofnaði á milli erfiðustu rembinganna en sú stutta var föst í grindinni í mjög langan tíma en ástæðan fyrir því að það var ekki farið með mig í keisara var vegna þess að hún var alltaf svo spræk og hjartslátturinn hennar svo sterkur. Um klukkan 16:40 var mér gefið hærri skammtur af dreypi og kom hún í heiminn kl 16:52. Í fangið fékk ég síðan demantinn minn. Þessa gullfallegu, heilbrigðu, duglegu og sterku stúlku. Fædd þennan fallega sunnudags eftirmiðdag 9/9/18 og var heilar 15,2 merkur og 54,5 cm með dökkt hár og risastór blá augu. Hún tók brjóstið um leið og hefur í raun verið þar síðan, haha. Eftir þessa lífsreynslu líður mér eins og ég geti tæklað hvað sem er en ég var úrskurðuð örmagna eftir þessa löngu og erfiðu fæðingu og gat ég ekki lyft henni sjálf fyrstu tvo dagana vegna verkja í öllum líkamanum og hefði ég ekki getað neitt af þessu án míns manns mér við hlið sem stóð sig eins og hetja í fæðingunni ásamt móður minni sem ég get ekki ímyndað mér að ekki hafa haft þarna mér við hlið. Það þurfti nefnilega heilt lið til að hjálpa mér að remba henni út og héldu þau undir sitthvort hnéð til að hjálpa mér. Ljósmóðurinni verð ég ævinlega þakklát fyrir að hafa gert þessa lífsreynslu jafn stórkostlega og hún var.

Fyrstu tvær vikurnar með þessum nýja fjölskyldumeðlim hafa verið dásamlegar en þessi yndislega dama stækkar á ljóshraða. Drekkur eins og herforingi og leyfir foreldrum sínum að sofa langa dúra á nóttunni. Það er satt sem allir segja en það er ekkert jafn dýrmætt í lífinu eins og þetta og eyði ég mest megnis af mínum tíma í að stara á hana. Eftir bæði erfiðan aðdragada að óléttunni, erfiða meðgöngu og fæðingu er þetta allt gjörsamlega þess virði.

 


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/libero-touch/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Færslan er unnin í samstarfi við Libero

LIBERO TOUCH

Á meðan meðgöngunn stóð gerði ég heilmikla rannsóknarvinnu og eins og flestar mæður vildi ég velja allt það besta fyrir barnið. Ég var búin að skoða ýmsar bleyjutegundir en varð fljótt augljóst að flestar íslenskar mæður velja Libero Touch bleyjurnar fyrir nýfædd krílin sín. Ástæðan er einföld þar sem að þær hafa svo margt fram yfir aðrar á markaðnum. Ég hafði það bakvið eyrað að ég myndi ekki taka neinu samstarfi að þessu tagi nema ef að það væri Libero því ég ætlaði að nota þær sama hvað. Þegar Libero hafði síðan samband gat ég ekki annað en slegið til og deilt síðan með ykkur okkar reynslu. Libero Touch bleyjurnar eru svansvottaðar, ilmefnalausar og ofnæmisprófaðar. Það er ekki allt en Touch týpan er extra mjúk og teygjanleg fyrir minnstu kroppana. Þær anda og eru með tvöfalda lekavörn og hefur okkar reynsla verið sú að þær halda öllu á sínum stað. Fyrsta stærðin eða Libero Touch 1 vernda viðkvæman nafla fyrir áreiti og ertingu eins og nuddi frá fatnaði eða öðru. Það besta við bleyjurnar er samt gula línan sem liggur lóðrétt en hún verður græn þegar þarf að skipta. Þetta auðveldar manni bleyjuskiptin og maður þarf ekki að hafa mikið fyrir því að finna hvort að það sé kominn tími á að skipta. Libero Touch bleyjurnar koma í 6 mismunandi stærðum og eru að mínu mati fullkomnar til að nota fyrst um sinn því þær eru svo mjúkar og þægilegar.

Libero Touch bleyjurnar fást í verslunum Hagkaupa, Fjarðarkaup, Móðurást, Krónunni Lindum, Granda og Mosfellsbæ (og öðrum sérverslunum)

 


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/9-9-18/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

9/9/18

Það rann allt í einu upp fyrir mér að ég var ekki búin að skrifa færslu tileinkaða frumburðinum. Draumadísinn kom í heiminn þann 9. september síðastliðinn og höfum við fjölskyldan notið þess að kynnast og vera saman síðan. Ég gekk slétta 41 viku og fór sjálfkrafa af stað laugardaginn 8. september og slapp því við gangsetningu þann 10. september. Get þó ekki sagt að hún hafi komið með hraði þar sem að fæðingin var löng og erfið. Mamman er því búin að þurfa að jafna sig líka en við höfum notið þess að gera það saman síðastliðna viku. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að njóta saman þessar fyrstu vikur þegar þau eru svona ótrúlega lítil og hef ég eiginlega lokað okkur smá af í lítilli búbblu en við deilum smá af okkar dögum inn á Instagram stories. Þetta er tími sem maður fær aldrei til baka með þeim svona ponsu litlum. Mig langaði bara örstutt að skella inn færslu og tilkynna komu hennar og sýna ykkur nokkrar myndir sem ég hef fangað síðustu daga. Daman fæddist 15,2 merkur og 54,5 cm og er því algjör lengja, ólíkt móðurinni.


Looking for Something?