Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/roadtrip/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

mynd
Vinkonur í Veiðileysufirði

ROADTRIP

Á sunnudaginn lagði ég af stað með tveimur góðum vinkonum Birgittu og Rebeccu ásamt Cosmo í smá ferðalag. Ferðinni var heitið í bústað foreldra minna Norður á Ströndum í Kaldbaksvík. Ekki alveg allir sem eiga bústað þar en þar eyddi ég öllum helgum sem barn. Ferðin okkar var mjög skrautleg og langaði mig að skella einni fallegri mynd inn hér á síðuna ásamt því að segja ykkur aðeins frá því sem við gerðum. Það tekur um það bil fjórar klukkustundir að keyra í bústaðinn og þegar við komum þangað þreyttar um kvöldmatarleytið skelltum við bara í auðveldan pastarétt, opnuðum  hraun kassann og spiluðum langt fram á nótt. Sváfum síðan lengi lengi og lögðum af í stað um leiðangur um svæðið í kring. Kíktum við í gulrótarkökusneið í Djúpavík og enduðum í sundi í Krossneslaug en ég held að Snapchattið mitt hafi sprungið í gær útaf spurningum um þá laug. Það tekur mjööööög langan tíma að komast þangað og vegurinn er mjög lélegur. Þegar við komum til baka í bústaðinn grilluðum við og sötruðum hvítt. Borðuðum að sjálfsögðu á okkur gat og spiluðum síðan enn meira. Á leiðinni heim í dag var allt búið að vera svo fullkomið að það hlaut eitthvað að gerast. Vorum ekki komnar 500 metra þegar dekkið sprakk. Keyrðum síðan í klukkutíma á varadekkinu malarvegi á þrjátíu þangað til að við komumst á malbik og fundum frábæran gæja til að laga fyrir okkur dekkið. Heimferðin tók samtals sex klukkustundir og vorum við mikið fegnar að komast heim eftir dekkjavesen á fjallsbrún á malarvegi. 

ps. Við tókum upp vídjó alla ferðina, kemur inn og leið og það er búið að klippa!

Untitled-11


Looking for Something?