EIN BLEIK


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/ein-bleik/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Processed with VSCOcam with hb1 preset
Ég hélt að það myndi gerast mjög seint að ég færi að deila uppskriftum og aðferðum í eldhúsinu en ég fékk svo margar spurningar um kökuna sem ég bakaði. Þess vegna ákvað ég að setja inn uppskrift af kreminu á þessari köku sem ég bakaði fyrir Verslunarmannahelgina. Bakaði hana óvænt fyrir mömmu sætu og hafði hana því ljósljósbleika (þær sem þekkja mömmu vita að hún er mjög bleik) og setti sykurperlur á hana. Mér fer fram í rósadúllum með hverri kökunni sem ég baka en hef þó ekki enn fullkomnað aðferðina. En ég verð að viðurkenna að ég kaupi alltaf bara tilbúið duft (Betty Crocker eða annað) til að gera botnana. En ég geri tvo mjög þunna og smyr kremi á milli.  Ég geri kremið sjálf frá grunni enda lang best svoleiðis.


IMG_7055
Síðan ég var lítið barn hef ég dáðst að kökum..eiginlega einum of því á náttborðinu mínu sem barn var alltaf að finna kökuskreytingabækur og blöð sem mamma keypti handa mér (ótrúlega eðlilegt barn sem ég var). Ég starði á kökurnar sem tímum skipti og var það minn stæðsti draumur að baka slíkar. Nú er ég ein af þeim sem hefur eiginlega bara engan áhuga á því sem fer fram í eldhúsinu en kökur eiga hug min allan. Ég er mikið fyrir merkið Wilton og fer ófáar ferðir í verslunina Allt í Köku í Kópavogi til að næla mér í hitt og þetta. Og til að baka svona fölbleika köku varð ég að næla mér í hvítan gel matarlit frá Wilton og auðvitað datt ég niður á þessar fallegu perlur í leiðinni. En í mínu eldhúsi er alltaf til bleikur Wilton matarlitur.

Ég ætla að setja inn uppskriftina af kreminu en hún kemur frá Írisi bestu vinkonu minni sem er algjör snillingur í eldhúsinu og hlær oft af hamförum mínum- en segir þó að mér fari fram! Þetta krem köllum við Flateyjarkrem (löng saga á bakvið nafnið en heitir öðru nafni  klassískt smjörkrem). Ég reyni að búa til of mikið heldur en of lítið. Þetta krem get ég borðað með skeið upp úr skálinni- því svo gott er það.

Flateyjarkrem (klassískt smjörkrem)

250 g. smjör við stofuhita
1 pk. Flórsykur (500 g.)
4 tsk. vanilludropar 
1 egg

Hrærið smjöri og eggi saman í hrærivélinni þangað til að blandan er orðin mjúk og létt. Bætið svo smátt og smátt af flórsykrinum saman við og hrærið vel á milli. Því næst bæti ég við vanilludropum og hræri þangað til að allir kekkir eru farnir. Ef kremið er of þunnt bætið þá við flórsykri, best að hafa mjög stíft ef þú ætlar að gera rósir á köku. Bæti síðan hvítum gellit út í (bara smá) og hræri þangað til að það er orðið vel hvítt (verður samt ekkert hvítara en hvítt svo þú þarft ekki mikið). Síðan bæti ég smá bleikum út í (nota enda á tannstöngli til að fá svona fölbleikan). Muna að setja hvíta fyrst og svo bleika, ekki á sama tíma því þá ræðuru kannski ekki alveg við styrkleika litanna. Síðan set ég kremið aðeins í ísskáp á meðan botnarnir kólna. Leyfi þeim að kólna mjög vel svo að kremið bráðni ekki neitt þegar það kemur við kökuna. Það má sleppa egginu! Þegar ég geri súkkulaði krem sleppi ég vanilludropunum og set einfaldlega smá kakó í staðinn og smá nýuppáhelt kaffi.

Hér eru svo aukahlutirnir sem ég notaði (fæst allt í Allt í Köku):

Stútur Wilton númer 2D hér
Margnota sprautupoki frá Wilton hér
Bleikur Wilton Gellitur (Rose) hér
Hvítur Wilton Gelmatarlitur hér
Wilton Bleikar Sykur Perlur hér

Á síðunni hennar Evu Laufeyjar er flottar leiðbeiningar að gerð rósa sjá hér.

Untitled-1

Comments

 1. Hulda
  August 4, 2014 / 22:22

  Mmmmm mega girnileg kaka …. held að maður verði að skella í eina svona fljótlega og prófa að búa til svona fallegar smjörkremsrósir. Falleg kaka og ekki skemmir fallega umhverfið 🙂

  • August 4, 2014 / 22:33

   Takk fyrir 🙂 🙂 Hún var líka ekkert smá góð með rjóma 😉

 2. Heba
  August 7, 2014 / 02:55

  Úúú æði! Geturðu deilt með okkur aðferðinni á rósunum og hvernig “stút” þú notar á sprautuna? <3

  • August 7, 2014 / 10:56

   Hæ ég nota Stút 2D- en ég skal gera blogg um helgina þegar ég þarf að gera aðra og sýna ykkur aðferðina 🙂

 3. Anna Margrét Ingólfsdóttir
  March 5, 2015 / 23:23

  Smyrðu sjálfu smjörkreminu á milli botnanna eða býrðu til annað krem fyrir það? Lýtur rosalega vel út 🙂 -ætla að skella í eina um helgina!

 4. Anna Margrét Ingólfsdóttir
  March 6, 2015 / 00:41

  Snilld, takk fyrir skjót svör 🙂 -hlakka til að smakka 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?