ELDUM RÉTT


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/eldum-rett/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

IMG_8405IMG_8428IMG_8480

Þið sem lesið reglulega vitið að ég hef bókstaflega engan áhuga á matargerð. Það er eins og ég hafi verið andlega fjarverandi alla heimilsfræði tímana í grunnskóla þar sem ég get varla soðið hrísgrjón. Ég hef aðeins verið að reyna að fara út fyrir þægindarammann og fékk skemmtilegt boð um daginn að prófa þjónustu fyrirtækisins Eldum Rétt og við tóku þrír dagar af matargerð. Mér finnst einstaklega gaman að fá svona verkefni og gaman að deila með ykkur minni reynslu. Ég ákvað líka að elda allar þrjá réttina ein og óstudd í eldhúsinu.

En í hverri viku velur fyrirtækið þrjár hollar og bragðgóðar uppskriftir sem sérstakur matreiðslusérfræðingur hefur þróað og fundið til fyrir viðskiptavinina. Fyrirtækið leggur upp úr hollustu og fjölbreyttni við val á uppskriftum og inniheldur einn matarpakki þrjár kvöldmáltíðir fyrir annað hvort tvo eða fjóra.  Maturinn kemur allur tilbúinn til matreiðslu og búið að flokka allt og mæla svo að ekkert fari til spillis. Ég ákvað að elda allar maltíðirnar þrjá daga í röð en það þarf ekki því þú hefur allt að 4-5 daga til að elda réttina en þetta hentaði best fyrir okkur.

Dagur 1: Ofnbökuð bleikja með epla- og piparrótarsósu (mynd 1)

Ég fór og sótti poka af mat fyrir næstu þrjá daga hjá Eldum Rétt á Nýbýlavegi. Ég ákvað að bjóða Írisi vinkonu í mat (hún var mjög hissa) og eldaði fyrir hana á sirka 30 mínútuðum ofnbaka bleikju með epla- og piparrótarsósu með salati. Við borðuðum réttinn upp til agna og var ekki einn munnbiti eftir. Sem er frábært og var því ekkert sem ég þurfti að henda eða setja í box til að borða daginn eftir.

Dagur 2: Mexikósk tacobaka með osti og sýrðum rjóma (mynd 2)

Nú var loks komið að því að elda fyrir Harry. En á sirka 40 mínútum framreiddi ég þessa dýrindis máltíð fyrir svangann kærastan. Við vorum bæði að koma inn úr hjólatúr og vorum því mjög svöng og borðuðum réttinn upp til agna sem var virkilega skemmtilegur og bragðgóður.  Reyndar var myndin á uppskriftinni allt öðruvísi útlítandi heldur en mín en samt sem áður virkilega bragðgott en ég hafði óvart notað allt salatið daginn áður og það átti að vera ofan á réttinum.

Dagur 3: Hunangsdijon kjúklingur með steinseljurót og salati (mynd 3)

Þetta var líklegast auðveldasta máltíðin að matreiða og fannst mér ótrúlega gaman að vinna með hráefni eins og steinseljurót og allskonar hluti sem mér datt ekki í hug að væru góðir eins og ég átti að elda þá. En þetta var mjög auðvelt og virkilega bragðgott.

Hvað fannst mér?

Þetta er þjónusta sem ég er verulega að spá í að nýta mér þar sem það eru örugglega 3 dagar í viku þar sem við parið erum alveg týnd með hvað við eigum að fá okkur að borða og enginn sem nennir að fara út í búð og skipuleggja einhverja dýrindis máltíð (já hina dagana förum við til tengdó í mat eða borðum úti). 3 dagar kosta 6.990 kr (1200 kr máltíðin á mann) og sparar þetta manni mikla vinnu og fyrirhöfn. Þú þarft ekki að fara út í búð og plana vikuna og sér Eldum Rétt um allt fyrir þig. Ég henti ekki neinu heldur borðuðum við alla þrjá dagana allt upp til agna. Mér fannst máltíðarnar vera fjölbreyttar, ferskar, hollar og auðvelt að gera þær að sínum þar sem hægt er að velja hollari kosti þegar það kemur að hveiti, olíu og öðru.  Eftir vikuna finnst mér ég klárlega vera með meira sjálfstraust í eldhúsinu og lærði ég að elda þrjá frábæra rétti sem ég hlakka til að elda aftur.

Skoðaðu þjónustu Eldum Rétt hér
Untitled-1

 

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?