ORIGINS BODY SOUFFLÉ SAMPLING SET


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/origins-body-souffle-sampling-set/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Processed with VSCO with f2 preset

 

Færslan er unnin í samstarfi við Origins og vöruna fékk ég að gjöf.

ORIGINS BODY SOUFFLÉ

Nú styttist í jólin og ég veit að það eru nokkuð margir farnir að huga af jólagjöfum. Ég er mjög hrifin af því að finna eða fá góða gjafakassa. Merkið Origins setur saman skemmtilega pakka sem jafn skemmtilegt er að gefa og að fá að gjöf. Origins færði mér kassa með fjórum kremum sem ilma öll dásamlega.Öll kremin eru þykk, djúsí og fara hratt og vel inn í húðina. Það er hægt að klæða sig í föt eftir örskamma stund en ilmurinn helst á allan liðlangan daginn. Húðin mín er afskaplega þurr á veturna og finnst mér fátt betra en að maka á mig þykku og góðu kremi eftir heita sturtu. Í kassanum leynast fjórar gerðir af líkamskremunum frá Origins sem bera nöfnin: Comfort Mood, Smoothing Soufflé, Ginger Soufflé og Gloomaway.

Processed with VSCO with f2 preset

Comfort Mood er klassískt þykkt krem með vanillu ilm. Smoothing Soufflé er mitt uppáhalds en það vekur mann á morgnanna með ferskri blöndu af ilmkjarnaolíum eins og spearmint, piparmyntu, appelsínu og rósmarín. Ginger Soufflé er fyrir þá sem elska ilm af engifer en lyktin af þessu er áberandi og helst á allan daginn bæði djúp og ómótstæðileg. Síðast en ekki síst inniheldur kassinn Gloomaway (ekki myndað) sem er mjög frísklegur ilmur sem er blanda af greip, sætri appelsínu og myntu.  Eins og þið sjáið eru pakkningarnar í flottri stærð til að prófa og í raun örugglega alveg nóg af kremi fyrir suma. Dugar örugglega allan veturinn ef ekki langt fram á vor. Það er gaman að prófa mismunandi ilmi og sjá hvernig þeir hafa áhrif á mann. Origins vörurnar innihalda allar ilmkjarnaolíur og eru framleiddar án parabena, súlfata og phthalata. Umbúðirnar eru mjög þægilegar svona litlar og það fer ekkert fyrir því að geyma eina dollu í t.d. æfingatöskunni.  Svo tala ég ekki um hvað þær eru sætar svona staflaðar upp á snyrtiborðinu.

Endilega kíkið við og skoðið úrvalið á Origins en nú fást vörurnar bæði í Hagkaup Smáralind og Lyf & Heilsu Kringlunni.
Kassinn er á um það bil 9.400 kr en samtals fær maður 360 ml af kremi.

Save

Comments

 1. Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg
  November 9, 2016 / 15:05

  Skemmtileg færsla um vörur sem mig langar svooo að fá að prófa <3

 2. Ragna
  November 9, 2016 / 15:41

  Já takk, flottur gjafakassi. Væri gaman að vinna 🙂

 3. Elva
  November 9, 2016 / 19:30

  Guð þetta yrði æði að vinna ?Takk Þórunn fyrir frabært snapp og blogg

 4. Hlín
  November 9, 2016 / 20:24

  Já takk það væri snilld 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?