CLARINS DOUBLE SERUM


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/clarins-double-serum/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

clarinsdoubleserum

CLARINS DOUBLE SERUM

Fyrir langa langa löngu ætlaði ég að segja ykkur frá serum-i sem heitir Double Serum. Í millitíðinni kláraði ég allt úr flöskunni. Getum orðað það sem svo að ég hafi orðið ástfangin. Ég er enn að kreysta síðustu dropana úr flöskunni og fannst það loks tímabært að segja ykkur frá. Eftir notkun Double Serum í smá tíma fann ég um leið að húðin var ljómandi, þéttari, litur hennar var jafnari og mér leið einhvern vegin bara miklu betur í henni.  Finnst það í raun ómissandi og er orðin aðal parturinn af húðumhirðunni minni á kvöldin og í raun leynivopnið mitt sem ég ætlaði aldrei að segja ykkur frá.

Margar konar hrista hausinn þegar ég tala um serum því það hljómar eins og enn annar hluturinn sem maður þarf að eyða pening í. Auðvitað eru til serum á markaðnum sem eru ömurleg en ég myndi aldrei segja ykkur frá þannig vöru. Fyrir mér er gott serum einmitt varan sem við eigum að fjárfesta í og troða inn í rútína okkar. Serum eru mun virkari en krem vegna þess að það er búið að taka út öll aukaefnin og setja meira af virku efnunum. Margir spyrja mig hvort að maður þarf líka að nota rakakrem og svarið er já. Rakakrem er eins og skjöldur fyrir húðina en serum fer djúpt ofan í húðina og vinna serum og rakakrem fullkomnlega saman til að vernda og styrkja húðina. Ætla ekki lengra í efnafræðina í þetta skiptið þar sem ég mun líklegast tapa ykkur eftir eina setningu.

DOUBLE SERUM

Double Serum er margverðlaunað serum sem örvar og viðheldur hinum fimm lífsnauðsynlegu þáttum í starfsemi húðarinnar. Raki, næring, andoxun, verndun og endurbygging. Varan skiptist í tvennt og blandast svo saman í lófanum. Serumið gerir húðina stinnari, þéttari og minnkar sýnilegar línur. Það fyrsta sem ég tók eftir eftir notkun serumsins var ljóminn. Serum-ið hentar 25 ára og eldri en auðvitað má byrja nota fyrr eða seinna og fer það allt eftir húgerð. Einnig hentar það öllum húðgerðum. Ég ber það á tandurhreina húðina eftir hreinsun og ber svo gott rakakrem eftir á. Tilfinningin er æðisleg þegar ég ber það á og þarf ég einungis eina pumpu og finnst mér lyktin af Double Serum svo sérstök og góð á sama tíma.

Clarins Double Serum fæst t.d. í snyrtivörudeildum Hagkaupa og minni
ég ykkur enn og aftur á að nýta ykkur Tax Free dagana
Untitled-1

Þessi umfjöllun er kostuð og vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.

Comments

  1. Helga G
    February 16, 2015 / 01:59

    Notar maður þetta bara á kvöldin fyrir svefn, ekki á daginn?

    • February 16, 2015 / 09:10

      Það má gera bæði en ég nota þetta einungis í kvöldin 🙂 En fullkomið undir farða eða undir dagkremið þitt

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?