HÁRBURSTAR 101


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/harburstar-101/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

IMG_6936

HÁRBURSTAR 101

Það er ótal gerðir hárbursta á markaðnum og allar verðum við að eiga að minnsta kosti einn. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá mína uppáhalds hárbursta. Sjálf þarf ég voðalega lítið að nota hárbursta en það þýðir ekki að ég spái ekki í því eða kaupi mér vandaðan hárbursta og eigi ekki milljón gerðir til eins og þið sjáið. Sumir burstar eru flatir, aðrir eru ætlaðir blautu hári og enn aðrir sérhæfa sig í að leysa flækjur. Undanfarið hafa bæði Wet-Brush og Tangle Teezer burstar verið það allra vinsælasta og verð ég að viðurkenna að ég var mjög sein að taka við þessu trendi. Ég er nefnilega bara mjög hliðholl stóra flata burstanum mínum en ég komst að því við gerð þessarar færslu að þeir henta lang best minni hárgerð svo ég hafði ómeðvitað valið rétt. En í dag fylgir Tangle-Teezerinn minn mér í ræktartöskunni. Ég er að að prófa burstana frá nýja hárvörumerkinu Gorgeous um þessar mundir og hlakka til að segja ykkur meira frá þeim og hárvörunum frá merkinu þegar ég er búin að kynnast því betur.

Hér fyrir neðan ætla ég að segja ykkur frá þessum helstu burstum á markaðnum en að sjálfsögðu eru til allskonar sérhæfðari burstar sem kannski þessi “everyday” kona þarf ekki á að halda. Vonandi er þetta aðstoð í frumskógi hárbursta á markaðnum og langar mig að fjalla um bursta sem eru vinsælir og ættu að henta flestum konum.  Sumir burstanna fást bæði gerðir úr plasti og keramiki og hægt er að fá bursta með náttúrulegum hárum eða plast pinnum.

harburstaroneoone

WET-BRUSH

Wet-Brush eða “Blaut-Burstinn” er með mun mýkri pinnum heldur en burstarnir sem við þekkjum. Þessir pinnar renna í gegnum hvaða hárgerð sem er og leysa úr flækjum fljótt og örugglega. Pinnarnir örva hársvörðinn og eru nógu harðir til að greiða í gegnum flækjur en á sama tíma nógu sveigjanlegir til að meiða ekki hársvörðinn. Burstann má nota á bæði blautt og þurrt hár en ég hef aldrei prófað þessa bursta en ég veit að margar konur dýrka þá.

TANGLE TEEZER

Tangle Teezer burstinn er flatur og þægilegur í hendi og er án handfangs. Burstann má nota á bæði blautt og þurrt hár og hentar einstaklega vel viðkvæmu og lituðu hári. Burstinn er mótaður eftir höfðinu og rennur auðveldlega í gegnum hárið. Burstinn er frábær fyrir þær sem slétta hárið mikið og verður það einstaklega fallegt þegar maður rennur honum i gegnum hárið eftir að maður er búinn að slétta það. Tangle Teezer er einnig frábær fyrir þær sem eru með hárlengingar.

PADDLE BURSTI

Stórir flatir burstar eru kallaðir Paddle burstar en þeir henta sléttu hári hvort sem það er sítt eða stutt. Þeir eru oftast framleiddir úr næloni og eru notaðir til að greiða hár þannig að það verði slétt. Þetta eru mínir uppáhalds burstar enda henta þér minni hárgerð mjög vel og nota ég þessa týpu lang oftast til að greiða úr hárinu mínu. Paddle burstar fást í nokkrum mismunandi gerðum bæði kassalega og sporöskjulaga. Ég á einn svona eins og sjá má á myndinni sem er með microfiber handklæði á milli pinnanna og á að þurrka hárið hraðar. Burstann fékk í USA og var það algjört grín hjá okkur mömmu að kaupa hann. Hef notað hann síðan en aldrei til þess að þurrka hárið eitthvað hraðar enda held ég að það sé ekkert að virka.

KRULLU BURSTI

Hringlaga burstar eru kallaðir krulluburstar hér á landi en þeir eru hannaðir til þess að gefa hárinu volume eða fyllingu. Stærð burstanna segir svo til um hversu miklar krullur og fyllingu hægt er að fá. Krulluburstar fást yfirleitt í þremur stærðum og henta konum sem vilja gera enn meira úr sínum náttúrulegum krullum og hjálpa konum með slétt hár að fá meiri fyllingu.

VENT BURSTI

Það eru þessir hörðu úr plasti sem hleypa lofti í gegnum sig. Mér hefur alltaf fundist þessir óþægilegir en þeir hraða “þurrktíma” hársins. Þeir eru oft framleiddir úr keramik sem hámarkar dreyfingu hita. Áferðin verður slétt og falleg og eru þessir burstar tilvaldir fyrir þykkt og krullað hár.

Heimilið mitt er í rúst sem stendur svo að þið fyrirgefið ef það er ekki alveg jafn mikið af færslum næstu tíu dagana. Það er loksins búið að smíða nýjan vegg handa mér en þá tekur við málningarvinna og að skipta um parket á allri íbúðinni. Svo skemmtilegt…eða þannig!

Untitled-1

Þessi umfjöllun er ekki kostuð. Vörur í færslunni hef ég bæði fengið sem sýnishorn og keypt sjálf.

Comments

  1. dobie
    June 20, 2015 / 14:11

    Frábært grein! Ein spurning, veistu hvað “boar bristle brush” heitir á islensku? Er einmitt að leita eftir svona bursti og finn það ekki neinstaðir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?