GLEÐILEGT NÝTT ÁR & TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/gledilegt-nytt-ar-takk-fyrir-thad-gamla/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

aramot

GLEÐILEGT NÝTT ÁR & TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA

Nú er árið 2015 á enda og langar mig að fara yfir árið með ykkur. Mig langar í trilljónasta skiptið að þakka ykkur kærlega fyrir lesninguna á árinu sem er að líða. Þegar ég lít til baka er ég ansi hamingjusöm með árið sem er líða og þær hindranir sem ég hef náð að yfirstíga. Árið hefur verið nokkuð viðburðaríkt og er ég þakklát fyrir allt í mínu lífi og þá sérstaklega fólkið mitt, Harry minn, mömmu og pabba, fjölskylduna og tengdafjölskylduna og sérstaklega vinkonur mínar sem eiga hrós skilið fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig (þið vitið nákvæmlega hverjir þið eruð), VILA vinkonur og það fólk sem ég hef fengið að kynnast hér í gegnum síðuna mína. Með þessari færslu læt ég fylgja myndir hér af síðunni frá árinu 2015 og smá textabrotum um árið sem senn er að líða. Í kvöld ætla ég að nærast á þessari súkkulaði tertu sem ég skreytti með fánum og glimmeri í tilefni dagsins.

eitt

Hjá mörgum eru jól og áramót erfið vegna veikinda og sorgar vegna ástarmissis. Áramótin hafa aldrei verið uppáhalds hátíðin mín og kvíði ég þessum degi ár hvert vegna alkahólisma náins fjölskyldumeðlims míns sem barn. Þessi dagur hefur aldrei verið góður og gæfi ég allt fyrir að fá að sleppa honum bara. Á þessum degi fyllist hugurinn af ömurlegum minningum um hræðileg áramót sem einkenndust af áfengisneyslu. Í dag hefur blaðinu verið snúið við en það getur tekið ansi mörg ár að fyrirgefa og gleyma.

Árið 2015 hefur einkennst af miklum ósýnilegum veikindum af minni hálfu sem mér finnst ég ekki hafa talað nóg um og ætla ég að skora á sjálfa mig að tala meira opinberlega um mín líkamlegu veikindi vegna þess að ég veit að það eru svo margar konur þarna úti sem glíma einnig við endómetríósu í hljóði og hafa ófáar konur bæði sem ég þekki og þekki ekki leitað til mín vegna þessa. Ég enda árið 2015 með örlita hræðslu í hjarta vegna þessa sem bíður mín árið 2016. Vegna þess að hægt og rólega finnst mér sjúkdómurinn vera að breyta lífi mínu til hins verra. Allt í einu finnst mér mun erfiðara að stunda nám og vinnu en ég verð að vera sterk fyrir sjálfa mig og ykkur vegna þess að ég veit að ég er fyrirmynd svo margra ungra stelpna þarna úti.

tvo

Árið einkenndist þó einnig af ferðalögum, gleði og góðum stundum með mínum nánustu. Í ár var ég svo ótrúlega lánsöm að fá tvær bandarískar vinkonur mínar í heimsókn til mín og fannst mér virkilega ánægjulegt að sýna þeim landið mitt sem ég er svo stollt af. Ég er hriklega ánægð með sjálfa mig að hafa í fyrsta sinn tekið þátt í Reykjavíkur Maraþoni Íslandsbanka með mínu frábæru samstarfsvinkonum sem hafa orðið stór partur af lífi mínu (þið vitið líka hverjar þið eruð og mér þykir svo óskaplega vænt um að eiga ykkur að!). Barcelona ferðin með mínum allra besta og helsta áðdáenda stendur upp úr en fórum við í okkur fyrstu utanlandsferð. Ég er svo heppin að hafa fundið ástina fyrir um það bil fimm árum síðan en leiðir okkur lágu aftur saman árið 2013 og get ég ekki sagt að ég hafi einu sinni litið til baka. Framtíðin er björt með mínum besta mér við hlið.

thrju

Þakklátust er ég fyrir foreldra mína og Harry minn sem hafa á þessu ári sýnt mér stuðning í einu og öllu. Þetta yndislega fólk er ég svo óendanlega þakklát fyrir en þau eiga auðvelt með að breyta annars dimmum degi í bjartan.

Takk fyrir yfir milljón innlit á árinu sem er að líða kæru lesendur og vinir. Ég elska stuðninginn, ástina og alúðina sem ég fæ frá ykkur fyrir að halda úti þessari blessuðu annars ómerkilegu síðu. Eftir að ég opnaði Snapchat aðganginn minn á þessu ári hafa mér borist fallegar orðsendingar daglega frá ykkur kæru lesendur og ég elska það að hér koma saman konur sem standa saman í einu og öllu. Síðan mín á fjögurra ára afmæli nú í janúar og finnst mér það ansi merkilegt að ófáar konur þarna úti hafa fylgt mér frá upphafi. 

ps. Mig langar rosalega mikið að ná í 10.000 fylgjendur á Facebook síðu bloggsins hér áður en árið er á enda!

Untitled-11

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?