Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/fra-mer-til-fjolskyldunnar/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

prentagram

FRÁ: MÉR
TIL: FJÖLSKYLDUNNAR

Í ár tóku mamma mín og pabbi eldhúsið sitt í gegn heima í Garðabænum. Í gamla eldhúsinu hékk alltaf eldgamall myndarammi með myndum af okkur systkinunum síðan við vorum mjög lítil. Myndirnar í rammanum löngu orðnar upplitaðar og ákvað ég því að gefa heimilinu nýja útgáfu af rammanum en með nýrri og ferskari myndum af uppáhalds fólkinu. Þetta eru þó bara við systkinin og barnabörn foreldra minna ásamt Cosmo auðvitað. Í vinstra horninu er svo falleg mynd af sumarbústað fjölskyldunnar á fögrum sumardegi sem endurspeglar svolítið okkur sem familíu.

Ég hefði viljað hafa alla stórfjölskylduna en þið vitið ekki hvað ég var lengi að velja myndir og vesenast fram og til baka. Ég bý bara kannski annan til fyrir þau næstu jól og kem fleiri fjölskyldu meðlimum fyrir í ramma. Ég er rosalega ánægð með útkomuna en eins og þið sjáið reyndi ég að fylgja smá þema að allar myndir væru teknar út í náttúrunni og tókst mér það með allar nema eina en þessi sæta mynd af mömmu og elstu systurdóttur minni í hægra neðra horninu varð að fylgja með.

Þar sem foreldrar mínir vita af þessari gjöf þar sem ég þarfnaðist smá aðstoðar við að finna myndirnar fæ ég að birta þessa færslu fyrir jól. Þau fá samt svo að sjálfsögðu óvæntar gjafir líka. Rammann pantaði ég hjá góðvinum mínum í Prentagram (hér) og er þjónustan vægast sagt frábær. Vegna veðursins seinkaði þó að ég gæti skrifað þessa færslu og því miður er orðið of seint að panta rammann heim að dyrum en Prentagram býður upp á að þeir séu sóttir til innrammarans á Skólavörðustíg, svo endilega hafið hraðar hendur!
Untitled-1


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/takk/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19
Processed with VSCOcam with f2 preset

Þetta verður næsta mynd sem ég mun prenta út hjá Prentagram. Besta litla Emilía Íris mín sem er dóttir systur kærastans míns og án efa uppáhalds vinkona mín

Það fór fram úr öllum væntingum viðtökurnar sem bæði ég og Prentagram fengum eftir að við ákváðum að gefa nokkur gjafabréf hér á blogginu. Okkur langaði í sameiningu að þakka öllum þeim sem tóku þátt fyrir falleg orð og í tilefni þess fá allir lesendur ThorunnIvars.is kost á því að nýta sér 20% afslátt út júlí mánuð. Afslátturinn gildir af ljósmyndum, hálsmenum, kortum, póstkortum og strimlum og ljósmyndabókum frá Prentagram með því að nota kóðann: allir-elska-prentagram

Takk allir! xx


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/prentagram-2/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

prentagram

Hvar á ég að byrja? Okay fyrir löngu síðan var ég búin að ákveða að mig langaði í svona hvítan ramma með fallegum myndum sem ég hafði tekið sjálf og var upphaflega hugmyndin af hafa myndir af okkur hjónaleysunum. Svo eru bara til svona 5 “góðar” myndir af okkur saman og því eiginlega hætti ég við að panta mér svona grip hjá Prentagram. Svo fékk ég þá hugdettu þegar ég kom heim að setja myndir úr LA ferðinni í rammann. Ég hef sjaldan verið jafn sátt við eina hugmynd því við vinkonurnar tökum okkur ansi vel út í rammanum þó að ég segi sjálf frá. Þessi rammi hefur að geyma öll þau bestu móment úr ferðinni ásamt því að vera með ekta Californiu brag- as in pálmatré, strendur og In N´Out hamborgara og franskar.

Næst langar mig að segja ykkur frá fyrirtækinu Prentagram. Ef ég gæti kosið fyrirtæki á Íslandi með bestu þjónustu sem ég hef á ævinni upplifað væri Prentagram þar fremst í flokki. Ég pantaði myndirnar mínar í gær og fékk ég símtal í dag um að ramminn væri tilbúinn. Fimm mínútum seinna var raminn mættur til mín í vinnuna! Önnur eins þjónusta!

IMG_5672

Síðan langar mig líka að segja ykkur frá gæðunum og hversu vandað er til verks er hjá Prentagram. Ramminn er handsmíðaður og notast er við hágæða hráefni. Ég er með hinn fullkomna ramma í höndunum og eru myndirnar og gæðin fullkomin. Nú er ég með allar fallegu Cali stelpurnar mínar upp á vegg og get ég ekki beðið eftir að hinn helmingurinn af mér komi sér heim frá Stanford í ágúst. Auðvitað fær myndaramminn að prýða fallegasta hornið í íbúðinni sem er skrifstofu- og
vinnuhornið mitt sem þið þekkið mæta vel.

Í tilefni þess að ég sé svo ótrúlega sátt við nýja myndarammann sem prýðir nú heimilið ætla ég í samstarfi við Prentagram að gefa ykkur kæru lesendur kost á því að eignast fallegar myndir frá Prentagram. Ef þið skrifið athugasemd við þessa færslu eigið þið von á því að geta unnið gjafabréf frá Prentagram og pantað ykkur myndir af ykkar kærustu mómentum.

ps. Ég pantaði mér  hvítan 2cm þykkan ramma með 9 myndum
ps2. Ég dreg út þrjú gjafabréf á laugardag


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/prentagram/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

prentagram1 prentagram2
Ég er búin að eiga svona myndatré ótrúlega lengi og hefur það geymt ýmisskonar boðskort, jólakort, myndir og eitthvað annað. En honum vantaði nýtt hlutverk og kom ég mér í samband við fyrirtækið Prentagram útaf því að mig langaði að prenta út skemmtilegar myndir af instagram og hengja á tréð. Ég ætlaði að gera eitt annað við myndirnar en samkvæmt verslunarstraffinu má ég ekki fara og kaupa það sem mig vantar svo ég sýni ykkur þá hugmynd eftir 20. apríl. Mér finnst ótrúlega gott að sjá myndir af öllu fallegu andlitunum sem ég þekki inní eldhúsi og er þetta eitthvað sem allir gestir skoða líka. Ég pantaði mér 13 stakar myndir og kostar stykkið 120 kr og er sent heim að dyrum á methraða. Virkilega ánægð með þjónustuna og er ég ótrúlega ánægð með tréð mitt núna. Ég ætla klárlega að panta fleiri myndir frá Prentagram og setja í næsta verkefni fyrir heimilið.

Ég veit til þess að svona myndatré hafa fengist á Íslandi á einhverjum tímapunkti en ég fékk mitt eins og allt annað hjá Container Store á meðan ég bjó í Bandaríkjunum. Endilega deilið í kommentum ef þið vitið hvar svona tré fæst en ég setti einnig link á það hér fyrir neðan.

Prentagram hér – Fotofalls Myndatré hér


Looking for Something?