GIVE A DAY – 10.APRÍL 2015


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/give-a-day-10-april-2015/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

GIVE A DAY – 10.APRÍL 2015

Þann 10. apríl síðastliðinn átti ég rosalega erfiðan dag (löng saga) en ég varð fyrir örlitlu áfalli og mætti hágrátandi í vinnuna en við tók vinnudagur sem breytti svo miklu. Ég mætti beint í fangið á Lovísu markaðsstjóra Bestseller sem er bæði gamall fjölskylduvinur og vinkona sem skipulagði þennan æðislega viðburð hér á íslandi. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem að fyrirtæki hefur gefið allan ágóða af sölu dagsins beint í góðgerðamál. Orð fá því ekki lýst hvað mikil gleði var í hjörtum okkar þennan dag og höfum við VILA stelpurnar sjaldan verið jafn þakklátar og á sama tíma meyrar fyrir að fá að taka þátt. Ég stóð vaktina í VILA Smáralind þennan dag og ég mun aldrei gleyma honum. Við slógum met í sölu þennan dag og um daginn fengum við afhent viðurkenningarskjal sem staðfesti þrautseigju og metnað VILA stelpnanna. Þar sem ég er partur af VILA teyminu stendur verslunin mér hvað næst en ég er líka ákaflega stollt af hinum verslunum Bestseller sem stóðu sig einnig frábærlega. Ég vil samt fyrst og fremst þakka þeim viðskiptavinum sem komu og lögðu okkur lið enda hefði okkur ekki tekist að ná markmiðum okkar án þeirra. Í lok dags þegar var orðið ljóst hvað safnaðist mikið féllu ófá tár í verslunum Bestseller. Mesta táraflóðið var líklegast í VILA enda eru VILA stelpur þekktar fyrir að vera miklar tilfinningaverur, haha!

give_a_day

Helmingurinn af ágóðanum rann til Krabbameinsfélagsins og nú hefur félagið notað ágóðann sem safnaðist þennan dag í að efla ráðgjafaþjónustu sem er öllum landsmönnum ómetanleg. Ég er þakklát fyrir að Lovísa markaðsstjóri Bestseller hafi hvatt mig til að klára daginn og hafa fengið að vera partur af þessum merkilega viðburði. Fyrir ofan er myndband sem ég hvet ykkur til að horfa á en þar sést allt frá undirbúningi þessa dags til loka hans. Ég er búin að horfa á myndbandið einu sinni áður og hágrét og í dag tárast ég of mikið við að skrifa þessu færslu hér.

Ahh hvað ég er stundum stollt af því að vera partur af þessu frábæra Bestseller teymi!
Untitled-11

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?