KVÖLD RÚTÍNAN: RAUÐRUNNATE


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/kvold-rutinan-raudrunnate/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

raudrunnatee

KVÖLD RÚTÍNAN: RAUÐRUNNATE

Ef að þið fylgist vel með mér á Snapchat (thorunnivars) þá vitið þið að ég er búin að vera með æði fyrir sjóðandi heitum rauðrunnatebolla á kvöldin áður en ég fer að sofa. Fyrir um það bil tveimur vikum hafði ég aldrei heyrt áður um svokölluð rauðrunnate en núna er ég komin með algjört æði. Rauðrunnate kemur frá Suður-Afríku og drekkur maður það seint á kvöldin áður en maður fer að sofa og er það mjög milt á bragðið. Rauðrunnate innihalda mikið af steinefnum, magnesíum, kalíum og natríum. Te-ið er einnig próteinríkt, jarnríkt og ríkt af C-vítamín og er þess vegna mjög gott fyrir járnbúskapinn. Mér þykir rauðrunnate mjög róandi þar sem það er alveg koffínlaust. Alveg eins og grænt te er það stútfullt af andoxunarefnum sem vernda frumur líkamans fyrir skemmdum og sjúkdómum. Ég er himinlifandi með þessa nýju viðbót í lífið þar sem ég sef svo einstaklega vel af þessari snilld. Ég fékk að gjöf rauðrunnate frá Te & Kaffi um daginn og blanda ég það sjálf í lítinn sætan ketil sem ég á og drekk úr yndislegum múmínbolla sem gerir allt betra. Næst ætla ég að kaupa mér þetta hér að ofan með mangó og jarðarberjarbitum. Ef þið eigið ekki teketil með tesíu þá er hægt að kaupa tepoka til að setja í sjálfur í verslunum Te & Kaffi.

Untitled-11
Te-ið fékk ég að gjöf sem sýnishorn frá Te & Kaffi en það endurspeglar ekki skoðun mína á vörunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?