INSPIRED BY WOMEN


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/inspired-by-women/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

 Í dag langar mig að fjalla um frábærð herferð á vegum Moroccanoil fyrirtækisins. Herferð sem snertir mig mjög og eftir að hafa horft á stuttmyndirnar úr herferðinni láku tár niður kinnarnar mínar. Í mínu lífi hafa margar konur haft áhrif á mig. Bæði vegna þess að þær vinna við hluti sem þær hafa áhuga á, fylgja hjartanu og hjálpa öðrum. Konur sem hafa áhrif, hafa áhrif á mig. Ég trúi því að sérhver kona, hvort sem það er ég eða þú getum haft áhrif og getum breytt heiminum.

Ég hef alltaf haft það að hliðsjónum í lífinu að hafa áhrif, hvernig sem ég ætla að útfæra það. Í kringum mig eru sterkar og flottar konur sem hafa verið brautryðjendur á sínu sviði og til dæmis er það amma mín og nafna mín sem ber fálkaorðuna fyrir vel unnin störf innan geðheilbrigðisgeirans og móðir mín sem hjálpar mæðrum með nýfædd börn sín. Konur sem miðla þekkingu sinni, reynslu og gera hlutina af lífi og sál.

INSPIRED BY WOMEN

Moroccanoil setti af stað nýja markaðsherferð sem ber heitið INSPIRED BY WOMEN. Herferðin fór af stað í september síðastliðnum og er ætlað að veita konum um allan heim innblástur og fagna kvenleikanum. Hjarta herferðarinnar er stuttmyndasérían INSPIRED eftir kvikmyndagerðakonuna Bryce Dallas Howard. Breska ofurfyrirsætan og leikkonan Rose Huntington-Whitely er andlit herferðarinnar. Konurnar í stuttmyndaseríunni eru fimm talsins og fjallar hver og ein um eina magnaða konu sem fundu þörfina og kraftinn til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og þar á meðan allan heiminn.

Mig langar að segja ykkur frá einni konu, Chrissy Beckles en hún er boxari í New York og berst fyrir því að bjarga misnotuðum dýrum. Chrissy setti af stað verkefnið The Sato project sem er ætlað til að bjarga yfirgefnum hundum á strönd Puerto Rico sem hefur nafnið ,,Dead Dog Beach” eða strönd dauðu hundanna. Þessi mynd snerti mig hvað mest þar sem hundar ráða ekki örlögum sínum og að eigendur hendi þeim á þessa strönd einungis til að rotna niður og deyja. Chrissy hefur bjargað yfir 1000 hundum og berst í hringnum til að safna fyrir ferðum til að bjarga þeim. Endilega horfið á myndbandið hér efst.

“I fight so the dogs of Puerto Rico don´t have to” Chrissy Beckles

moroccanoil

Mig langar að deila þessari herferð og langar því að færa lesendum fallegan gjafakassa frá mér og Moroccanoil í jólagjöf. Til að taka þátt þarftu að skilja eftir komment hér fyrir neðan og segja hvað veitir þér innblástur og hvaða kvenna þú lítur upp til. Kassinn inniheldur Volume sjampó og hárnæringu, rakamaska og létta hárolíu.

Mig langar að hafa áhrif, hvað með þig?
Vinningshafarnir í leiknum eru Signý Eva og Berglind Hermannsdóttir
Untitled-1

Comments

 1. November 26, 2014 / 16:26

  Flott færsla, væri alveg til í svona pakka 🙂
  En þær konur sem ég lýt upp til er að sjálfsögðu mamma, svo á ég 2 velvaldar frænkur sem ég lýt mikið upp til. Ég held að þessi bloggfærsla sé að veita mér innblástur akkurat núna í að koma mér í ritgerðarskrif og reyna klára þessa önn með stæl. 😛

 2. Gabriela Líf Sigurðardóttir
  November 26, 2014 / 16:27

  Það sem hefur mest áhrif á mig í lífinu er að sjá fólk allstaðar að sigrast á hinum ýmsu hindrunum sem þau mæta.
  Sú kona sem ég lít allra mest upp til er hún móðir mín, hún styður mig, hvetur mig og er alltaf til staðar. Hörkukona!

 3. ásta hemanns
  November 26, 2014 / 16:28

  sem tvöföld hundamamma fór ég að háskæla við að horfa á myndbandið! íslendingar þurfa klárlega að koma sér upp athvarfi fyrir misnotaða og yfirgefna hunda (vonandi eru þeir samt engin hérna á íslandi).
  sem nýbökuð móðir í fyrsta sinn verður mamma mín alltaf meiri og meiri fyrirmynd í mínu lífi með móttóið að vera alltaf glöð yfir því sem hún hefur og fólkið í kringum sig og einblínir ekki á veraldlegu gæðin. íþróttakonurnar okkar flottu og mörgu veita mér svo mikinn innblástur að lifa heilbrigðu lífi og líða vel í eigin skinni 🙂

  falleg færsla hjá þér og nauðsynleg 😀

 4. Berglind Ósk
  November 26, 2014 / 16:37

  Systir mín er sú sem veitir þér innblástur með þekkingu sinni og löngun til að deila henni svo aðrir hafi gagn og gaman af.

 5. Linda Rögnvaldsdóttir
  November 26, 2014 / 16:42

  Ekkert smá flott markaðsherferð hjá þeim! Þær konu sem ég lít hvað helst upp til er að sjálfsögðu mamma og Bryndís frænka, auk margra annarra frábærra kvenna. Þessar tvær sem ég nefni er klárlega af því þær eru sterkir einstaklingar og ekki hræddar til að taka áhættur og deila lífsreynslu sinni með öðrum.

 6. Hildur Eggerts
  November 26, 2014 / 16:54

  Eg lít upp til allra kvenna sem að standa með sjálfum sér og vinna sig upp úr erfiðum aðstæðum og nýta sína krafta til hins besta.

 7. Kristín Táhirih Þorsteinsdóttir
  November 26, 2014 / 17:04

  Fyrirmyndin mín er og verður alltaf hún mamma. Mamma er einstæð 5 barna móðir sem gefst aldrei upp.. Hún er ráðgjafi, sjúkraliði, lyfjatæknir og yoga kennari. Hún lætur ekkert stoppa sig og er besta mamma og amma í heimi 🙂

 8. Tinna Stefánsdóttir
  November 26, 2014 / 17:06

  Það eru margar konur sem að veita mér innblástur og það eru konurnar í mínu lífi. Amma, mamma, systur mínar, frænkur og svo margar fleiri. Gæti talið endalaust upp. Ég er mikil Moroccan oil aðdáandi og svona falleg gjafaaskja væri kærkomin gjöf 🙂

 9. Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir
  November 26, 2014 / 17:13

  Mamma 🙂 (og tengdamamma, amma, systir mín, frænkur mínar… allar!)
  Gæti ekki verið heppnari með konurnar í kringum mig.
  Þær eru sko allar algjörar kraftakonur sem hafa staðið með mér í gegnum svo margt.
  Mamma eignaðist mig ung og sem 2ja barna móðir þá lít ég sko upp til allra mæðra því þetta foreldrahlutverk er sko ekki alltaf dans á rósum, og ég þakka móður minni á hverjum degi fyrir að hafa alið mig upp því ef það er satt að sonur minn sé eins og ég var þá á hún orðu skilið! 🙂

  Konur eru magnaðar!! 🙂

 10. Hrafnhildur Lára
  November 26, 2014 / 18:02

  Mamma mín og systir mín veita mér mestan innblásturinn. Þær gefa mér alltaf góð ráð og styðja mig í gegnum allt, ég veit ekki hver ég væri án þeirra <3

 11. Ásdís Thelma Fanndal Torfadóttir
  November 26, 2014 / 18:04

  Ég veit að flestar velja móður sína sem fyrirmynd og er ég ein af þeim.

  Fyrirmyndin mín er móðir mín, hún hefur gengið í gegnum svo margt en alltaf staðið uppi sem sigurvegari. Faðir minn dó fyrir 15 árum og varð hún einstæð með tvö ung börn, ég fyllist af þakklæti í hvert skipti sem ég sé hana <3

  Hún veitir mér innblástur og sérstaklega eftir að ég varð sjálf móðir 🙂

 12. Guðrún Magnúsdóttir
  November 26, 2014 / 18:09

  Eins og hjá mörgum öðrum þa er móðir mín aðalfyrirmyndin mín. Hún er svo ótrúlega sterk og ákveðin. Lætur erfiðar hindranir ekki aftra sér í því að ná settu takmarki. Þegar illa gengur hjá mér þá hugsa ég alltaf um mömmu og hvernig hún myndi berjast í gegnum erfiðleikan, hún veitir mér innri styrk <3

 13. Andrea
  November 26, 2014 / 18:31

  Mamma og amma veita mér mestan innblástur ásamt Annie Mist , Katrín Tönju og öllum hinum crossfit gyðjunum 🙂

 14. Bára Sif Magnúsdóttir
  November 26, 2014 / 18:45

  Ó hvað ég væri til í svona, þessar vörur eru gjörsamlega búnar að bjarga hárinu mínu sem er frekar leiðinlegt og erfitt að eiga við en miklu betra núna 🙂
  Og ætli það sé ekki hún mamma mín sem hefur hvað mest áhrif á mig, bara af því að þetta er mamma sem veit allt (hún kom mér td inná olíuna og þá fór ég að prófa sjampóið)!

 15. Inga hermannsdottir
  November 26, 2014 / 19:07

  Væri ekkert smá mikið til í að prufa þessar vörur 🙂 allar konur og allir kallar sem láta ekkert stoppa sig í lifinu og eru goðar manneskjur hafa áhrif a mig og hjálpa mér að ná markmiðum mínum 🙂

 16. Sólveig Geirsdóttir
  November 26, 2014 / 19:10

  Frábær vakning! Mér þykja dýraverndunarsinnar hugrakkt fólkt og langar einhvern tíman að hjálpa dýrum í útrýmingahættu á einhvern hátt. En annars lít ég mest upp til mömmu minnar, ég valdi mér sama starfsframa og hún, og hef tekið eftir því síðan ég flutti að heiman hversu margt ég geri nákvæmlega eins og hún! Frábært blogg hjá þér 🙂

 17. Svanhvít Elva Einarsdóttir
  November 26, 2014 / 19:12

  Ég er afskaplega heppin með konurnar sem eru mér næstar mamma, ömmur , tengdamamma og að sjálfsögðu systir mín sm er alltaf til í að hlusta á miv þegar eitthvað bjátar á 🙂

 18. November 26, 2014 / 19:12

  Úff það eru allt of margar konur til að telja upp sem hafa áhrif á mig!!
  En mamma mín er á toppnum á listanum, hún hefur verið svo dugleg þrátt fyrir að eignast börn mjög ung að gera mikið úr lífi sínu, kláraði menntaskóla og fór í háskólanám þegar við vorum orðin unglingar. Síðan er hún aftur komin í nám núna .

 19. Björk
  November 26, 2014 / 21:38

  Frábær herferð hjá Moroccan Oil. Konurnar sem færa mér innblástur er mamma mín og systur. Mamma mín því hún er frábær kona, varð móðir 17 ára og er nú að klára stúdentinn til að komast í kennaranám, hún veitir mér innblástur til að koma mér áfram í lífinu sama hvað bjátar á. Systur mínar eru einnig mæður og annað hvort búnar með skóla eða í skóla, finnst bara svo frábært að geta það með lítil börn, geta sinnt því báðu mjög vel. Einnig finnst mér Emma Watson frábær og ekki hægt að hrósa ræðu hennar nóg! 🙂
  En að lokum þá er Moroccan Oil það eina sem virkar á hárið mitt! og ég hef prufað margt. Fráábærar vörur, ekki hægt að segja annað.
  Ps. Frábær pistill og áfram þú! 😉

 20. Sólveig Svava H
  November 26, 2014 / 21:41

  Fyrirmyndin mín, vá það er erfið spurning! Ég held að ég leiti almennt bara til missmunandi innblásturs eftir því hverju mig vantaði fyrirmynd fyrir. Annars horfi ég upp til kvenna sem mér fynnst vera jákvæðar og standa fyrir einhverju, eins og leikkonan Hayden Panettiere þar sem hún berst fyrir réttindum dýra!

 21. Hildur Rán Andrésdóttir
  November 26, 2014 / 23:34

  Hún mamma mín er mér mikill innblástur. Hún er svo hörku dugleg og alltaf til í að hjálpa öðrum 🙂

 22. Valdís
  November 26, 2014 / 23:37

  Helstu fyrirmyndir mínar eru mamma mín og systur mínar. Ólíkar fyrirmyndir en á einn eða annan hátt hef ég tileinkað mér einhvað frá þeim öllum og nýtt mér það til að gera mig að manneskjunni sem mig langar að vera.

 23. Jóhanna Smáradòttir
  November 27, 2014 / 00:36

  Bestu hárvörurnar, alveg klárlega! En ég segí eins og svo margar hérna…Ég lít mest upp til mömmu minnar og helst til einnar systur mömmu sem er eins og systir mín 🙂

 24. Svala Hrönn Sveinsdóttir
  November 27, 2014 / 01:05

  Frábær og nauðsynleg færsla!
  Ég lít mest upp til mömmu að sjálfsögðu, og stóru systur minnar, þær eru báðar frábærar og hugsa alltaf um aðra á undan sjálfum sér 🙂

 25. Bryndís
  November 27, 2014 / 01:12

  Þegar að ég var lítil þá bjó´eg á Vestjörðum, þar var hús sem að hét Dunhagi, kvennafélagið hélt samkomur sínar þar, en einnig voru haldnir þar fatamarkaðir og danstímar. Þar á vegg hékk mynd af Vigdísi Finnbogadóttur, ég leit upp til hennar og geri enn þann dag í dag. Tengdamamma mín er mín helsta fyrirmynd í dag, hún er sterk athafnakona sem að lætur ekkert stoppa sig, það er allt svo lifandi í kringum hana 🙂

 26. Vallý
  November 27, 2014 / 01:26

  Helstu fyrirmyndirnar hjá mér eru mamma, amma og systir mömmu, þetta eru konur sem hafa hvatt mig óendanlega áfram í lífinu og kennt mér svo margt. Þeim verður seint fullþakkað fyrir allt sem þær hafa fært mér hvort sem það eru veraldleg eða óveraldlega gæði. Þær eru bestar. 🙂

 27. Brynja
  November 27, 2014 / 02:22

  Fyrirmyndir mínar eru klárlega mamma og systir mín því þær hafa staðið eins og klettur við bakið á mér í gegnum súrt og sætt 🙂 Svo má ekki gleyma 8 mánaða gamalli dóttur minni sem ég lít upp til alla daga fyrir að færa mér svo mikla hamingju inn í líf mitt og að gefa mér gleði og fallegasta brosið alla morgna, sem gerir alla daga góða 🙂

 28. Ásta þorsteinsdottir
  November 27, 2014 / 03:20

  Móðir mín er klárlega mín fyrirmynd, sterkari kona og duglegri er erfitt að finna.

 29. November 27, 2014 / 07:07

  Það eru margar konur sem veita mér innblástur en mig langar að nefna Ellen Johnson Sirleaf, forseta Líberíu og handhafa friðarnóbelsins en friðarhreyfing kvenna í Líberíu sem hún leiddi voru efni b.a. ritgerðar minnar. Ótrúleg barátta þessara kvenna fyrir friði veitir mér innblástur til að hafa áhrif til friðar í heiminum <3

 30. Aðalheiður Svavarsdóttir
  November 27, 2014 / 09:22

  Mamma mín er mín helsta fyrirmynd. Hún er svo ótrúlega ljúf og góð kona sem hefur kennt mér að maður á að gera hvað sem maður getur fyrir aðra. Hún er alltaf að finna nýjar leiðir til að gleðja fólk og það veitir mér innblástur til að vilja alltaf bæta mig 🙂

  Svo dáist ég að öllu fólki í heilbrigðisgeiranum sem vinnur öll þau erfiðu störf sem er svo mikil þörf á að einhver vinni. Þess vegna finnst mér rosalega sorglegt að það þurfi að koma til þess að læknar fari í verkfall. Vona að það mál leysist sem fyrst 🙂

 31. Anna K Magnúsdóttir
  November 27, 2014 / 10:11

  Fyrirmyndin mín er klárlega systir mín. Hún hefur komist vel áfram í lífinu og er vel af guði gerð. Yndisleg manneskja í alla staði og gott að geta átt manneskju sem maður getur rætt við um heima og geima.
  Þetta sjampó er eina sjampóið sem virkar fyrir mitt skrítna hár. Væri svo til í pakka frá þér 🙂

 32. November 27, 2014 / 10:24

  Flott herferð! Ég á svo margar kvenfyrirmyndir en ætli ég verði ekki að tilnefna systur mína sem þá manneskju sem veitir mér mestan innblástur á hverjum degi. Hún er mögnuð kona. Hún er ekki bara ótrúlega fær og virt í sínu starfi innan háskólans, hún er mjög vel liðin og ég veit ekki um neinn sem ekki ber henni góða söguna í kennslu/rannsóknum. Þar fyrir utan er hún móðir 6 frábærra barna. Ég a.m.k. þekki ekki duglegri manneskju en hana, ósérhlífin, kvartar aldrei og sér vandmál aldrei sem vandamál. Hún er bara best!

  Annars lít ég upp til allra þeirra sem þora að hlusta á hjartað sitt og láta drauma sína rætast.

 33. Fanney Kristín Vésteinsdóttir
  November 27, 2014 / 10:58

  Frábær færsla !
  Sú sem kemur fyrst upp í hugann er mamma mín sem lærði til sjúkraliða eftir fertugt og starfar nú sem sjúkraliði. Fyrir henni eru allir sjúklingar jafnir og hún gengur í öll verk eins og þau séu sjálfsögð, henni tekst að láta sjúklingnum líða eins og allt sem gerist sé venjulegt og allt sé/verði í lagi.
  Hún átti börn ung og hafði fá tækifæri, en sýnir manni að það er aldrei of seint að byrja! maður á að gera það sem maður elskar og gera það sem maður getur til að það rætist:)

 34. Halla Þorsteinsdóttir
  November 27, 2014 / 11:16

  Ömmur mínar og mamma voru mínar helstu fyrirmyndir sem barn og unglingur og núna þegar þær eru ekki lengur til staðar hafa aðrar tekið við ! Konur sem eru sterkar og standa á sínu og sinna bæði börnum, búi og vinnu eins og best verður á kosið 🙂
  Munum bara að vera heilar og besta útgáfan af okkur sjálfum 🙂

 35. Sandra
  November 27, 2014 / 12:10

  Ég lít upp til mömmu minnar og fólk sem hefur komist yfir ótrúlegar hindranir í lífinu veitir mér innblástur svo og fallegar myndir af landslagi – það hvetur mig til að ferðast meira.

 36. Snædís Mjöll
  November 27, 2014 / 12:12

  Vá konurnar sem ég lýt upp til eru svo margar! En svo ég nefni nokkrar þá er það Mamma mín sem er svo óeigingjörn og gerir nákvæmlega allt svo að öðrum geti liðið vel. Ömmurnar mínar sem hafa komist í gegnum svo margt og án þess að blása úr nös. Ég lýt líka mikið upp til kennarana minna í kvennó sérstaklega Elvu og Kristínar af því að þær eru svo duglegar og ekkert smá klárar 🙂

  Þessi herferð er snilld og Morroccan eru æðislegar vörur! Takk fyrir snilldar blogg

 37. Þórunn Eva Guðbjargar Thapa
  November 27, 2014 / 19:29

  það eru margar konur sem ég lít upp til og af ólíkum ástæðum.

  í fyrsta sæti er það ég ég sjálf. Ef ég liti ekki sjálf upp til mín og sæji mig eins og ég er gæti ég ekki orðið sú sem ég er. 🙂 flott blogg hjá þér nafna 🙂

 38. Hallfríður Guðfinnsdóttir
  November 27, 2014 / 19:37

  ég dáðist alltaf af henni mömmu minni og hefði átt að segja henni það oftar !

 39. November 27, 2014 / 19:54

  Þessi færsla hittir beint í mark. Það er nefnilega svo gott og nauðsynilegt að minna sig reglulega á það hvað og hverjir veita manni innblástur og hafa jákvæð áhrif á mann.
  Sjálf hef ég allt mitt líf litið upp til elsku mömmu og þó ég hafi í raun alltaf vitað það að þá finn ég ennþá meira fyrir því eftir að hún lést fyrir um þremur vikum. Síðan þá hef ég hugsað svo mikið hversu mikil áhrif hún hafði á mig og mun gera um ókomna tíð, þó hún sé farin. Það mun ég ávallt hafa að leiðarljósi; reyna að hafa áhrif til hins betra og stimpla það varanlegt svo það muni lifa áfram eftir mína daga.
  Mamma var dásamleg kona sem ég mun alltaf líta upp til og hún verður alltaf í hjartanu mínu.

 40. November 27, 2014 / 19:59

  Ég lít upp til kvenna (og karla) sem láta drauma sína rætast, vinna að þeim og gefast ekki upp. Það sem veitir mér innblástur eru heimildarmyndir, fólk og atburðir í kringum mig..

 41. Sigrún Alda Ragnarsdóttir
  November 27, 2014 / 22:37

  Væri gaman að fá svona pakka. Ég lít mest upp til mömmu minnar heitinnar. Hún var alltaf svo dugleg og hvað þá í námi. Núna þegar að ég er byrjuð í háskólanum hugsa ég hvað mamma mín hefði gert og reyni að gera eins 🙂

 42. Sigríður Erla
  November 28, 2014 / 11:04

  Mamma mín og systur mínar eru mínar fyrirmyndir og lít ég mikið upp til þeirra.
  Besta vinkona mín veitir mér einnig mikinn innblástur, hún hefur gengið í gegnum margt á sinni stuttu ævi og minnir mig daglega á að þakka fyrir hvern dag 🙂

 43. Greta Omarsdottir
  November 28, 2014 / 12:28

  Gott að lesa færsluna þína Þórunn. Mér finnst allar konur sem standa og falla með sjálfri sér, sem elta draumana sína og láta þá rætast vera mín fyrirmynd. konur sem hafa þau skilaboð að það er allt hægt ef þú bara sækist eftir því, sama hvað á móti blæs eru mínar hetjur 🙂

 44. Arnbjörg Baldvinsdóttir
  November 28, 2014 / 16:22

  Ekkert smá flott herferð hjá þeim og einnig færslan þín 🙂

  Það eru gríðarlega margar konur sem veita mér innblástur, þá sérstaklega þær sem finna kjarkinn til að gera eitthvað í málunum eins og konurnar í myndbandinu.
  En ein sem kom strax upp í hugann er San Suu Kyi sem hefur barist nánast alla ævi sína fyrir réttindum fólks og einnig er Jane Goodall ofarlega hjá mér en hún berst fyrir velferð dýra.
  En tengdamamma mín hefur kennt mér svo margt sem ég hef og mun tileinka mér, og er hún minn helsti innblástur því hún var algjör baráttukona.

 45. Kristín Pétursdóttir
  November 29, 2014 / 18:20

  Falleg færsla og umhugsunarverð. Ó svo margar konur hafa áhrif á líf mitt og eru mér fyrirmynd í mörgu mismunandi. Ég lít upp til ömmu minnar mikið þegar kemur að lifanda lífi en svo til margra mismunandi einstaklinga þegar t.d. kemur að innblæstri varðandi tísku, leiklistog svo mörgu fleira!

 46. Salka Þórðardóttir
  November 30, 2014 / 20:38

  Mjög gott myndband! Ég lít upp til allra kvenna sem standa með sjálfum sér og bera höfuðið hátt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?