NEW IN: BOLIA SAGA ARMCHAIR


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/new-in-bolia-saga-armchair/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

NEW IN: BOLIA SAGA ARMCHAIR

Fyrst langar mig aðeins að afsaka fjarveru mína síðustu vikur en margt hefur drifið á daga mína en núna er ég stútfullt af orku og langaði að sýna ykkur nýjustu kaupin. Fyrir þó nokkru síðan tók ég þá ákvörðun á sérpanta mér hægindastól í sólstofuna. Mig dreymdi um að eignast fallega mublu þar inn en rýmið var lítið notað eins og það var áður en þar sem ekki var hægt að setjast niður og njóta þess. Ég var búin að skoða marga hægindastóla og litla sófa en komst síðan að því að það væri líklegast hentugast að kaupa góðan hægindastóll til að sitja í og sötra kaffi í á morgnanna eða rugga óværu ungbarni í svefn og gefa brjóst. Ég var heltekin af Saga hægindastólnum frá Bolia sem fékkst í Snúrunni og ákvað að panta mér 1 + skemtil úr fallegu dökkgráu velúr efni. Bolia er danskt hágæða húsgagnavörumerki sem býður upp á tímalausa hönnun. Núna verður sólstofan miklu meira notuð og beint fyrir framan mig blasir útsýnið. Núna er hægt að segja að ég sé loksins búin að innrétta sólstofuna en þetta skemmtilega rými hefur komið mér svo mikið á óvart og hvað það er gaman að gera það fínt. Það er hægt að sérpanta sér Saga hægindastólinn í Snúrunni í trilljón útgáfum og mæli ég með að kíkja til þeirra og koma við efnisprufurnar. Ég ákvað að taka hann í mjúka velúrefninu Velva og í litnum Dark Gray en hægt er að skoða ótal útfærslur á Bolia.com hér. Ég er í skýjunum með nýjustu kaupin en þessi mubla mun fylgja mér um ókomna tíð.

Bolia Saga Hægindastóll fæst í Snúrunni // Bolia Saga Skemill fæst í Snúrunni // Púðinn fæst einnig í Snúrunni

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?