CLARISONIC


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/clarisonic/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

clarisonic

CLARISONIC PLUS

Loksins, loksins! Hver er á leið í búðir? Clarisonic húðhreinsiburstinn! Ég hoppaði hæð mín bókstaflega þegar ég fékk minn að gjöf í byrjun júní. Já í byrjun júni. Ég er búin að ofnota hann síðan og hef lengi vel hugsað hvernig ég ætlaði að segja ykkur frá honum. Undanfarið hef ég sagt ykkur frá því að ég eigi svona bursta en ég vildi ekki drepa ykkur úr öfundsýki fyrr en að hann væri fáanlegur hér á landi. Svo jeij! Loksins má ég segja ykkur frá þessari snilld sem ég nota bæði kvölds og morgna og hefur skilað mér virkilegra hreinni og ljómandi húð. Ég fékk að gjöf Clarisonic Plus bursta sem er í raun “Crème de la crème” allra húðhreinsibursta á markaðinum í dag. Það verða til sölu fleiri týpur af burstanum og má nefna Aria og Miu burstana sem eru einnig frábærir. Sjálf hef ég verið með Clarisonic bursta á jóla og afmælisgjafa lista í mörg ár en enginn verið svo góður að gefa mér. Fyrir svona húðumhirðuperra eins og mig er þetta algjör snilld!

Burstarnir veita djúpa hreinsun og skila þér 6 sinnum betri hreinsun heldur en hefðbundin húðhreinsun með höndum. Húðin verður laus við óhreinindi og virka kremin sem þú notar eftir á miklu miklu betur.

clarisonic2

HREIN HÚÐ Á 1 MÍNÚTU!

Ég þríf allan farða af húðinni áður en ég nota burstann með olíuhreinsi og á bleyti síðan burstann undir krananum með vatni í heitari kantinum og sprauta svo einni doppu af kremhreinsi á burstann og kveikji á honum. Fyrst þegar ég fékk burstann í hendurnar hélt ég að ég myndi aldrei skilja taktinn og takkana á honum. Ég var komin með þetta á hreint eftir að hafa aðeins fiktað í honum og notað hann sirka tvisvar. Það er taktur sem stoppar þegar þú átt að skipta um svæði sem þú hreinsar – 20 sek fyrir enni – 20 sek fyrir T svæði og sitthvorar 10 fyrir kinnar. Hentar mér mjög vel og er ég nú þegar búin að fjárfesta í nýjum haus á minn þar sem maður á að skipta á 3 mánaða fresti til að tryggja hreinleika burstans.

MÍN AÐFERÐ:

1. Þríf allan farða af húðinni
2. Bleyti húðina, bursta hausinn og set kremhreinsi á burstann
3. Fylgi taktinum og þríf húðina á 1 mínútu
4. Skvetti vatni framan í mig og skola af hreinsinn
5. Ber á mig krem

clarisonic4

Þetta eru í raun 5 skref og tekur það akkurat eina mínútu að nota burstann. Það sem mér finnst í raun lang best við burstann er það hvað hann gerir miklu meira úr hreinsinum mínum. Hann freyðist upp og ein lítil doppa af honum dugar á allt andlitið. Ég hef samt sem áður fundið að það henta ekki allir hreinsar með burstanum og finnst mér Sensai Milky Soap virka lang lang best með honun. Svo er líka snilld að geta tekið hann með sér í ferðalög þar sem hleðslan dugar mjög mjög lengi. Eftir að húðin hefur verið hreinsuð nota ég kremin mín og serum og finn hvað þau smjúga djúpt inn í húðina. Eftir að hafa notað burstann í um það bil 4 mánuði finn ég að ég er með mikið hreinni húð og þú átt sjálf eftir að finna það eftir fyrsta skiptið. Húðin er bara mikið mikið hreinni. Ég fæ örsjaldan bólur eftir að ég byrjaði að nota burstann og hef eiginlega alveg hætt að notast við kornaskrúbba í andlitið síðan ég fékk hann.

Clarisonic burstarnir koma í verslanir von bráðar og eru þeir frekar dýrir. En ég ætla að lofa þér því að þú verður ekki svikin með bæði gæði burstanna og fallegri hreinni húð sem þeir eiga eftir að skila þér. Burstinn minn er sá dýrasti af þeim þremur týpum sem koma til landsins og ætla ég að mæla með því að þú setir Clarisonic bursta efst á jólagjafalistann.

Untitled-1

Comments

 1. Ingibjörg
  October 10, 2014 / 10:30

  Úhhh er svo spennt! Þessi fer klárlega á minn jólalista 🙂

 2. Halla
  October 10, 2014 / 10:34

  Hæ þú og takk fyrir frábært blogg, missi ekki úr færslu. Ég er líka svona krema-förðunarnörd :/
  Veistu hvar þeir munu fást þessir æðislegu burstar, ég á sko svona tæki og ELSKA það, keypti það í USA fyrir löngu síðan en vantar nýjan bursta 🙂
  Með bestu kveðju,
  Halla

  • October 10, 2014 / 10:59

   Þeir verða til sölu í hagkaup frá og með sirka næstu eða þarnæstu viku 🙂

   Gott að við deilum áhugamáli! Takk fyrir að lesa <3

 3. October 10, 2014 / 12:24

  Èg á einmitt Mia2 og er hann æðislegur. Keypti hann einmitt í New York í sumar og hef èg verið að baslast með að finna nýan butsta í hann þar sem Clarisonic senda ekki til Íslands, svo èg er aðalega spennt að geta loksins fengið mèr “deep pore cleanser” burstan.

  • October 10, 2014 / 17:11

   O ja mig langar lika i hann! Hann vAr uppseldur þegar eg reyndi að panta hann en mun næla mer i hann leið og hann kemur til Íslands 🙂

 4. Hulda
  October 10, 2014 / 20:19

  Ó mæ, dásamlegt 🙂 Ég er einmitt svona hreinsi-kremaperri eins og þú he he og þessi bursti fer svo sannarlega á óskalistann minn …. Færslurnar þínar eru langt frá því að vera langar að mínu mati … finnst svo gaman að lesa þær 🙂 Hlakka til að lesa meira …

 5. eyrún hrefna
  October 17, 2014 / 11:30

  gvöð, ég verð að eignast. verð. hvað kostar hann?

  • October 17, 2014 / 14:05

   Fullt af peningum Eyrún yfir 30 þúsund (þessi eðal lúxus týpa) EN your skin will thank you later 🙂

   Hinar typurnar verða ódýrari 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?