Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/the-body-shop-fuji-green-tea/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

greentea

THE BODY SHOP: FUJI GREEN TEA

Einu sinni fyrir langa löngu eða í janúar á þessu ári fékk ég að gjöf body butter úr Fuji Green Tea línu frá The Body Shop. Ég er búin að nota það upp til agna og eina sem ég á eftir eru umbúðirnar sem ég ákvað að spara þar sem ég vissi að ég yrði að eignast meira úr línunni þegar hún kæmi loks í verslanir. Línan inniheldur yndislegt grænt te frá Mount Fuji héraðinu í Japan. Vörurnar eru allar hreinsandi og frískandi. Það sem ég hef lesið mig til um að veraldarvefnum síðastliðna daga er að mest spennandi varan í línunni er sérstakt baðsalt sem inniheldur grænt te sem maður setur í tesíu eins og þið sjáið efst á myndinni. Ég set matskeið af baðsaltinu í tesíuna og hengdi síðan á baðkranann og baðherbergið ilmaði um leið eins og paradís. Þetta er að sjálfsögðu alveg eitthvað ekta fyrir baðperra eins og mig og líka vegna þess að ég er löngu löngu búin að klára allar 12 baðbomburnar sem ég fékk úr valentínusarlínunni. Nú drekk ég sjálf mikið grænt te að staðaldri og er sko ekkert á móti því að baða mig í heitum tebolla sem hreinsar líkama og sál.

greenteathebodyshop

HREINSANDI & FRÍSKANDI

Í Fuji Green Tea línunni eru tveir líkamsskrúbbar þessi sem þið sjáið á myndunum hjá mér sem er einskonar skrúbb stykki sem mér finnst gaman að geyma á fallegum bakka á baðkarsbrúninni og nota á allan líkamann. Hinn er þessi venjulegi líkamsskrúbbur í dollu sem yndislegt er að nota til þess að fjarlægja allar dauðar húðfrumur. Það eru einnig tvenn líkamskrem í línunni, annað er léttara body lotion en hitt fræga body butter-ið. Ég hef alltaf verið jafn hrifin af body butter-unum frá The Body Shop og er þetta með grænu te-i sko engin undantekning. Harry er búinn að vera að stelast í það líka þar sem lyktin er virkilega hlutlaus og hvorki kvenleg né karlmannleg.

Ég var svo hrikalega spennt að prófa þetta þegar ég fékk þetta fyrst í hendurnar að ég gat varla beðið eftir því að fara í bað. Loks var dagurinn á enda og prófaði ég skrúbbinn, bað te-ið og body butter-ið.  Í línunni eru fleiri vörur eins og ég nefndi en einnig inniheldur línan ilmvatn. Hvet ykkur endregið til að að kíkja á þessa frábæru línu í verslunum The Body Shop.

Eitt er víst að ég ætla að næla mér í sturtusápu úr Fuji Green Tea línunni!

Vörurnar fást í The Body Shop í Kringlunni, Smáralind og Glerártorgi Akureyri
Untitled-11
Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/smoky-poppy/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

smokypoppytvosmokypoppy

SMOKY POPPY

Valentínusardagurinn nálgast óðfluga og verður það að viðurkennast að það er einn uppáhalds dagurinn minn á árinu. Ég er afskaplega amerísk og var vel upp alinn í þennan dag þegar ég bjó úti. Það er svoleiðis dekrað við kvenfólkið á þessum degi og af öllum. Ekki bara af mökum heldur vinkonum og samstarfsfélögum. Við vinkonurnar vorum duglegar að veita hvor annari félagsskap og færa hvor annari fallegar gjafir. Súkkulaði, jarðarber, kampavín og ýmislegt. Harry minn lætur það nú ekki á sig fá og hefur ekkert gaman af svona dögum og segir að ég geti bara boðið sjálfri mér á deit. Ja viti menn, ætli ég bjóði sjálfri mér ekki bara á dekurdeit í baðkerinu og ætla ég að bjóða allri Smoky Poppy línunni að koma með. Á bóndadaginn bónaði Harry bílinn minn svo ég ætla að endurgjalda honum kærleikann með stefnumóti á konudaginn en mér sýnist hlutverkin hafa snúist við í þessu sambandi.

Nú í byrjun febrúar kom á markað ný og glæsileg lína frá The Body Shop sem nefnist Smoky Poppy. Ég fékk að vera sú fyrsta til að prófa hana og voru það baðbomburnar sem heilluðu mig um leið. Það var eiginlega vandræðalegt þegar ég þurfti að biðja fyrirtækið um auka sýnishorn þar sem ég hafði alveg óvart klárað 6 baðbombur á 6 dögum áður en ég náði að taka myndir. Hversu frek get ég verið. Það var eiginlega of auðvelt að klára þær vegna þess að þær voru svo yndislegar. Lyktin er kvenleg, kynþokkafull og mjög djúp. Línan samanstendur af body butter, líkamsskrúbbi, body lotion, nuddolíu, baðbombum, ilmvatni og sturtusápu. Allar vörurnar eru með þessari ómótstæðilegu lykt sem ég hreifst af við fyrstu kynni og eftir að hafa notað vörurnar varð ég enn hrifnari. Eins og þær hefðu áhrif á eitthvað annað en bara lyktarskynið. Það er ekkert heiminum meira afslappandi en sjóðandi heitt baðker og að kasta einni Smoky Poppy baðbombu út í. Eins og ég sagði í færslu um daginn þá er tilfinningin líkust því að slaka á í Bláa Lóninu. Vatnið verður hvítt og fljóta svörtu fræin úr Poppy blóminu í baðkerinu. Síðan slekk ég öll ljósin á baðherberginu, kveikji á kerti og loka augunum. Þar sem línan fæst einungis í takmörkuðu upplagi verð ég að byrgja mig upp af bombunum og langar varla að segja ykkur frá þeim svo ég geti keypt þær allar.

VILTU VERA VALENTÍNUSINN MINN?

Í tilefni valentínusardagsins langaði mig að færa þremur lesendum smá pakka. Gjafirnar eru misstórar en innihalda þær allar
yndislegar vörur úr Smoky Poppy línunni. Það eiga ekki allir baðker svo einungis einn pakkinn inniheldur baðbomburnar.

Gjöf 1: Inniheldur Smoky Poppy body butter,
líkamsskrúbb, ilmvatn, sturtusápu og poppy baðlilju

Gjöf 2: Inniheldur Smoky Poppy body butter, ilmvatn og poppy baðlilju

Gjöf 3: Inniheldur Smoky Poppy Baðbombur og sturtusápu

Ath. Þú þarft ekki að eiga bað!

Þú veist nákvæmlega hvað þú átt að gera ef þú vilt vera valentínusinn minn. Skilja eftir fallega athugasemd
við þessa færslu og deila færslunni á Facebook. Á valentínusardaginn sjálfann dreg út þrjá heppna valentínusa.

Untitled-1
Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn og The Body Shop kostaði vinninga fyrir lesendur.


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/drops-of-youth-bouncy-sleeping-mask/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

dropsofyouth

DROPS OF YOUTH

Húðin endurnýjar sig tvisvar sinnum hraðar á nóttunni en á daginn- eigum við þá ekki að nýta tækifærið og dekra við húðina áður en við förum og sofa og nota vörur sem styrkja hana alla nóttina. Árið 2014 byrjuðu fleiri og fleiri merki að koma með maska á markað sem má sofa með. Ég hef prófað um það bil þrjá og er þessi sá fjórði. Ég er búin að sofa með hann á mér þrjár nætur í röð en mig langaði að segja ykkur frá honum því ég sá að þessi vara var að fá mikla athygli í færslu sem ég gerði um daginn og svo er ég aðeins búinn að gera ykkur brjálaðar í hann á Snapchat. Fyrstu nóttina gerði ég þau mistök að bera á mig of mikið á maskanum á en fann um leið þó róandi og kælandi áhrif sem hann hafði á húðina. Þar sem ég setti aðeins of mikið varð ég hálf klístruð við koddann en ég lærði af mistökunum og hinar tvær næturunar svaf ég eins og engill með maskann á mér alla nóttina.

bouncysleeping

BOUNCY SLEEPING MASK

Maskinn kemur í rosalega stórum umbúðum (jeij!) og það er sko nóg í krukkunni til að duga manni næsta hálfa árið eða jafnvel lengur. Formúlan er einstök og er ég búin að nota maskann minn þrisvar sinnum og þegar ég opna hann aftur er yfirborðið orðið rennislétt á ný. Það fylgir lítil “skeið” með til að moka honum upp úr umbúðum en svo nudda ég honum vel inn í húðina með fingrunum eins og ég myndi gera með venjulegt næturkrem. Með aldrinum missir húðin teygjanleika sem þýðir að það tekur lengri tíma á morgnanna að losna við koddafarið í andlitinu. Ég hef meira að segja tekið eftir þessu hjá mér að ég er alltaf með sama farið á sama stað og frekar langt fram á morgun. Sem er eiginlega óþolandi þar sem ég hef aldrei tekið eftir því aður. Ég fékk maskann að gjöf frá The Body Shop hér á Íslandi eftir að verslunin tók eftir að ég hafði sett hann í færslu um nýjungar árið 2015 (sjá hér).

Leyndarmálið á bakvið maskann er Edelweissplöntu stofnfruma. En Edelweiss plantað þrífst í erfiðum aðstæðum hátt í Ölpunum. Sérfræðingar hjá The Body Shop hafa mjög vandlega fjarlægt stofnfrumuna og nýta öflugt þol hennar í þessa flottu Drops of Youth línu frá The Body Shop. Edelweiss stofnfruman gerir húðinni kleift að endurnýja sig hraðar og skilar þér sléttari og teygjanlegri húð. Einnig hjálpar maskinn við að læsa inni aðrar vörur sem þú ert að nota og hjálpar þeim að vinna enn betur á húðinni. Það má nota maskann eins og oft og maður vill, eiginlega því oftar því betra. Ég fann strax mun daginn eftir að ég notaði hann fyrst og mun ég halda áfram að nota hann reglulega. Ég nota maskann þegar ég er búin að bera á mig serum og augnkrem en maskinn kemur í stað næturkrems/rakakrems.

Venjulegast prófa ég húðvörur mun lengur áður en ég segi ykkur frá þeim en ég fann mig knúna til að segja ykkur frá þessari strax vegna þess að hún gengur fyrir allar húðgerðir. Mér leið strax mjög vel í húðinni og kælandi áhrifin voru yndisleg. Dagana eftir fann ég svo að húðin var um leið þéttari og teygjanlegri. Hérna (hér) er einnig frábært myndband sem sýnir hvernig best er að bera maskann á.

Drops of Youth Bouncy Sleeping Mask frá The Body Shop fæst í verslunum The Body Shop og kostar 4.390 kr
Untitled-1
Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/glazed-apple/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

glazedapple

Þegar ég var svona 16 ára vann ég í versluninni The Body Shop og var ég ein af þeim sem föndraði allar fallegu körfurnar fyrir jólin. Síðan þá finnst mér algjört must að næla mér í smá jólailm og í ár er yndislegur eplailmur jólalyktin í ár. Það er eitthvað alveg fyrir mig og fór ég og nældi mér Glazed Apple olíuna í olíubrennarann minn. En á “bar borðinu” í eldhúsinu sem vísar út í stofu er ég með bakka fullan af kertum og þetta líkist einna helst heimili síguna en heimilið ilmar yndislega- en ég vil hafa allt frekar ferskt í kringum mig. Mmm!! Þar sem senn fer að líða að lokaprófum verð ég mikið með andlitið ofan í bókunum verður yndislegt að kæta aðeins sálina með eplalyktinni. Ég lyktaði líka af Cranberry olíunni en ég á örugglega eftir að næla mér í hana þegar þessi klárast. Næst á dagskrá er að byrja að skreyta (að minnsta kosti að setja seríu á svalirnar), ég byrja þó ekki að hlusta á jólalög fyrr en seint í desember. Ég er kannski full snemma í þessu öllu en jólin er klárlega uppáhalds tími ársins.

The Body Shop er svo líka með jóladagatöl til að koma þér í ekta jólaskap!

Bæði olíubrennarinn og Glazed Apple olían (890 kr) fæst í The Body Shop í Smáralind & Kringlunni
Untitled-1


Looking for Something?