ON ITS WAY: PAISLEY NECK TIE BLOUSE


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/on-its-way-paisley-neck-tie-blouse/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Flíkina keypti ég mér sjálf // Fæst hér

ON ITS WAY: PAISLEY NECK TIE BLOUSE

Hvar ég á að byrja? Ég rakst á þessa gullfallegu skyrtu inn á & Other Stories í gær en hún er partur af nýrri línu merkisins. Ég á fullkomnar buxur til að nota hana við sem eru mjög svipaðar og þessar sem módelið klæðist nema einlitar svartar. Þetta er kannski ekki alveg mynstrið eða litirnir sem ég er vön að kaupa en ég hef hugsað mér að nota hana við eitt sérstakt tilefni sem kemur í ljós síðar. Eins og þið hafið tekið eftir er & Other Stories ein af mínum uppáhalds verslunum en allar flíkurnar eru örlítið sérstakar, vandaðar og fyrst og fremst fallegar. Ég finn mér alltaf eitthvað í búðinni og sit hér í þessum töluðu orðum í öllu frá versluninni. Verslunin er í eigu H&M og eru fötin á góðu verði. Andrúmsloftið í verlsunum er æðislegt og leita ég þær uppi þegar ég er stödd erlendis. Mér finnst gaman að kaupa mér eitthvað þar sem hjálpar mér að fara örlítið út fyrir kassann og hlakka ég til að sýna ykkur þessa þegar ég fæ hana enda fullkomin fyrir haustið.

Skyrtuna færðu hér – & Other Stories er staðsett í flestum stórborgum í Evrópu og örfáum stöðum í USA.

Save

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?