LANCÔME CILS TINS


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/lancome-cils-tins/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

cilstint
Ef þú ert virkur blogglesandi þá ertu löngu búin að frétta af þessari nýjung frá Lancôme. Cils Tint er maskari sem þú þarft ekki að þrífa af í 3 daga. Ég er búin að eiga minn í þó nokkurn tíma og er þessi maskari algjör snilld. Hann er bara litur- ekki ætlaður til að lengja, þykkja eða neitt annað. Ég er ekki ein af þeim sem getur skilið snyrtibudduna eftir heima þegar ég fer út úr bænum en þó er ég í þeim hópi fólks sem æfir rosalega mikið og oft á miðjum degi. Mér finnst eiginlega ekkert leiðinlegra en að setja á mig maskara svo þetta sparar mér alveg 1-2 skipti. Hann fer því ekki af þótt að ég hreinsi húðina með farðahreinsi (þó ekki olíu). Maskarinn er snilld fyrir komandi helgi og ef þú stundar mikla útivist eða ert einfaldlega leitingi eins og ég sem nennir ekki að setja á þig maskara.

Processed with VSCOcam with f2 preset
Cils Tint er fyrsti hálf-varanlegi maskarinn á markaðnum sem eykur lit þinna eigin a
ugnhára (svartur í þessu tilfelli). Cils Tint maskarinn er vatnsheldur og smitast ekki. Formúlan er án vaxs sem leyfir augnhárunum að halda í sýnu náttúrulegu eiginleika (verða ekki stíf eða hörð).
Á meðan formúlan er á augnhárunum veitir hún augnhárunum vernd með yndislegri rósa olíu. 
Það er einungis hægt að fjarlægja maskarann af með olíu augnfarðahreinsi, sem ég mæli líka með að hafa með hendina þegar þú setur hann á því ef það fer smá út fyrir þá festist hann gjörsamlega. En fer auðveldlega af með olíu augnfarðahreinsi og eyrnapinna. Ég mæli einnig með því að setja bara þunnt lag af maskaranum því það getur allt farið í steik ef þú reynir að nota hann til að þykkja augnhárin mikið. Ég er ekkert alveg nógu góð í að mynda mín eigin augu þar sem ég er alveg staurblind án gleraugnanna. Því tók ég bara mynd af mér að setja maskarann á- náði þó mynd þar sem einungis maskaragreiðan var í fókus! En þið fyrirgefið mér myndleysið.

ps. fyrir mér er Cils Tint algjör snilld bæði vegna þess hve lengi hann endist og vegna þess að ég er lituð alveg kolsvarthærð og stundum kemst ég ekki alveg strax í litun. Ég prófaði að setja smá af maskaranum í rótina og voila! var alveg eins og ný. Smá varatrikk fyrir okkur svarthærðu sem erum alltaf að díla við rót (mæli með því samt bara eina kvöldstund).

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?