ENCRE DE PEAU


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/encre-de-peau/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

encredepeau

ÞURROLÍU FARÐAR

Það er alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt á snyrtivörumarkaðinum og sumt stenst ég ekki að fjalla um. Ég er sérstök áhugakona um fallega húð og farða. Eins og þið hafið kannski tekið eftir. Ég hef svo mikinn áhuga á þessari færslu að fróðleikurinn bara vellur upp úr mér og því er þetta frekar löng og ítarleg færsla. Uppá síðkastið hef ég notað ansi marga farða. Nefndu hann og ég hef prófað hann. Það henta mér ekkert ofboðslega margir sem ég hef oft farið út í en mér finnst ég alltaf vera bara orðin mygluð og grá eftir 4 tíma. Sem stendur gengur yfir ákveðið trend í snyrtivöruheiminum. Trend sem ég fylgi, elska, dái og lofsyng. En það eru þurrolíu farðar. Þetta trend byrjaði þegar Armani kom út með Maestro Skin Perfector meikið og hafði enginn hugmynd um að þetta trend myndi tröllríða snyrtivöru heiminum. Því jú í einu orði sagt eru þessir farðar – snilld!

En hvað er svona sérstakt við þurrolíu farða? Þeir eru öðru nafni kallaðir skin perfectors eða fluid perfectors en köllum þá bara þurrolíu farða. Þeir eru virkilega spennandi ef við skoðum þá frá vísindalegu sjónarhorni en í grunninn er formúlan í förðunum búin til úr olíum sem hjálpa litarefnunum að dreyfa sér í extra þunnt lag. En um leið og honum hefur verið dreift á húðina gufa þessar olíur upp og liggja því ekki á húðinni yfir daginn. Litarefnin í förðunum eru alveg hrein og gefa ótrúlega endingu og ljóma. Virku efnin í farðanum halda fitukirtlum og svitaframleiðslu í skefjum ásamt því að gefa raka og fullkomna dreifingu og ásetningu. Þeir blurra út hluti sem við viljum ekki sjá og veitir það óaðfinnanlega silkimjúka tilfinningu að bera þá á.

Aðrir þurrolíu farðar: Maybelline Dream Wonder Liquid Touch, Lancôme Air De Teint og Armani Maestro Skin Perfector

encredepeau1

YSL – ENCRE DE PEAU

Fastalesendur vita að ég nota Miracle Air De Teint frá Lancôme að staðaldri en um daginn kláraði ég hann en ég vissi að frábær nýjung frá mínu uppáhalds merki væri að koma á markað. Það er farðinn Encre De Peau eða Fusion Ink Foundation eins og hún heitir á ensku. En mér finnst svo gaman að segja ,,Encre De Peau” að ég ætla bara að kalla hann það. Farðinn endist í 24 klukkustundir og ég er ekkert að grínast. Á myndinni er ég nýkomin úr skólanum og ekkert búin að laga mig til en ég setti ekkert yfir farðann nema smá kinnalit á eplin. Farðinn er mattur, fallegur, auðvelt að dreifa úr og helst á nótt sem dag í hita og raka. Hann er nýja uppáhaldið mitt í snyrtibuddunni en það tók mig 2-3 daga að læra að beita honum rétt en fyrstu skiptin var ég ekki alveg að nota nægilega mikinn farða en nú er ég komin upp á lagið með þetta. Ég er búin að fá helling af hrósum og spurningum ,,hvaða meik ertu með?” seinustu daga og er ég þá virkilega sátt við þessa nýjung í snyrtibuddunni.

HVERNIG NOTA ÉG ÞURROLÍU FARÐA?

Ef þú ert sérstök áhugakona um svona mál eða bara ekki þá kannski bregður þér við að sjá skringilegan spaða með gati á þegar þú opnar farðann. En þetta er sérhannaður spaði frá YSL sem þú finnur líka í glossum og kinnalitum frá merkinu. Ég elska þennan spaða en málið er að vegna þess að olíurnar í farðanum gufa strax upp verður þú að bera farðann beint á húðina í andlitinu en ekki á handarbak fyrst. Þú stríkur þess vegna spaðanum bara á kinnar, enni og höku og dreifir svo úr með förðunarbursta. Lang best að nota duo fiber bursta (svona svartan með hvítum hárum á endanum) í farðann vegna þess að þá verður hann aldrei þykkur og þú færð ekki grímu. Buffaðu honum inn í húðina með því að nudda hárunum í hringi á lítil svæði á andlitinu í einu. Byrjaðu á kinnum, næst höku, svo nefi og siðast enni. Þú færð óaðfinnanlega airbushed útkomu.

YSL Encre De Peau fæst í snyrtivörudeildum Hagkaupa & Debenhams, Lyf & Heilsu Kringlunni,
Duty Free og fleiri sjálfstætt starfandi snyrtivöruverslunum. En þú getur séð fleiri staði hér.
Untitled-1

 

Comments

 1. Matthildur
  September 10, 2014 / 15:31

  Vááá hvað þetta hljómar vel…og lítur vel út á þér. Ætla pottþétt að fjárfesta í þessum næst 🙂 Ein spurning….hentar farðinn flestu húðgerðum, og hvað notarðu undir farðann? Bara dagkrem, bb-krem eða eitthvað annað?

  • September 10, 2014 / 16:29

   Hæ í dag er ég með Clinique Smart serum og Embryolisse raka kremið undir farðanum 🙂

  • September 10, 2014 / 21:32

   Hæ já sá ekki fyrri partinn af spurningunni- En jú ég held að hann ætti að henta flest öllum húðgerðum. Um að gera og prófa 🙂

 2. Nanna Birta Pétursdóttir
  September 10, 2014 / 16:14

  Vá en spennó, verð að prófa þennan! 🙂
  Mannstu nokkuð hvað hann kostar?

 3. Eva Z
  September 10, 2014 / 20:38

  Nr. hvað er liturinn sem þú notar? 🙂

 4. Elsa
  September 11, 2014 / 17:08

  Finnst þér munur á þurrolíu farðanum fra ysl og lancome ? Og ef svo er hver er munurinn að þínu mati? Ég á sjálf frá lancome og elska hann en flaskan mín er að vera búin og ég veit ekki hvort ég eigi að kaupa aðra eða prófa ysl 🙂

  • September 11, 2014 / 21:25

   Eg myndi alveg slá til og prófa YSL- mér finnst hann æðislegur líka. Lancome er kannski aðeins auðveldari í notkun 🙂

   En jú það er smá munur- mér finnst Lancome þykkari en báðar snilld. Vá get varla sagt hver munurinn er 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?