MAP MY RUN


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/map-my-run/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Screen Shot 2015-05-18 at 6.58.04 PM

MAP MY RUN

Síðan fyrir langa langa löngu sótti ég mér appið Map My Run og hef ég notað það í mörg ár núna. Kílómetra fjöldinn hefur safnast upp bæði í göngum og hlaupum. Til þess að halda mér og team VILA við efnið erum við allar að nota sama appið og pípir síminn þegar þær klára að hlaupa. Ég er að segja ykkur það að það er eitt það mest hvetjandi. Þegar síminn pípir stanslaust getur maður ekki annað en reimað á sig skóna. Langaði að segja ykkur frá því hvað ég er oft að hlaupa, hvar og hve langt ég hleyp. Ég reyni að halda meðalhraðanum alltaf undir 6 mín/km og helst eitthvað í kringum fimm. Ég er að hlaupa frekar erfiða leið hérna í Grafarvoginum þar sem meirihlutinn er upp í móti eða mjög bratt niður í móti en maður æfist bara við það. Núna getiði kíkt við í kaffi þar sem ég er basicly búin að sýna öllum hvar ég á heima, en hvað með það!  Í appið skráði ég meira að segja inn glænýju hlaupaskóna mína sem ég er í skýjunum með og sé hvað ég er búin að hlaupa langt á þeim.

Screen Shot 2015-05-18 at 6.43.26 PM

Við fengum heimavinnu fyrstu 4-6 vikurnar hjá Birki í þjálfun en það var til dæmis fyrir mig að hlaupa 2x 5 km á viku. Mér fannst það full mikið fyrst og var bara að taka 3 km og jafnvel þá oftar en bara tvisvar í viku. Núna er stefnan tekin á að taka 5 km tvisvar sinnum í viku. Ég opnaði appið í tölvunni og langar til dæmis að sýna ykkur hvernig maí mánuður er búinn að vera hjá mér. Svona held ég síðan bara ótrauð áfram og smátt og smátt bæti ég við vegalengdina. Fyrsta júní langar mig ógeðslega mikið að hlaupa mína fyrstu 10 km í einni bunu.

MARKMIÐ MAÍ:

Hlaupa 50 km!

Ath. að ég hef aldrei hlaupið meira en 10 km á heilu ári áður!

Endilega sækið appið Map My Run og fylgið mér en þar finnið þig mig undir
nafninu Thorunn Ivars eins og allstaðar annarstaðar og hlaupum saman í sumar!
Untitled-11

Comments

 1. Rut
  May 18, 2015 / 20:16

  ég kem með 1. Júní 🙂 tökum Elliðarárdalshringinn 🙂

  Btw þá er sjúklega stutt í 50 km 🙂

  • May 18, 2015 / 20:19

   Ó já! það sem ég er til!!

   Já bara þrjú 5 km hlaup og eitt stutt..eða mörg stutt 😉 haha

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?