FAVORITE DRUGSTORE PRODUCTS


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/favorite-drugstore-products/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Processed with VSCO with f2 preset

Sumar vörur í þessari færslu fékk ég að gjöf aðrar keypti ég sjálf.

FAVORITE DRUGSTORE PRODUCTS

Síðustu daga hef ég nú verið ansi duglegur bloggari og það er gaman að sjá það í fjölda lesninga á ákveðnum færslum. Þá fær maður svoleiðis drifkraft aftur til að halda áfram og gera betur. Námið fékk að ganga fyrir í rúman mánuð en núna eigið þið mig skuldlaust. Mig langaði loksins að gera færslu og sýna ykkur allar mínar uppáhalds ,,drugstore” vörur eins og þær kallast. Þetta eru allt vörur í ódýrari kantinum sem ég nota mikið og sumum þeirra heft ég fjárfest í aftur og aftur.

Processed with VSCO with f2 preset

Loreal False Lash Wings Sculpt maskarinn er í mikill notkun hjá mér þessa
dagana vegna þess að mér finnst hann bæði greiða vel úr augnhárunum og
þykkja þau. Greiðan er mjög sérstök í laginu en mér finnst bæði auðveld,
þægilegt og virkilega fljótlegt að nota hana. Mæli með þessum tvímælalaust.

Ég þarf nú varla að nefna Real Techniques burstana en ég ákvað að hafa einn
af hverjum lit með inn á myndinni. Ég á ótrúlega marga frá merkinu og fýla ég
þá misvel en nokkrir eru í stanslausri notkun. Þessir eru allir úr nýju Duo Fiber
collection og nota ég alla í margvísleg verkefni. Allir burstar frá RT sem eru bleikir að lit
eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Real Techniques förðunarsvamparnir eru
mjög góður valkostur fyrir þær sem vilja ekki eyða fúlgum fjár í aðra svampa.
Mér finnst þessir örlítið stífir fyrst en svo mýkast þeir við notkun og eru
einstaklega endingargóður og gefa húðinni fallega ,,airbrushed” áferð.

Wake Me Up farðinn frá Rimmel er farði sem gefur húðinni guðdómlegan ljóma
. Ég nota þennan farða mikið dagsdaglega og þurfi ég að hrissta hann vel til þess
að þekja glasið til að taka mynd en ég er næstum því búin með hann. Ef að þú
ert að leita að farða sem gefur ljóma á góðu verði þá er þessi málið.

Gosh Foundations Drops farðinn er allt öðruvísi en Rimmel farðinn en gefur
húðinni ótrúlega fallega ,,airbushed” áferð og hef ég farið í gegnum þó nokkuð
marga svona á síðastliðnu ári. Þetta er ódýrari valkostur á dýrum þurrolíu og
serum förðum sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

Processed with VSCO with f2 preset

Maybelline Fit Me hyljarinn hefur verið í stanslausri notkun síðan hann kom til landsins
og ég á nú þegar nokkra liti. Í uppáhaldi hjá mér er litur númer 15 sem gefur virkilega
góða þekju, þurrkar ekki augnsvæðið og gefur fallegan ljóma. Þetta er uppáhalds
hyljarinn minn í augnablikinu og verða þeir allir notaðir þangað til að þeir klárast.
Klárlega hyljari sem ég mun kaupa mér aftur, aftur og aftur.

Langar bara að minna á Garnier Micellar hreinsivatnið sem ég hef notað upp á dag í eitt
og hálft ár. Þetta er endingargott og ódýrt hreinsivatn sem ég nota bæði kvölds og
morgna til að hreinsa húðina. Ef að þú átt þetta ekki nú þegar þá mæli ég með því að
þú nælir þér í það eins og skot. Ég set smá í bómul og nudda allan farð burt á
svipstundu. Mér finnst líka gott að nota það á morgnanna til að þurrka yfir augun
og fjarlægja allan maskara sem kynni að vera eftir síðan kvöldið áður.

Rimmel Moisture Renewal Sheer & Shine varalitirnir eru í uppáhaldi hjá mér en þessi
bleiki er alltaf í veskinu mínu. Þetta er eiginlega bara varasalvi sem gefur mikinn raka
og örlítinn lit. Ég nota engann spegil þegar ég ber hann á og finnst liturinn
Woke Up Like This æðislegur.

Síðast en ekki síst eru það nýju Baby Lips kinna- og varasalvarnir sem koma í fimm
skemmtilegum litum. Ég á tvo skemmtilega liti og er annar þeirra alltaf í veskinu
mínu. Gefa flottan gljáa og vörunum góðan raka.

Untitled-11

Comments

 1. Hrefna Harðardóttir
  May 9, 2016 / 22:10

  Hvar fékstu burstana? eru þeir kannski ekki komnir til landsins?
  Bestu kveðjur, Hrefna

  • May 9, 2016 / 22:12

   Jú þeir eiga nú að vera komnir í verslanir – örugglega Hagkaup 🙂

Leave a Reply to Thorunn Ivars Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?