NEW IN: SENSAI


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/new-in-sensai/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

sensai1sensai2
Fór í ótrúlega skemmtilega húðgreiningu hjá stelpunum í Sensai á fimmtudaginn. Húðin var greind með sérstökum tækjum til að sjá stöðu raka, öldurnar, magn dauðra húðfrumna og t.d. stærð svitnaholna. Mæli með því að þú drífir þig um helgina og fáir húðgreiningu og ráðgjöf við að velja það sem hentar þinni húðgerð. Ég fer allavega mjög sátt inn í febrúarmánuð.

Í húðgreiningunni kom rakastig húðarinnar minnar og stærð svitaholna ekki alveg nógu vel út. Annars kom þetta nokkuð vel út að mestu leiti en nokkur atriði sem ég þarf að taka í gegn. Sensai stelpurnar mæltu með vörum fyrir mig sem eru úr Seinsai Silk línunni til að vinna á raka og til að minnka svitaholurnar. Þá sérstaklega Sensai Silk Softening Lotion (Moist) til að bera á andlitið eftir að ég er búin að þrífa það og Sensai Silk Emulsion (Moist) til að bera á á eftir því. Þetta ætti ég að gera bæði kvölds og morgna eftir að ég þríf húðina. Vörurnar í línunni koma í 2-3 “rakastigum” og ætti Moist að henta mér vel því að maður vill ekki setja of mikinn raka þegar svitaholurnar eru stórar, það er einnig til Super Moist fyrir þær sem eru í vandræðum með alltof þurra húð.

Sensai Silk Softening Lotion (Moist) – er rakagefandi andlitsvatn sem fyllir húðina af raka til að sporna gegn skaðlegum áhrifum og undirbúa hana fyrir síðari húðmeðferðir. Sérhannað til að veita mjúka og rakanærða húð.

Sensai Silk Emulsion (Moist) – er rakakrem sem fer á augabragði inn í húðina og veitir henni hraustlegan ljóma og mýkt. Sér hannað fyrir venjulega og þurra húð.

Á morgnanna þegar ég er búin að þrífa húðina og bera á mig bæði kremin þá er komið að því að farða sig fyrir daginn. Það að veita húðinni nægan raka fyrir andlitsförðun hjálpar til að vernda húðina og viðhalda fegurð hennar allan daginn og nær fram heilbrigðri og náttúrulegri geislun. Nægur raki í húð veitir fallegri litarhátt og áferð á farða.

Mig hefur lengi langað til að prófa Fluid Finish farðann og mæltu stelpurnar með lit 203 fyrir mig. Ég er búin að prófa hann með Real Techniques burstanum mínum og finnst koma mjög flott áferð. Farðinn veitir raka allan daginn en áður en ég set hann á er mikilvægt að fá smá lit á húðina og það fæ ég með því að nota Bronzing Gel-ið sem þið þekkið eflaust margar. Ég er ótrúlega hrifin af þessari leið til að fá smá lit í andlitið. Og verð að viðurkenna að þetta er í fyrsta skipti sem ég prófa þessa vöru þó að ég hafi heyrt miljón frábæra hluti um hana- finn á mér að þetta verði í miklu uppáhaldi. Til að loka farðanum finnst mér algjör snilld að nota Total Finish púðurfarðann í sama lit og meikið sem gefur þetta “flawless og airbrushed” lúkk sem að ég dýrka.

Svo að lokum nældi ég mér í svartasta svarta Eyeliner Pencil sem ég hef fundið lengi- blautur eyeliner með flottum mjóum pensli. Þar sem ég er ekki alveg sú besta í að setja á mig eyeliner að gott að burstinn sé þægilegur og finnst ekkert mál að nota þennan til að setja á mig eyeliner.
Skelltu þér út í næstu Hagkaups verslun og nældu þér í Sensai vörur á 25% afslætti og í húðgreiningu í Hagkaup Kringlunni um helgina.

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?