NEW IN SKINCARE 2015


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/new-in-skincare-2015/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

partwwo

NEW IN SKINCARE 2015

Jii ég titra bara að spenningi fyrir komandi ári og hlakka til að segja ykkur frá enn fleiri nýjungum í snyrtivöruheiminum. Ég er búin að gjörsamlega liggja yfir allskonar síðum til að komast að hvaða vörur mér finnst lang mest spennandi fyrir komandi ár. Það er svo mikið að gerast núna að ég er eiginlega bara alveg hissa. Sum merkin eru að koma með alveg mjög margar nýjungar á meðan önnur halda sig við eina til tvær. Ég valdi og setti saman það allra besta sem mér myndi finnast gaman að prófa. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með ákveðnum tískubólum í húðumhirðu og nú snýst allt um ljómandi húð og vörur sem innihalda olíur. En það tvennt er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Á listanum er bæði vörur sem henta ungri sem og eldri húð.

1. Chanel Hydra Beauty Micro Serum – Ég er örugglega hvað spenntust fyrir þessu fallegu línu frá Chanel en í henni eru alls 9 vörur. Ég setti meira að segja tvær á listann en ég myndi alveg vilja prófa eina, tvær eða þrjár vörur úr línunni. Vörurnar færa húðinni “intense” raka á augabragði. Létt serum sem inniheldur byltingarkennda Camellia ör-dropa (micro-droplets) sem gefur húðinni raka í 24 klst.

2. Shiseido Bio-Performance Glow Revival Serum – Einstakt serum frá sem færir okkur fullkominn ljóma. Minnkar roða og eykur raka í húðinni. Líklegast snilldar vara fyrir þær sem finna fyrir litamismun í húð og vilja auka ljóma.

3. Chanel Hydra-Beauty Essence Mist – Ég stóðst ekkert mátið að segja bara eina vöru úr þessari línu á listann þar sem ég er alveg að missa vatnið hérna yfir þessari fallegu fallegu línu. Rakasprey sem veitir raka og þægilega tilfinningu. Róar húðina og inniheldur C og E vítamín ásamt hýalúrónsýru.

4.Estée Lauder Resilience Lift – Olía í virkilega fallegum umbúðum frá Estée Lauder. Allar vörur sem innihalda olíu selja sig sjálfar hjá mér og á þessi að veita húðinni raka og vinnur gegn þreytumerkjum. Næringarrík blanda sem færir húðinni yngir útlit húðarinnar.

5.Clinique Foaming Sonic Facial Soap – Clinique hefur komið með á markað glænýjan húðhreinsi sem passar vel með húðhreinsiburstanum. Ég er búin að nota minn hreinsi mjög mikið eftir að ég eignaðist hann svo það væri gaman að prófa þann sem er sérhannaður með húðhreinsibursta. Hreinsirinn er olíulaus og á að freyða mjög vel.

6. Yves Saint Laurent Or Rouge Oil – Meiri olía! jeij! Auðvitað kemur uppáhalds merkið mitt með á markað yndislega olíu. Sérfræðingar merkins notuðu Saffron þykkni með mikið af náttúrulegum olíum til að búa til þessa einstöku olíu sem nærir þurra og mjög þurra húð strax. Húðin verður jafnari og ljómandi.

7. Estée Lauder Revitalizing Supreme Global Anti-Aging Mask Boost – Við elskum allar dekur maska. En þessi nýji maski frá Estée Lauder er hannaður með IntuiGen tækni sem vinnur gegn þreytu, eykur heilbrigt útlit og ljóma. Maskinn er framleiddur án aukaefna og hlakka ég mikið til að prófa þennan. Til að fá flotta útkomu mælir merkið með að nota vöru nr. 9 á listanum með.

8. Garnier Ultra Lift Miracle Sleeping Cream – Eins og ég haf áður sagt ykkur frá þá endurnýjar húðin sig tvisvar sinnum hraðar á nóttunni en á daginn og þess vegna er mikilvægt að næra hana vel áður en farið er að sofa. Garnier hefur þróað skemmtilega línu sem inniheldur andlits og augnkrem sem vinnur gegn þreytueinkennum sem koma þegar við fáum ekki nægan svefn. Kremið er í raun eins og næturmaski sem þú setur á þig fyrir svefninn sem inniheldur Lavender olíu og eykur frumuendurnýjun.

9. Estée Lauder Revitalizing Supreme Global Anti-Aging Cream – Fyrsta krem sinnar tegundar með byltingarkenndri IntuiGen tækni sem þekkir þarfir húðarinnar. Kremið vinnur gegn öldrun og í ljós kemur unglegra útlit húðarinnar.

10. Clarins Shaping Facial Lift Total V Contouring Serum – Uppáhalds serum-ið mitt er frá Clarins og mun ég fjalla um það fyrr en síðar í langri og greinargóðri færslu. Markið er í lúmskt uppáhalds því allt sem ég prófa frá því er það besta sem ég veit. Hvernig ætti þá enn önnur varan frá þeim að klikka? Þetta serum vinnur gegn bólgum og öðru sem kemur vegna t.d. lélegs matarræðis eða t.d. óþols eins og ég er með. Lyftir kjálkalínunni og endurnýjar útlínum andlitsins.

11. Clinique Repairwear Intensive Night Cream – Einstakt næturkrem fyrir extra þurra húð. Veitir henni raka um leið og vinnur alla nóttina. Endurnýjar kollagen framleiðslu húðarinnar og veitir henni vernd í 24 klst.

12. La Mer Face and Body Gradual Tan – okay kannski vara sem enginn lifandi manneskja á efni á kaupa sér fyrir utan Kim K eða eitthvað. En samt sem áður gaman að sjá að La Mer sé kominn inn á lúxus sjálfbrúnkumarkaðinn og myndi ég alveg selja eitt líffæri eða svo til að prófa þetta. Ég er þó ekki viss um að ég myndi tíma að maka þessu á allan líkamann en liturinn getur ekki verið annað en guðdómlegur.

13. Lancôme Visionnaire – Lancôme hefur endurbætt Visionnaire línunna sem er ein mín uppáhalds lína. Vörurnar eru eiginlega þannig að ef ég hætti að nota þær gleymi ég hvað var svo gott en um leið og ég nota aftur skil ég ekkert í mér að hafa nokkurn tímann hætt. Nú er Visionnaire orðinn fastur liður á hverju kvöldi og elska ég muninn sem ég sé á húðinni minni um leið. Hlakka til að prófa endurbættu útgáfuna.

Ooops, þessi færsla varð alltof löng og örugglega bara alveg-inn-að-beini bjútíperrar sem lesa hana alla. Þar sem mér finnst svo gaman að lesa svona fréttir ákvað ég að gera enn fleiri svona pistla um nýjungar enda á það vel við í byrjun árs. Nú er bara að fara að fjalla um og segja ykkur hvað mér finnst um vörurnar en við Íslendingarnir þurfum kannski að bíða í dagóðan tíma eftir að þær verða fáanlegar en ég mun sko láta ykkur vita um leið.
Untitled-1

Comments

  1. Heiðrún
    January 20, 2015 / 20:32

    En flott 🙂 væri svo tilí hettupeysuna og hvíta bolinn 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?