Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/5-vinsaelustu-vorur-sensai/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

sensai
Greinarhöfundur fékk vörurnar sendar sem sýnishorn.

5 VINSÆLUSTU VÖRUR SENSAI

Ég fékk það skemmtilega tækifæri að kynna fyrir ykkur fimm vinsælustu vörurnar hjá Sensai sem verða á 20% afslætti dagana 25 júní – 1. júlí. Sumar vörurnar hef ég notað sem árum skiptir en aðrar var ég bara að eignast. Mjög margar ef ekki allar íslenskar konur þekkja Kanebo Glow eða Sensai Bronzing Gel, púðurfarðana frá merkinu og maskarana.  Ég valdi mér fimm vörur af þeim sem verða á afslætti til að sýna ykkur en ég notaði einungis þær til þess að farða mig í dag (fyrir utan hyljarann frá merkinu). Það verður nú að segjast að það er eiginlega ekkert sem ég hef prófað frá merkinu sem er ekki stórkostlegt. Það er um að gera að byrgja sig upp af bronzing geli og flottu sólarpúðri fyrir sumarið.

sensaicloseup

SUMARGLEÐI SENSAI
20% AFSLÁTTUR AF
5 VINSÆLUSTU VÖRUNUM

Bronzing Gel
Bronzing gelið er framleitt úr 70% vatni og hinu einstaka Koishimaru Silki. Það sveipar húðina frískandi raka og gegnsæjum lit sem heldur húðinni rakri og geislandi fallegri. Hægt er að nota gelið á andlitið og bringuna, bæði og undir og yfir farða eða eitt og sér. Gelið inniheldur SPF 6 og kemur í þremur litum. Ég nota lit 2 Amber Bronze.

Bronzing Powder
Sérstaklega áferðarfalleg sólarpúður. Halda húðinni rakri um leið og það veitir silkimjúka áferð og gegnsæjan, brúnleitan ljóma sem virðist koma innan frá. Sólarpúðrin búa yfir einstakri samsetningu sem veita raka og skapa tafarlaust jafna og fullkomna silkimjúka og bonslitaða húð. Öll sólarpúðrin verða á afslætti og einnig þetta fallega duo bronzing powder sem er á myndinni hér að ofan.

Mascara 38°
Hjá merkinu eru allir markarar 38°C sem þýðir það að maskararnir þola allir, tár, svita og vatn upp að þrjátíu og átta gráðum. Hann rennur ekki til og helst á þar til að hann er tekinn af með þrjátíu og átta gráðu heitu vatni. Á myndinni sýni ég volumizing maskarann.

Eyebrow Pencil
Vinsæli augabrúna blýanturinn sem er virkilega auðveldur og þægilegur í notkun verður á afslætti en brúnirnar verða þéttar og náttúrulegar. Á öðrum endanum er mjúkur blýanturinn og á hinum greiða. Hann fæst í tveimur litum ég nota lit 1.

Sensai Foundations
Allir blautir og púðurfarðar verða á afslætti en þeir eru allir rakagefandi og verndandi. Þeir sveipa húðina hulu úr silki til að sjá henni fyrir nauðsynlegum raka og ljá henni gegnsæja og lýtalausa áferð með öllum þeim ljóma og fágun sem silki hefur til að bera.

Processed with VSCOcam with f2 preset

FÖRÐUN MEÐ
6 VÖRUM
FRÁ SENSAI

Mig langaði að sýna ykkur auðvelt hversdags lúkk sem auðvelt er að endurgera. Ég notaði samtals sex vörur frá merkinu en eina varan sem verður ekki á afslætti er hyljarinn sem ég á frá merkinu. Ég varð að sjálfsögðu að hafa alla förðunina með vörum frá Sensai. Það er svo gaman hvernig hægt er að nota bronzing gelið á margvíslegan hátt en ég byrjaði á að bera það á alla húðina sem grunn og blandaði því einnig saman við Fluid Finish Lasting Velvet farðann til að fá enn sumarlegri og frísklegri útkomu. Næst notaði ég hyljarapennan frá merkinu og setti hann á allt augnsvæðið. Þar næst skerpti ég augabrúnirnar með augabrúna pennanum en ég greiddi í gegnum þær bæði fyrir og eftir ásetningu. Ég er að safna þeim núna svo þær eru svolítið útum allt og ekki beint fallega mótaðar. Þar næst setti ég eina umferð af maskara á húðina og endaði síðan á því að nota dekkri hlutann af sólarpúðrinu á ennið, á kinnbeinin, aðeins á nefið og hökuna og notaði síðan ljósari (highligtherinn) á hápunkta andlitsins. Útkoman var virkilega sumarleg og skemmtileg en ég endaði að að setja einfaldan varasalva á varirnar. Ég vildi óska þess að það myndi sjást mun meira á myndinni en sólarpúðrið er í einu orði sagt undursamlegt. Ég á örugglega eftir að ofnota það í sumar.

Allar vörurnar sem ég notaði ásamt fleirum (í sama flokki) verða á 20% afslætti dagana 25. júní – 1. júlí á öllum útsölustöðum merkisins: Hagkaup, Debenhams, Lyf & Heilsu Kringlunni, Make Up Gallery Akureyri, Ólöf Selfossi og Dekur Akranesi.
Untitled-11


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/sensai-tvofold-hreinsun/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

sensai

SENSAI: TVÖFÖLD HREINSUN

Það koma ótal margar vörur inn í baðherbergisskápana mína en það eru fáar sem eru eins ofnotaðar eins og hreinsivörurnar frá Sensai. Ég er heppin að fá að prófa margt en alltaf á maður vörur sem maður fer aftur í vegna þess að þær standa alltaf fyrir sínu. Þannig eru Sensai hreinsivörurnar hjá mér. Ég hef farið í gegnum ótal brúsa af þessum vörum og alltaf kaupi ég mér þær aftur. Á síðasta ári voru vörurnar endur hannaðar og fékk ég að gjöf nýju endurbættu týpurnar. Ég þurfti þó fyrst að bíða og klára gömlu mínar því það væri algjör synd að láta vörur frá Sensai eyðileggjast inn í skáp. Nú hef ég verið að nota þessar nýju í um það bil einn og hálfan mánuð og standast þær allar mínar væntingar. Það besta sem hefur komið fyrir húðina mína er tvöföld hreinsun. Henni kynntist ég fyrir langa löngu og get ég ekki hamrað meira á mikilvægi þess að hreinsa farða fyrst og húðina svo. Ég nota skref 1. öll kvöld þegar ég hreinsa af mér farða og skref 2. bæði kvölds og morgna. Skref 2. er frábært þar sem ég get líka notað það með húðhreinsiburstanum mínum. Freyðir ótrúlega vel og þarf maður minnsta magn í heimi til að hreinsa húðina.

Vörurnar frá Sensai innihalda japanskt silki og verður húðin silkimjúk eftir notkun þeirra. Ég hef aldrei fundið fyrir neinum óþægindum við notkun línunnar og myndi ég segja að þetta væri að mínu mati besta húðhreinsilínan á markaðnum.  Ég hef komið nokkrum vinkonum mínum upp á lagið með að nota tvöfalda hreinsun líka og veit ég ekki betur en að þær séu mjög ánægðar. Ég nota örlítið af vörunum í hvert skipti og duga þær mér sem mánuðum skiptir. Ég er eiginlega hálf hissa á því hvað þær duga lengi þar sem ég nota þær oftar en einu sinni á dag.

SKREF 1: HREINSA FARÐA – CLEANSING BALM

Áður en ég byrjaði að nota Cleansing Balm (einskonar olíusalvi) notaði ég hreinsiolíuna frá þeim en langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég er alveg húkt á því að nota olíur og salva til að fjarlægja farða og bráðnar hann af andlitinu þegar ég nudda olíunni/salvanum inn í húðina. Ég set örlítið af honum í  þurran lófann og nudda höndunum saman og nudda síðan yfir þurrt andltið. Þá finn ég hvernig blotnar upp í farðanum og hann í raun bráðnar af. Ég nudda honum líka yfir augun til að spara mér tíma með augnfarðahreinsinum eftir á. Ég stend yfir vaskinum á meðan á þessu skrefi stendur og skvetti síðan  volgu vatni framan í mig til að hreinsa allt burt. Í þessu skrefi hreinsum við burt allar olíur og endurheimtum hreinleika án þess að pirra húðina.

Það eru til ótal gerðir af skrefi 1. hjá merkinu en ég hef einungis prófað tvö – Cleansing Blam og Cleansing Oil sem ég tel henta mér best. Cleansing milk hentar húð sem er viðkvæm og gelið tel ég henta olíumikilli húð.

SKREF 2: HREINSA HÚÐINA – MILKY SOAP

Eftir skref 1. halda margar konur að þær séu búnar að hreinsa húðina en núna erum við bara rétt að byrja. Nú er allur farði farðinn af og loksins náum við að húðinni til að hreinsa hana almennilega. Ég nota hreinsisápuna frá Sensai sem breytist í mjólk þegar hún blotnar. Ég nudda henni á blautt andltiið vel og vandlega þangað til að ég er fullviss um að allt sé farið. Hana nota ég ekki á augun. Það besta við þessa er að ég get notað hana eins og sér með vatni eða með húðhreinsibursta. Þegar ég fer í sturtu í ræktinni tek ég báðar vörurnar alltaf með mér en heima við nota ég þær með bursta. Í þessu skrefi hreinsum við burt dauðar húðfrumur og undirbúum húðina undir serum og rakakrem.

Það eru einnig til ótal gerðir af skrefi 2. hjá merkinu en ég hef prófað Creamy Soap og Milky Soap sem hentar normal og viðkvæmri. Ég mæli með Foaming Facial Soap og Mud Soap fyrir olíumikla húð.

Eftir þessi tvö skref er húðin svo sannarlega tilbúin fyrir serum og rakakrem en oftast enda ég á augnfarðahreinsi frá Sensai sem ég set í blautan bómul. Þannig tryggi ég að allt sé farið enda er ég mjög viðkvæm í kringum augun. Mér finnst lang best að leggjast á koddann með hreina húð á kvöldin og að farða hreina húð á morgnanna. Þegar ég vakna endurtek ég skref 2 og tryggi að dagkremið mitt smjúgi djúpt inn í húðina. Það er algjör vitleysa að fjárfesta í dýrum kremum ef þú tryggir ekki að húðin þín sé hrein. Virku kremin þín liggja bara efst á skítugri húðinni en að sjálfsögðu viljum við að þau smjúgi djúpt inn í húðina.

Skoðaðu allar vörurnar í línunni hér

Untitled-1

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/sensai/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

IMG_1613

Fyrr í vikunni fékk ég boð í Sensai partý í Listasafni Íslands. Þar sem ég er einstaklega mikill aðdáandi merkisins og þá sérstaklega húðumhirðu varanna. Sama hvað ég fæ mikið af vörum frá allskonar merkjum þá enda ég alltaf á að nota Sensai vörurnar mínar.  Þess vegna fannst mér extra gaman að fara í kvöld og læra enn meira um merkið. Nýverið endurnýjaði Sensai bæði innihald og umbúðir varanna og er ég aðeins búin að prófa en fékk svo lúxus prufur með mér heim. Ég er alveg að verða búin með þessar gömlu og hlakka til að kaupa mér nýju týpurnar. Nýjast í hreinsilínunni er Cleansing Balm og sagði lítill fugl mér að það væri það nýjasta nýja í hreinsivörum og verð ég að næla mér í eins og eitt stykki. Ég tók eiginlega engar myndir og ákvað því frekar að sýna ykkur bara dress dagsins sem var í boði Vero Moda. Fyndið þegar maður er óvart í öllu úr einni búð en ég nældi mér í Helle Trenchcoat í þessum fagurbleika lit en ég á fyrir svarta. Ég held ég eigi eftir að nota þessa bleiku meira.

Vero Moda Trenchcoat – Vero Moda Toppur – Vero Moda Leðurbuxur – Michael Kors Veski & Úr
Untitled-1


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/day-night/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

morning Ég ætlaði fyrir löngu löngu síðan að sýna ykkur hvernig ég hreinsa húðina mína, þá bæði kvölds og morgna. Því þar er smá munur á- ég er algjör pjattrófa þegar það kemur að húðinni minni því ég vil hafa hana fallega og að í framtíðinni sjái ég ekki eftir því að hafa hugsað illa um hana. Það skiptir nefnilega ótrúlega miklu máli að hreinsa húðina vel og hafa alltaf nægan raka til þess að fyrirbyggja hrukkur í framtíðinni. Mikilvægast finnst mér að þrífa fyrst málninguna af og síðan húðina sjálfa. Það virkar ekkert að ætla að hreinsa húðina en vera með andlitið spasslað í snyrtivörum og halda að húðin hreinsist eitthvað. Því geri ég þetta í tveimur skrefum. Þetta verður svolítið langt og ýtarlegt því ég hef fengið svo margar fyrirspurnir um hvernig ég viðhaldi húðinni.

Ég fer alltaf að sofa með hreina húð og ætla því að byrja á því sem ég geri á morgnanna. Á meðan við sofum hreinsast húðin og skiptir miklu máli að vera alltaf með hreint koddaver. Ég heyrði líka að það væri mikilvægt að skipta um hlið sem maður sefur á því að það sést á þeirri húð að maður sofi á henni- það er t.d. mín vinstri hlið. Hún er með minni raka og sést í fleiri háræðar. Núna ætla ég að vanda mig við að skipta yfir nokkrum sinnum í viku. Ég er 24 ára og þessar vörur henta minni húð vel. Ef þú ert um þrítugt þá er sama tveggja þrepa kerfið til en þær vörur heita Cellular Performance og eru í alveg eins umbúðum nema lituðum.

Á morgnanna:

Á morgnanna byrja ég alltaf á að hreinsa húðina mína áður en nokkuð annað fer á hana. Ég nota skref tvö í hreinsunarlínunni frá Sensai því ég þarf ekki að þvo af mér farða. Ég nota Silky Purifying Milky Soap sem er rakagefandi hreinsifroða sem freyðir fljótt í vatni í silkimjúka og þykka froðu. Sápan mýkir og veitir húðinni raka sem endist að lokinni hreinsun. Þetta skref finnst mér mikilvægt því það hreinsar dauðar húðfrumur, fjarlægir allar leifar af farða sem gætu hafa orðið eftir og kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar. Við svitnum í svefni og því mikilvægt að hreinsa vel og losna við bakteríur. Eftir hreinsunina ber ég svo á mig Softening Lotion rakavatnið og svo Emulsion rakakremið (mitt dagkrem). Læt það liggja á húðinni aðeins áður en ég mála mig svo að ég tryggi að það fara allt inní húðina. Þetta tekur sirka 2 mínútur.

night

Á kvöldin:

Þetta er örugglega uppáhalds parturinn af deginum mínum. Ég elska allt þetta pjatt. En eftir anna saman dag sem inniheldur bæði vinnu og líkamsrækt er gott að komast heim og hreinsa á sér húðina og skríða undir sæng. Ég byrja fyrir framan spegilinn með fullt andlit af málningu og set eina til tvær pumpur af skrefi 1: Silky Purifying Cleansing Oil á þurrt andlitið. Nudda yfir allt saman og yfir augnmálninguna líka. Bleyti svo einn bómul í heitu vatni og nudda af augnmálninguna (þarf ekki sér augnfarðahreinsi). Þetta er örugglega sú silkimjúkasta hreinsi olía sem ég hef prófað. Elska þetta skref því það er unaðslegt. Skvetti svo vatni framan í mig og nota míkrófíber þvottapoka til að hreinsa farðann af. Olían hefur þá hreinsað burt öll fituuppleysanleg óhreinandi, fjarlægt umfram húðfitu, farða og óhreinindi.

Næst nota ég skref 2: eða Milky Soap til að hreinsa djúpt ofan í svitaholurnar og koma jafnvægi á fituframleiðsluna alveg eins og á morgnanna. Eftir þetta er húðin orðin virkilega hrein og fín og tilbúin í tvöfalda rakameðferð með Softening Lotion rakavatninu og Emulsion rakakreminu (mitt næturkem líka!). Er ég sú eina sem finnst lang best að fara að sofa með hreina og mjúka húð? Ég held því fram að ég sofi betur. mask 1-2x í viku:

Mér finnst algjörlega ómissandi að skrúbba húðina- en það má alls ekki skrúbba of mikið. Því reyni ég að hemja mig og skrúbba einu sinni til tvisvar í viku með mjög mildum skrúbbi. Ég fékk mér Silky Purifying Peeling Maskann frá Sensai og eftir að hafa prófað mjög margt þá finnst mér húðin á mér aldrei hafa verið eins hrein, mjúk og tær. Maskinn tekur enga stund að bera á og kemur út sem kremkenndur maski með litlum kúlum sem leysast svo upp. Því engin hörð korn sem skrúbba húðina. Meira svona kúlur sem hreinsa vel óhreinindin úr svitaholunum. Ég nudda honum vel á vandræðasvæðin (nefið mitt og höku) og leyfi honum að liggja á í eina mínútu og skola síðan af. Ég nota maskann eftir að ég hef hreinsað húðina og áður en ég ber á mig rakavatn og rakakrem.

Þið hrisstið örugglega hausinn núna og hugsið- er hún orðin eitthvað rugluð stelpan? Nei ég hef alltaf verið svona. Of hugsað hreinsun húðarinnar og aflað mér upplýsingar um þessi málefni síðan ég man eftir mér, á líka eina góða vinkonu sem er menntuð í þessum málum og hef lært mikið af henni um þetta uppáhalds áhugamál mitt. Ég byrjaði að lesa blöð og annað alltof ung og keypti mér allt sem var mælt með í blaðinu. Vörurnar eru dýrar en ég passa þær eins og þær séu börnin mín og kærastinn minn má ekki koma nálægt þeim. Nota bara eina doppu af hverju í hvert skipti og passa mig að fara sparlega með allt saman. Búin að eiga rakavatnið og rakakremið síðan í janúar og held að ég þurfi ekki að endurnýja rakakremið fyrr en eftir 4 mánuði og rakavatnið jafnvel 6-7 mánuði. Því duga vörurnar lengi ef maður fer sparlega með þær.

Ég fjallaði ýtarlega um rakavatnið og rakakremið hér Sensai vörurnar fást í verslunum Hagkaupa & Lyf&Heilsu Kringlunni

Endilega sendu mér spurningar ef þú hefur einhverjar í komment.

   


Looking for Something?