NEW IN: PILEA PENINGAPLANTA


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/new-in-pilea-kinversk-peningaplanta/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

NEW IN: PILEA PENINGAPLANTA

Þið gerið ykkur örugglega ekki grein fyrir því hversu hátt ég hoppaði þegar ég rakst á þessa fallegu peningaplöntu í Blómaval í dag. Það er sjaldgæft að rekast á peningaplöntur en ég var búin að lesa mér til um að þær færu yfirleitt á milli manna sem afleggjarar og sé sjaldan fáanlegar í hefðbundnum plöntuverslunum. Þessi var á borði í Blómaval ásamt fullt af monsterum og var ég ekki lengi að grípa hana. Ég var nýkomin úr Epal að kaupa mér þennan HAY pott sem var ætlaður undir aðra plöntu. Ég þarf víst að gera mér aðra ferð til að kaupa annan pott því peningaplantan var ekki lengi ofan í hann. Ég elska að hafa grænt í kringum mig og er í skýjunum með hana. Næst ætla ég að kaupa mér fallega monsteru. Ég vildi óska þess að ég væri með sólbekki eða gluggakistur en íbúðin skartar nefnilega engri slíkri svo ég hef ekki mikið umfram pláss fyrir allar plönturnar sem mig langar í. Ég er með grænt allstaðar og ef ég mætti ráða væri helmingi meira. Neðst í pottinn setti ég vikur-steina og síðan mold vegna þess að það er ekki gat á pottinum svo passið ykkur ef að þið kaupið eins. Ég hlakka til að mín fari að færa mér erfingja en peningaplantan er fljót að fjölga sér. Glöggir lesendur sjá hvað Tom Ford bókin mín er veðruð en þessi elska er orðin 11 ára gömul – mér finnst það gera hana eitthvað svo sjarmerandi.

Peningaplöntuna fékk ég í Blómaval Skútuvogi – Potturinn er frá HAY og fæst í Epal

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?