HAUSTDRESSIN – 3 HUGMYNDIR


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/haustdressin-3-hugmyndir/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

dresseitt

HAUSTDRESS #1

Um daginn var ég beðin um að sýna flíkur og annað sem væri svona alveg “must haves” að eiga fyrir haustið og ákvað þess vegna að sýna það í dressum. Þetta eru dress sem ég sæki mikið í og hlutir sem ég raða oft saman. Bæði svolítið rómantískt og eitt svolítið töffaralegra. Mér finnst órúlega gaman hvað það er mikið 70s í tísku núna og er ég nú þegar búin að næla mér í tvennar mjög 70s legar skyrtur og er þessi ljósa frá .Object ein sú fallegasta sem ég hef séð. Ég klæddist henni á laugardag í afmæli og fannst ég svaka fín. Falleg var hún við nýju rústrauðu kápuna mína og dökkbláan trefil. Ég er mikið búin að breyta um liti í fataskápnum fyrir haustið og koma brúnir, rauðleitir og beige tónar sterkt inn hjá mér og verða örugglega mjög áberandi hér á síðunni í haust.

1. Skyrta frá .Object fæst í VILA 2. ZARA Woman kápa 3. Vicommit buxur úr VILA 4. Bianco skór
5. Pieces Trefill fæst í VILA 6. Pieces blúndutoppur fæst í VILA 7. Chanel Fortissimo naglalakk

dresstvo

HAUSTDRESS #2

Þetta er mögulega svona típískt skóladress hjá mér. Rifnar gallabuxur, flatbotna þægilegir skór (vegna þess að það er svo langt á milli bygginga), leðurjakki og fallegi & Other Stories trefillinn minn. Ég er lang hrifnust af svona auðveldum og klassískum dressum og líður alltaf best svona klædd. Fallegt en hlutlaust naglalakk er eiginlega must við svona dress enda svo látlaust og fínt. Ég er alltaf á leiðini að leggja þessa skó á hilluna vegna þess að þeir eru ekki alveg tilbúnir í hvaða veður sem er en ég fer alltaf í þeim út sama hvað vegna þess að þetta eru einir af þeim þægilegust skóm sem ég á. Þeir eru alltaf lang lang flottastir við einhverja
skjannahvíta flík eins og stuttermabolinn.

1. ZARA Woman leðurjakki 2. VILA stuttermabolur með klauf 3. ZARA Woman rifnar gallabuxur
4. Dior Tribale naglalakk (kemur í sölu í október) 5. & Other Stories Trefill 6. Bianco skór

dressthrju

HAUSTDRESS #3

Eins og veðrið er nú oft hér á Íslandi er gott að eiga góða úlpu. Á meðan það er ekki of kalt og kannski bara rigning og vindur nota ég Uniqlo úlpurnar mínar óspart. Þetta er svona klassískt vont veður dress hjá mér þegar ég vil ekki að mér verði kalt en vil á sama tíma vera fín. Nýja prjónaða rúllukragapeysan mín úr VILA verður held ég sú mest notaða í vetur ásamt einni í svipuðum lit sem ég keypti mér í & Other Stories. Góð ökklastígvél og að sjálfsögðu Vicommit buxurnar góðu. Köflóttur trefill með smá bláu og gulu finnst mér flottur við peysuna og hlýlega OPI lakkið mitt sem heitir Linger Over Coffee verður oft á nöglunum í haust. Trefillinn er ekki til akkurat núna í VILA en það eru til fullt af fallegum við kósý haustdress.

1. Belti frá Pieces 2. Rúllukragapeysa frá VILA 3. Uniqlo Úlpa 4. Pieces trefill úr VILA (gamall)
5. OPI Infinite Shine Lakk litur Linger Over Coffee 6. Vicommit buxur úr VILA 7. Skór úr Bianco

Untitled-11

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?