Færslan er unnin í samstarfi við Vagabond

NEW IN: SUMMER SNEAKERS

Get nú ekki alveg sagt að ég sé nýbúin að fá mér þessa en ég er búin að þramma á þeim í um það bil mánuð. Vinkona mín skartaði þeim um daginn og kolféll ég fyrir þeim og varð að eignast eins. Hún býr erlendis svo það var í góðu lagi að herma. Var ansi glöð þegar hún minntist á að skórnir væru frá Vagabond sem er eins og þið vitið uppáhalds skó merkið mitt og til allrar hamingju voru þeir fáanlegir hér á landi. Skórnir eru þægilegir, úr leðri og með frönskum rennilás sem að kemur sér vel með stækkandi kúlu framan á sér. Þeir eru flottir við bæði hversdags og sparileg dress og vekja þeir alltaf ákveðna lukku. Stílhreinir og minimalískir eru þeir nefnilega. Flottastir finnst mér þeir við svartar gallabuxur, röndóttan bol og síða svarta þunna kápu en því dressi hef ég klæðst ansi oft síðustu vikurnar. Skórnir gefa vel eftir, eru mjúkir og laga sig að fætinum á stuttum tíma. Ég tók þá með mér erlendis og notaði þá bæði sem ferðaskó og þrammaði á þeim daginn inn og daginn út í hitanum. Þessir fá að minnsta kosti toppeinkunn frá mér eftir að hafa notað þá upp á dag í um það bil mánuð.

Skórnir fást í verslunum Kaupfélagsins en einnig á netinu hér

Skóna fékk ég að gjöf // Færslan er ekki kostuð.

VAGABOND FALL 2017

Í fékk það skemmtilega tækifæri að sýna ykkur haustlínuna frá Vagabond. Ég veit að það leynast ansi margir Vagabond Lovers þarna úti og er ég ein af þeim. Ég hef margoft fjallað um skóna frá Vagabond en þeir eru svo vandaðir, þægilegir og endast lengur en aðrir skór að mínu mati. Þessi tvö pör eru hluti af haustlínunni og kolféll ég fyrir þeim í Kaupfélaginu. Það var algjört must fyrir mig að fá mér eina flata og eina hæla úr línunni en þessir flötu kölluðu bara á mig. Ég er að fara örlítið út fyrir kassann með því að velja þessa hæla en þeir eru örlítið víðir um ökklann en eins og þessir flötu eru þeir með þykku leðurbandi þvert yfir ristina. Leðurbandið er það sem heillaði mig mest við bæði pörin og gerir þá svo smart. Það má segja að hælarnir séu hæla útgáfan af þeim flötu og öfugt. Loafers eins og þessir flötu eru aðal málið þessa dagana og mæli ég með að þú fáir þér par. Bæði pörin passa í raun við allt en ég hef notað þá báða við sömu buxurnar og dressin og eru hælarnir klárlega spari útgáfan af flötu skónum. Þú munt líklegast mun oftar mæta mér í þeim flötu en það er alltaf tilefni fyrir háa hæla. Haustlínan hefur upp á svo margt að bjóða og ættu allir að finna par við sitt hæfi. Kaupfélagið er staðsett í bæði Smáralind og Kringlunni og veit ég fyrir víst að það er ekkert mál að hringja og taka frá eða panta skó og fá senda.  Hér fyrir neðan ætla ég að setja myndir af fleiri skóm úr línunni sem heilla mig hvað mest. Úrvalið er draumi líkast og mæli ég með því að gera sér ferð í Kaupfélagið ef að þig vantar (eða langar í) nýja skó fyrir haustið.

Frances  (loafers) 14.900 kr í Kaupfélaginu – Saida (hælar) 22.900 kr í Kaupfélaginu

View Post

Færslan er unnin í samstarfi við Bianco og fékk ég skóna að gjöf.

NEW IN: BIANCO SUEDE MULES

Fyrir helgi komu þessir æðislegu skór í Bianco og varð ég að fjalla um þá. Þórunnarlegir og sumarlegir og flottir við örugglega hvaða dress sem er. Ég fór strax út í þeim við kvöldið en þá var ég í netasokkabuxum og kom það einstaklega vel út. Ég er ekki frá því að þessir skór séu draumur flestra kvenna fyrir vorið en þessi týpa af skóm er orðin mjög vinsæl. Þeir eru ekki bara fallegir heldur virkilega þægilegir. Þeir eru rúskinn að utan og svo ekta leður að innan sem gerir það virkalega mjúka og þægilega. Ég fékk skóna að gjöf eins og ég sagði hér að ofan en ég hef verið í samstarfi við Bianco lengi en ég elska hvaða merkið framleiðir fallega og vandaða skó. Ég valdi mér þessa til umfjöllunar vegna þess að þeir eru þægilegir og einfaldir. Kosta einungis 11.995 kr og eru fullkomnir í brúðkaup sumarsins. Ekki of háir nefnilega til í að dansa á allt kvöldið. Endilega nælið ykkur í þessa ef að ykkur finnst þeir jafn fallegir og mér. Ath. ég tók þá í stærð 37 en nota vanalega 36.

Bianco Suede Mules fást í Bianco í Kringlunni og kosta 11.995 kr // fást einnig í netverslun hér

Save

Save

Save

Skóna keypti ég mér sjálf.

NEW IN: DR MARTENS VETRARSKÓR

Langaði svo að sýna ykkur nýju vetrarskóna mína sem ég keypti mér í fyrradag í Boston. Ég kom heim frá Boston í morgun en það var yndislegt að fara í fyrsta stoppið sitt eftir tveggja mánaða hlé. Ég tók Harry minn með og nutum við þess að ganga um miðborgina í ísskulda. Ég var búin að hafa auga með þessum skóm frá Dr. Martens en þeir eru loðfóðraðir og virkilega slitsterkir. Ég á enga svona góða skó til að nota dagsdaglega í kuldanum hér heima og var ekki lengi að festa kaup á þá. Ég keypti mína í Dr. Martens verslun á Newbury Street en þeir fást á NTC.is hér í brúnu og í verslunum GS Skóm. Skórnir eru mjög groddaralegir en ég er nú yfirleitt ekki fyrir þannig skó en þessir eru rosalega töff og þjóna tilgangi sínum vel. Mér var að minnsta kosti ekkert kalt á tánum í frostinu í Boston og hlakka til að nota þá óspart hér heima. Ég tók stærðinni stærra en ég nota vanalega til að geta farið í aðeins þykkari sokka. Ég er með háa rist og finn fyrir smá óþægindum ofan á henni en hef heyrt frá öðrum að skórnir víkki.  Í lok janúar fer ég síðan til Toronto í annað sinn og hlakka til að taka ykkur með í ferðalög næstu mánaða á Snapchat (thorunnivars).

Skórnir heita Dr. Martens Leonore Wyoming fyrir áhugasama

Save

Save

Save