Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/chloe-fleur-de-parfum/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Chloé og ilmvatnið fékk ég að gjöf.

CHLOÉ FLEUR DE PARFUM

Ein fallegasta gjöf sem mér hefur verið gefin fékk ég í þessari viku. Ung stúlka kom færandi hendi með stóran blómvönd og fallegan poka merktum Chloé. Ég hafði ekki hugmynd um hvað biði mín ofan í pokanum en þar leyndist nýji ilmurinn frá Chloé. Ilmurinn kom fyrst á markað árið 2008 en í ár hefur tískuhúsið hannað þessa einstöku útgáfu af áður æðislegum ilm. Ilmurinn ber nafnið Fleur De Parfum en nafnið gefur til kynna að hér sé um að ræða skemmtilegan ilm þar sem rósin er í aðalhlutverki.

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

 

Í ár kom ný og stórglæsileg útgáfa af klassíska ilminum á markað. Öll umgjörðin í kringum ilminn finnst mér svo falleg. Allt frá umbúðunum að ilminum sjálfum. Nóturnar sem heilla mig örugglega mest eru sítrónan, fresían og mandlan. Það er alltaf erfitt að skrifa um ilm vegna þess að maður þarf bara að ilma sjálfur til að skilja hvað ég reyni að skrifa hérna. Ilmurinn er að mínu mati mjög léttur, kvenlegur og afskaplega hreinlegur. Chloé Fleur De Parfum er komin í Hagkaup Kringluna og ég vona að þið gerið ykkur allar ferð og skoðið og setjið hann efst á óskalistann!

Save

Save

Save

Save

Save

Save


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/prada-candy-eau-de-parfum/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Processed with VSCOcam with f2 preset

Vöruna fékk ég sem sýnishorn.

PRADA CANDY EAU DE PARFUM

Þessi fallegi ilmur er glænýr í safnið mitt en ég segi ykkur frá honum eftir mjög stutta notkun vegna þess að ég hef átt trilljón prufur af honum. Ég kolféll fyrir honum þegar ég ilmaði af honum fyrst þegar hann kom á markað í Sephora í USA. Síðan þá hefur hann verið efst á blaði yfir ilmi sem ég hef viljað eignast. Ég valdi hann í stóra jóladagatalið og var ég eiginlega bara smá öfundsjúk út í hana sem eignaðist hann. Núna fékk ég minn eigin og þykir mér strax afskaplega vænt um hann. Prada Candy er sjarmerandi og mjúkur blómailmur. Mjög tælandi í fallegu glasi með bleiku og gulli. Virkilega kvenlegur ilmur sem hentar mér einstaklega vel. Topp nótan er einstök sprengja af karamellu, hjartað er benzoin og grunnurinn musk. Prada Candy ilmurinn hentar  ungum konum sem eru áhyggjulausar, frjálslegar en glæsilegar. Ef að þú ert á síðustu dropunum á ilmvatninu þínu myndi ég ilma af og prófa Prada Candy ilmina. 

Untitled-11


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/stella-eau-de-toilette/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

stella

STELLA EAU DE TOILETTE

Byrjum á byrjuninni, eigum við aðeins að tala um þessar umbúðir. Að sjálfsögðu er það innihaldið sem skiptir máli en bíðum bara aðeins. Fölbleikar, með gulli og doppum, hugsanlega leiðin að hjarta mínu. Ahh, þvílík fegurð. Gæti skrifað heilan þúsund orða pistil bara um umbúðirnar og hönnun hennar. Ég mynda sko aldrei kassa utan af vörum eins og þið hafið kannski tekið eftir þar sem mér finnst tómir kassar ekkert spes en ég þurfti að hugsa mig tvisvar um þegar kom að kassanum utan af Stellu ilmvatninu þar sem hann var jafnvel fallegri en glasið. Okay ekki alveg fallegri en glasið, en virkilega fallegar þó! Síðan ég var lítil stelpa og bókin Lítil Prinsessa var uppáhalds bókin mín hefur mér alltaf þótt fallegt að raða upp ilmvatnsglösum. Safna fallegum glösum eins og þau séu lítil listaverk. Mér líður eins og ég sé hefðarfrú. Á kopar bakkanum mínum geymi ég öll ilmvötnin mín sem eru jú orðin ansi mörg. Á morgnanna stend ég síðan fyrir framan bakkann og gríp í uppáhaldið. Oft er það sama ilmvatnið en nýverið kláraði ég uppáhalds vetrar ilminn minn. Nú er komið vor og ætla ég að vera ferskari og kvenlegri með vorinu. Þessi ilmur frá Stella McCartney er sko falleg viðbót á bakkann minn.

Ilmurinn er léttari en Eau De Parfum sem ég á fyrir en hef ekki notað mikið. Þó að mér finnist ilmurinn æðislegur þá var hann of sterkur fyrir mig. Ilmirnir frá Stella McCartney er svolítið kynþokkafullir og er þessi jafnvel kvenlegri en sá fyrri. Ilmurinn opnast á toppnótum ferskrar mandarínu og frosinnar sítrónu sem jafnaðar eru út með vatnskenndum tónum fresíu þannig að keimurinn verður mildur og daggarkenndur. Við kvenlegt hjartað með kjarna búlgörsku rósarinnar sem kemur í stað rósartónanna í Eau De Paarfum. Stökk fjólblöð og fínleg blómblöð bóndarósarinnar skapa ferskan blæ. Amberkeimurinn í grunninum gefur ilminum síðan djúpan og þokkafullan undirtón. Þessi ilmur verður vorilmurinn minn!

Mmmmm…ég vildi óska þess að þið gætuð lyktað af honum í gegnum tölvuskjáinn.
Untitled-11
Vöruna sem fjallað er um fékk greinarhöfundur senda sem sýnishorn.


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/uppahalds-ilmir-lesenda/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

ilmvötn-1

Um daginn fékk ég  skemmtilega beiðni um gera færslu um hvaða ilmvötn íslenskur konur hafa átt yfir ævina. Ég ákvað að kanna almennt hvaða ilmvötn væri vinsælust á meðal lesenda og líka að fá að vita hvaða ilmvatn þeir eru að nota akkurat núna. Maður getur átt uppáhalds ilmvatn en ekki verið að nota það í augnablikinu. Það var ekki lengi gert og tóku yfir 150 lesendur þátt í lítill könnun sem ég gerð og var ég komin með niðurstöðurnar á innan við korteri. Niðurstöðurnar voru skýrar og eru flest allar sammála um hver besti ilmurinn sé. Einnig bað ég þátttakendur um að segja mér hvort að þeir þekktu fræga ilmi og eru íslenskar konur bara nokkuð vel að sér í ilmvatnafræðum. 35% þátttakenda voru á aldrinum 20-24 ára og því mikið um unga og ferska ilmi en jafnframt klassíska.  Ég var virkilega ánægð að sjá að allir ilmirnir mínir voru nefndir í könnunni og eru einir af þeim vinsælustu en þá sérðu á myndinni hér fyrir ofan.

Ilmvötn sem lesendur eru að nota núna

1. Marc Jacobs Daisy (allar útgáfur)
2. Viktor & Rolf Flowerbomb
3. Chanel Chance, Viktor & Rolf Bon Bon
Dolce & Gabbana Light Blue
4. Bombshell Victorias Secret

Uppáhalds ilmvötn lesenda

1. Viktor & Rolf Flowerbomb
2. Marc Jacobs Daisy (allar útgáfur)
3. Dolce & Gabbana Light Blue
4. Juicy Couture Viva la Juicy

Þekktustu ilmirnir á meðal lesenda

1. Chanel No.5
2. Marc Jacobs Daisy
3. Dolce & Gabbana Dolce
4. Viktor & Rolf Flowerbomb

Mér fannst gaman að sjá að um 75% lesenda þekkja ilmvatn móður sinnar og 90% lesenda þekkja frægasta ilmvatn heims Chanel No.5. Uppáhalds lyktirnar mínar Marc Jacobs Daisy Dream & Juicy Couture Viva La Juicy voru mjög ofarlega á lista. Sjálf hef ég aldrei notað vinningshafann Flowerbomb en nú verður jafnvel breyting þar á. Mér finnst ótrúlega gaman að sjá að nýji ilmurinn Bon Bon frá Viktor & Rolf rati beint á vinsældarlista eftir að hafa einungis verið fáanlegur í mjög stuttan tíma- enda æðislegur ilmur.

Uppáhalds ilmvötnin mín “fyrr og síðar”:

1. Marc Jacobs Daisy Eau So Fresh
2. Marc Jacobs Daisy Dream
3. Juicy Couture Viva la Juicy
4. Viktor & Rolf Bon Bon

Endilega skyldu eftir athugasemd hér fyrir neðan með nafninu á þínum uppáhalds ilm.

Þakka ég öllum þeim yndislegu lesendum sem tóku þátt!

Untitled-1


Looking for Something?