HAUST HÚÐUMHIRÐA


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/haust-hudumhirda/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

haustiðhúðumhirða

Nú fer kuldinn að sækja að okkur um að gera að bæta við nokkrum atriðum í húðumhirðuna til að halda í rakann og fegurð sumarhúðarinnar. Mig langaði að skrifa færslu þar sem ég segi ykkur í raun frá minni húðumhirðu, af hverju ég trúi á hana og af hverju hún hentar mér. Þetta eru í raun grundvallarreglur sem ég held að skili hvaða konu sem er fallegri hreinni húð.

Ég finn að um leið og ég fer útaf laginu að allt fer í bál og brand (þá fæ ég eina eða tvær bólur, þurrk og eitthvað annað leiðinlegt). Því er mikilvægt að eiga á vörur sem bjarga manni þegar maður þarf að gera sérstakar varúðarráðstafanir. Ég geri mér aldrei grein fyrir fyrr en eftir á hvað ég hef mikið að segja um þetta málefni en á myndinni má sjá þær vörur sem ég er að nota í augnablikinu en þessi færsla er í raun ekki að fjalla um þessar akkurat vörur beinlínis heldur  eiginleika þeirra og annarra sambærilegra vara og þess vegna set ég hugmyndir af öðrum vörum sem ég hef prófað undir hvern kafla og set feitletraða linka á færslur sem ég hef skrifað um vöruna.

1. OLÍUR

Fyrst ætla ég að byrja að tala um olíur og af hverju ég lofsyng þær. Fyrst þegar ég hugsaði  um að bera olíu á húðina hugsaði ég bara um feita húð. Olíur hafa undirlagt baðherbergið mitt og nota ég olíu í andlitið til að hreinsa bæði andlit og augu, olíur í baðið, olíur á vandræðabletti, olíur á líkamann og fleira. Mig langar til að þú lesir þennan kafla með opnum hug og strikir út sambandið á milli olíu og feitrar húðar og fara svo beint út í búð og fjárfesta í einni slíkri.

Búin að því? Okay byrjum. Ég byrjaði að nota hreinsiolíur á húðina fyrir uþb. einu og hálfi ári síðan. Skellti mér bara á eitt stykki hreinsiolíu í snyrtivöruverslun. Ég set olíu í þurrann (en hreinan) lófann og nudda vel á þurrt andlitið og læt renna volgt vatn í vaskinum á meðan. Þegar ég skvetti síðan vatni á andlitið sé ég að allur farði hverfur á augabragði. Því það sem olían í raun gerir er að bræða farðann af andlitinu og hann skolast auðveldlega af. Það verða ekki eftir nokkrir blettir þar sem t.d. felari eða eitthvað aðeins þykkara en meik var. Fyrir mér eru hreinsi olíur í andlitið einhverskonar ofurhetjur og ég bara sver það að þær eiga eftir að breyta lífi þínu. Ég nota einnig olíu augnfarðahreinsa og trúðu mér, hættu að nota allt annað. Ég bleyti bómull í heitu vatni og vindi hann aðeins og set nokkra dropa af olíu á hann og nudda svo bæði augun og voila! allt farið af.

Góðar olíur sem ég hef prófað og mæli með: Sensai Silky Purifying Cleansing Oil, Make Up Store Cleansing Oil, Bobbi Brown Soothing Cleansing Oil, Make Up Store Dual Active augnfarðahreinsir, Sensai Silky Purifying Make Up Remover for Eye, Lancome All Deep Cleansing Oil

2. KREM HREINSIR

Ekki halda það í eina mínútu að þú sért búin að þrífa húðina þegar þú ert búin að taka farða af húðinni. Því aðalatriðið er eftir og undirstaða fallegrar húðar er að ná því að hreinsa húðina djúpt. Ég nota krem hreinsa sem henta mjög mörgum ólíkum húðtegundum en það hentar mér alls ekkert allt. Þeir koma úr túpunni eða pumpu hvítir að lit og verður mikið úr þeim þegar þeir komast í snertingu við vatn. En þessa hreinsa er snilld að nota með húðhreinsibursta græju sem ég ætla að tala um næst. Ég bleyti andlitið og nudda eins hreinsinum vel inn í húðina vel í kringum nef og munn þar sem óhreindini safnast og á milli augabrúnanna hjá mér. Ég skola síðan af og þerri síðan andlitið með mjúku handklæði, ekki nudda eða strjúka heldur þerra. Krem hreinsi nota ég svo líka þegar ég vakna á morgnanna áður en ég set á mig rakakrem.

Krem hreinsar sem ég hef prófað og mæli með: Sensai Silky Purifying Cream Cleanser, Bobbi Brown Rich Cream Cleanser, Chanel Mousse Confort, Lancome Milky Cream Cleanser, Clinique Rinse-Off Cream Cleanser, Ole Henriksen Aloe Vera Deep Cleanser

3. HÚÐHREINSI BURSTAR

Ég hafði aldrei prófað bursta eins og Clarisonic burstann minn áður en ég fékk hann að gjöf. En trúðu mér hann var búinn að vera á óskalistanum mörg ár í röð en það gaf mér hann aldrei. Ég hoppaði hæð mína þegar ég komst að því að hann væri á leið í sölu á Íslandi og loksins gætu íslenskar konur fengið að njóta þessarar snilldar. Ég hef notað hann bæði kvölds og morgna eiginlega upp á dag síðan ég fékk hann og er nú þegar búin að fjárfesta í nýjum bursta framan á græjuna. En eftir nokkur skipti fann ég bara hvað húðin var miklu miklu hreinni heldur en að nota hendurnar því finnst mér burstinn ómótstæðilegur í dag. Burstinn er ekki enn kominn í búðir en um leið og hann kemur ætla ég sko að sýna ykkur hvernig ég nota minn og vil ég að þið allar setjið hann efst á jólagjafalistann. Þetta er dýr græja en ef vel með hana er farið þá endist hún ár eftir ár. Það tekur þig sirka 1 mínútu að hreinsa húðina djúpt og segir burstinn þér til um hversu lengi þú átt að nudda á hvoru svæði. En þessi snýr ekki í hringi eins og ódýrari burstar á markaðinum heldur er þessi með takti sem teygir ekki húðina svo það er í raun ekki hægt að bera hann saman við aðra á markaðinum.

Clarisonic Plus húðhreinsibursti sem von er á í búðir á Íslandi innan skamms. Ég mæli alls ekki með Olay hreinsi burstanum og öðrum sem snúa húðinni í hringi og strekkja á henni þegar það er verið að hreinsa hana.

4. SERUM & KREM

Í þessari færslu ætla ég ekki að fjalla um hefðbundin rakakrem eða augnkrem heldur meira svona “specialty” serum og krem sem eru pökkuð af virkni fyrir húð sem þarf á sérstöku dekri að halda. Undanfarið hef ég verið að prófa mörg serum og krem og á endanum fer ég alltaf til baka í það sem hentar mér best. Visionnaire serum-ið frá Lancome er eitthvað sem ég mæli með við stelpur líklegast á hverjum einasta degi.  En Visionnaire inniheldur Visionnaire “LR 2412, 1″ sameind sem Lancôme hannaði. Sameindin fer í gegnum öll lög húðarinnar og stillir húðina á “sjálfsleiðréttingu”. Á yfirborðinu eyðir Visionnaire hrukkum, minnkar roða, herðir svitaholur og jafnar húðina. En vinnur líka á innstu lögum húðarinnar og endurnýjast húðin eftir að hafa orðið fyrir sólarskemmdum eða ef þú ert með ör eftir bólur. Ég nota Visionnaire eftir að ég er búin að hreinsa húðina á hverju einasta kvöldi og nota svo gott rakakrem.

Nú nýlega fékk ég að gjöf frá Dior nýtt krem úr Hydra Life línunni sem var að koma á markað sem heitir Close Up. Close Up er rakakrem sem hjálpar til við að loka svitaholunum. Ég hef örugglega miljón sinnum fjallað um hvað ég þoli ekki svitaholurnar mínar en þær eru stórar vegna þess að ég æfi mikið og er síffelt að svitna og eru þær í raun ekki feitar og kemur ekki olía úr þeim. Close Up rakakremið frá Dior hentar bæði mér og þeim sem eru með feitahúð og stórar svitaholur. Það veitir góðan raka og þarftu ekki að nota neitt annað rakakrem en á sama tíma ertu að fá meira út úr því heldur en frá hefðbundnu rakakremi.

Serum og “specialty krem” sem ég mæli með og hef prófað: Lancome Visionnaire, Dior Hydra Life Close Up, Clinique Smart Serum, Lancome Dreamtone, Ole Henriksen Truth Serum Collagen C, Elizabeth Arden Flawless Future Serum

5. HREINIR FÖRÐUNARBURSTAR

Það er virkilega sorglegt að sjá stelpur sem eru komnar með húðumhirðu alveg á hreint en gleyma svo mikilvægi þess að nota hreina förðunarbursta. Þess vegna ákvað ég að bæta þessum lið við þessa færslu þar sem það er virkilega leiðinlegt að láta lítið atriði sem þetta eyðileggja fyrir sér. Ég skrifaði langa færslu og sýndi ykkur hvernig ég hreinsa mína bursta um daginn og læt þá færslu fylgja með hér. Það safnast fyrir óhreindi og drulla í burstana með tímanum og þríf ég mína á sirka 10-12 daga fresti. Ekki gleyma svo að koddaver verða fljótt fitug og skítug ef þú ferð að sofa með óhreina húð. Við svitnum á nóttinni og er húðin að hreinsa sig. Ég skipti vikulega um koddaver (án þess þó að skipta á öllu rúmminu).

6. OLÍUR Á VANDRÆÐABLETTI

Ég á til með að þorna í kringum nef og var lengi að finna góða lausn á þessu vandamáli. Fór ekkert lítið í taugarnar á mér og var það eiginlega virkilega sárt að vera með roða og í raun sár í kringum nef. Ég prófaði allt þangað til að ég las á netinu að Lotus olían frá Clarins væri undur á svona svæði. Ég ákvað því að næla mér í hana og var í raun “amazed” þar sem roðinn var farinn daginn eftir. Enn þann dag í dag nota ég hana þegar þessi roði kemur upp aftur og stundum á fleiri bletti á andlitinu sem þurfa extra dekur. T.d. í morgun vaknaði ég með rosalegan varaþurrk og setti nokkra dropa efst á varirnar til að mýkja þær. Olían lokar opnum svitaholum, heldur raka á húðinni lengi og sléttir yfirborð húðarinnar.

Olíur á vandræðabletti sem ég mæli með og hef prófað: Clarins Lotus Oil, Josie Maran Infinity Cream, Sisley Rose Mask,

Þetta varð heldur lengri færsla en ég hafði ætlað mér en næst ætla ég að segja ykkur frá vörum sem ég hef verið að nota síðastliðna viku í kringum augnsvæðið eftir að ég fór í augnaðgerðina. En ég er enn að jafna mig svo að ég segi ykkur mjög fljótt frá þessu nýja lífi sem ég er upplifa gleraugnalaus. Allar vörurnar í þessari færslu fást í snyrtivöruverslunum og apótekum um land allt. Endilega hendið á mig línu ef þig vantar að vita um verslun nálægt þér.

Untitled-1

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?