MY BEAUTY RESOLUTIONS FOR 2018


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/my-beauty-resolutions-for-2018/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

MY BEAUTY RESOLUTIONS FOR 2018

Það hafa allir gott af því að strengja sér áramótaheit. Bara eitthvað til að gefa sjálfum sér smá spark í rassinn varðandi lífsstíl og heilsu. Í þessari færslu ætla ég að segja ykkur frá því hvernig ég hugsa um heilsu, húðina og líkama minn yfir árið og hvernig ég ætla að gera betur. Það er nefnilega alltaf hægt að gera betur. Þessi færsla getur verið einskonar markmið fyrir okkur öll til þess að hugsa betur um okkur. Það er nefnilega svolítið skrítið nefnilega en því betur sem ég hugsa um húð, hár og líkama því betur líður mér. Þó það hljómi jafnvel yfirborðskennt en þá líður mér alltaf best þegar ég er besta útgáfan af mér og ég held að mörgum líði eins. Markmiðin þurfa ekki að vera flókin og yfirleitt er lang best að taka lítil skref í átt að stærri markmiðum.

HÚÐDEKUR

Eins og þið vitið nýt ég þess að hugsa vel um húðina og vantar ekkert upp á hjá mér í þeirri deild en það er ekki allir á sömu blaðsíðu og ég í þeim efnum. Auðveldast er að byrja að setja sér minni markmið og getur jafnvel það fyrsta verið að lofa að þrífa af sér farða á hverju einasta kvöldi og taka eitt skref í einu. Bæta síðan andlitshreinsi og maska við einu sinni í viku. Ég hreinsa húðina mína bæði bæði kvölds og morgna og tileinka húðinni sunnudagskvöld (nú eða hvaða dag sem hentar þér). Mér finnst gott að byrja vikuna á því að líða vel í húðinni og dekra við hana yfir góðri bíómynd á sunnudagskvöldum. Slær tvær flugur í einu höggi og líður líka vel í sálinni og tryggjum extra hvíld fyrir komandi vinnuviku. Þessi kvöld eru tilvalin til að finna út úr því hvað hentar þinni húð best en allra best er að vita sirka hvernig húðgerð þú ert með. Ég mæli með vikulegri hreinsun ásamt góðum rakamaska eftir á sem nærir og lagfærir. Þú getur lesið allt um húðrútínuna mína hér.

VATN

Það allra besta sem þú getur gert fyrir líkama og sál er að drekka vatn. Ég er með eina fallega flösku eða brúsa sem ég nota einungis fyrir ískalt vatn. Það hjálpar mér alveg að flaskan sé flott og ferðast hún með mér hvert sem ég fer. Ég reyni að drekka um tvo brúsa aukalega við annað sem ég drekk yfir daginn. Þá tryggi ég það að ég sé að fá að minnsta kosti 1 L af hreinu íslensku vatni á dag og til víðbótar er það sem ég drekk í ræktinni, með mat og annað. Uppáhalds flaskan mín undir vatn er BKR brúsinn minn en hann er úr gleri og er því mun umhverfisvænni en aðrir brúsar. Þær eru úr 100% endurvinnanlegum efnum og án BPA og phtalate. Flaskan sjálf er úr gleri en hylkið úr sílikoni sem ver hana fyrir hnjaski. Fæst hér.

LÍKAMI & SÁL

Á þessu ári hef ég verið virkilega dugleg að sækja mér utanaðkomandi þjónustu eins og að fara í nudd, litun og plokkun og markmið ársins 2018 er að fara tvisvar á ári í fótsnyrtingu. Ég geng mikið á hælum vegna vinnunnar og tekur það toll á fótunum. Um leið og ég er búin að skrifa þessa færslu ætla ég að bóka minn fyrsta tíma í fótsnyrtingu. Ég hef verið dugleg að hugsa um fæturnar heima fyrir en finn að það þarf sérfræðing af og til. Þegar álagið er mikið finnst mér ekkert betra en að skella mér í heilnudd og tek ég yfirleitt heilan eða hálfan dag þar sem ég nýt mín í heilsulind. Dúlla mér við að fara í mismunandi gufur og potta. Það hafa allir gott af því að njóta og kúpla sig útúr hversdagslífinu. Þess á milli finnst mér ótrúlega gott að mæta í heitan yoga tíma einu sinni í viku. Eftir tímann er ég fullkomnlega endurnærð og tilbúin að tækla næstu verkefni.

Þessi markmið er nú ekkert stórvægileg og ættu allir að geta sett sér eins eða svipuð til að hugsa betur um líkama og sál.

 

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?