Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/pregnancy-skin-hair-body-favorites/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

PREGNANCY SKIN, HAIR & BODY FAVORITES

Ég er mikið spurð að því hvaða vörur mér hefur fundist best að nota á meðgöngu en reglurnar með hvað má og hvað má ekki á meðgöngu eru óteljandi. Ég vildi samt sem áður tileinka mér góða rútínu sem lætur mér líða vel bæði í líkama og sál. Þessi færsla átti svo sannarlega að vera stutt og laggóð en þegar ég byrja að tala um húð, hár og líkamsvörur er ég óstöðvandi. Ég er búin að hugsa ótrúlega vel um húð, hár og líkama á meðgöngu og langaði að deila með ykkur þeim vörum sem hafa verið í hvað mestri notkun. En ég ákvað að skipta um sjampó núna í sumar þar sem ég var búin að nota það sama svolítið lengi og var kominn tími til að prófa eitthvað annað. Hitt var ennþá frábært en stundum fær maður leið á því að nota það sama aftur og aftur. Því leitaði ég til aðstoðar hjá sérfræðingunum í Davines og fékk heim með mér tvær vörur úr Natural Tech línunni. Bæði sjampó og sérstakt serum til þess að bera í hársvörðinn. Á meðgöngu hefur hárið mitt verið mis gott en alltaf vex það eins og arfi. Á tímabili fór ég ekkert úr hárum og svo lenti ég í algjörri andstæðu og fór ég mikið úr hárum á timabili. Þá ákvað ég að skipta í nýtt sjampó og ákvað að fara á bara smá ,,kúr” og hef ég bara notað þetta sjampó í ákveðinn tíma. Núna er ég búin með meiri hlutann af flöskunni og með mjög góðum árangri. Sjampóið er orkugefandi, örvar hárvöxt og minnkar hárlos. Þó að hárið mitt sé mjög sterkt og þykkt þá þarf ég stundum að hugsa extra vel um það. Niðurstaðan er sterkara, þéttara og finn ég fyrir mun minna hárlosi en áður. Ég nota serumið samhliða sjampóinu sirka 1-2x í viku og ber það í hársvörðinn. Vörurnar eru ekki bara náttúrulegar, parabena og súlfat fríar heldur ilma þær einnig dásamlega. Samhliða því hef ég djúpnært hárið einu sinni í viku og til þess hef ég notað djúpnæringarnar frá Davines úr the Circle Chronicles línunni. Næringarnar eru fimm talsins í línunni og er the Wake Up Circle mín uppáhalds. Koma í litlum þægilegum umbúðum og getur maður notað hvern pakka sirka 3x. The Wake Up Circle næringin djúp nærir bæði hár og hársvörð og ilmar hún dásamlega.

Eins og ég talaði um í færslu um daginn hef ég mikið þurrburstað kroppinn á meðgöngu og nota ég kaktus burstann úr The Body Shop til þess. Mér finnst dásamlegt að þurrbursta fótleggina eftir langan dag og koma blóðflæðinu af stað. Þurrburstun er eitthvað sem mér finnst ég verða háð á tímabili en tilfinningin eftir á er bara svo góð. Yndislegt að bera á sig síðan olíu eða gott krem og finna rakann fara djúpt inn í húðina. Ég er á annarri flöskunni minni af möndlu olíunni frá LOccitane en ég ber hana aðallega á kúluna og einnig allan kroppinn eftir góða þurrburstun. Fyrir nóttina finnst mér síðan yndislegt að spreyja dágóðu magni af lavender yfir rúmið. Ég hef lengi lengi notað þetta sprey en núna á meðgöngu hef ég ekkert sparað það og leyft mér að spreyja því vel yfir allt rúmið. Spreyjið hefur róandi áhrif á líkama og sál.

Húðumhirðan hefur ekki setið á hakanum og hef ég hugsað extra vel um hana. Ég hef notað tvö serum, eitt á kvöldin og hitt á morgnanna. Á kvöldin nota ég hið margrómaða Advanced Night Repair Serum frá Estée Lauder og á morgnanna nota ég C-Firma serumið frá Drunk Elephant. Það nota ég undir rakakremið Lala Retro frá sama merki og finnst sú tvenna ómótstæðileg. Finnst ég varla geta farið út í daginn nema ég beri það á. Advanced Night Repair droparnir draga úr einkennum  ótímabærrar öldrunar og inniheldur einnig efni sem að hámarkar upptöku raka húðarinnar. Ég ber dropana á mig fyrir nóttina og sjá þeir um að húðin fái allan þann raka sem hún þarf á meðan ég sef. Yfir þá nota ég síðan yfirleitt Origins Drink Up maskann. Á morgnanna nota ég síðan C-Firma serumið mitt sem ég er orðin ansi hrædd um að klára áður en einhver nálægt mér kemst í Sephora fyrir mig. Drunk Elephant mælir með notkun serumsins á morgnanna undir rakakrem eða sólarvörnina þína. C Firma er stúttfullt af virku C vítamíni sem að jafnar húðtón en margar konur glíma við að húðin dökknar mikið í sól á meðgöngu og eftir verða blettir og annað. Ég sé a frekknurnar mínar dökkna mun hraðar núna en vanalega og því hef ég verið dugleg að nota C Firma til að sporna gegn ótímabærum öldrunar einkennum. Síðan 1-2x í viku finnst mér yndislegt að djúpnæra húðina með hunangsmaskanum frá The Body Shop sem ég tala rosalega mikið um. Þegar húðinni minni vantar extra raka þá leita ég alltaf í hann. Maskinn inniheldur hunang og marula olíu sem veita húðinni samstundis mikinn raka. Ég leyfi honum að liggja á í góðar 10-20 mínútur og eftir á er húðin silkimjúk og ljómandi.

1. Davines Energizing Shampoo (Fæst á völdum hárgreiðslustofum, sjá hér)* 2. Kaktus þurrbursti fæst í verslunum the Body Shop 3. Estée Lauder Advanced Night Repair fæst hér 4. Davines Energizing Serum (Fæst á völdum hárgreiðslustofum, sjá hér)*. 5. The Wake Up Circle djúpnæring (Fæst á völdum hárgreiðslustofum, sjá hér)* 6. Ethopian Honey mask fæst í the Body Shop* 7. Drunk Elephant C-Firma Day Serum fæst í Sephora í USA 8. LOccitane Lavender Pillow Mist fæst í LOccitane í Kringlunni


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/nursery-inspiration/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

NURSERY INSPIRATION

Það sem ég get dundað mér við að skoða fallegar myndir á Pinterest flokkast örugglega sem sérstakur hæfileiki. Áhugamálið mitt þessa dagana eru ævintýraleg og falleg barnaherbergi. Hreiðurgerðin hefur hlaupið með mig út í gönur og get ég ekki beðið eftir að fá að hengja upp og setja saman það sem ég er búin að dúlla mér við að skipuleggja og plana í sumar. Litla skottan verður ekki með eigin herbergi en ég er heppin að herbergið okkar er um 20 fermetrar og því nóg pláss til að gera fallegt horn fyrir hana. Praktískt getur að mínu mati verið fallegt og verður allt þægilegt og innan handar í þessu litla horni. Herbergið er málað í litnum Kyrrð sem ég hannaði í samstarfi við Slippfélagið og er miðju liturinn á litapallettu spjaldinu hérna fyrir neðan.Við hann langar mig síðan að para mikið af dökkgrænu og bleiku. Ég vildi alls ekki hafa allt bleikt og á litla daman nú þegar fullt af fallegum ævintýralegum hlutum í hornið sitt í fallegum jarðlitum og þá aðallega þessum fallega græna lit. Náttúruleg efni eins og lífræn bómul og hör verða í hávegum höfð ásamt fallegum tré leikföngum.

Mér finnst barnaherbergið þurfa að tóna svolítið við restina af heimilinu svona sérstaklega á meðan ég fæ ennþá að ráða þessu. Ég ætla svo sannarlega að fá að njóta mín áður en sú stutta tekur sjálf ákvarðanir varðandi þessa hluti. Húsgögnin í herberginu er öll hvít og því skemmtilegt að leika sér með mismunandi tóna og liti. Þau merki sem ég hef aðalega skoðað varðandi þessi mál eiga það sameiginlegt að vera flest öll skandinavísk en það eru t.d. Konges Slojd, Garbo & Friends, NuNuNu, Cam Cam Copenhagen og Numero 74.  Það verður líklegast aldrei svona fínt í þessu horni eins og á þessum myndum en ég mun að sjálfsögðu deila með ykkur loka útkomunni þegar allt er samsett og uppraðað en það styttist heldur betur í dömuna.


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/baby-shopping-list/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Færslan er ekki unninn í samráði við neitt fyrirtæki // Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

BABY SHOPPING LIST

Ég fékk nokkrar fyrirspurnir um að deila með ykkur mínum innkaupalista fyrir litla erfingjann. Ég byrjaði með einhvern lista sem ég fann á netinu sem ég síðan breytti og aðlagaði að okkur. Ég er að deila með ykkur mínun lista eins og hann er í tölvunni hjá mér og þetta er það sem við höfum valið okkur að kaupa, höfum fengið að gjöf eða fengið lánað. Ég var mjög fljót að týna tölunni á fjölda samfellna og þannig svo ég ætla nú ekkert að fara að ákveða fyrir hvern og einn hvað hann þarf mörg stykki en ég set með stykkja fjölda svona til að miða við eitthvað. Öðrum getur þótt þetta alltof mikið og öðrum of lítið. Allt fer það eftir barninu sjálfu, fjárhag og hversu oft foreldrarnir þvo. Tek það fram að ég er búin að leitast eftir því að kaupa gæði fram yfir magn og á litla dúllan ótrúlega falleg, vönduð og endingargóð föt. Leitast alltaf eftir að kaupa mjúka vandaða ull eða lífræna bómul þegar ég versla barnaföt. Fyrst þegar ég byrjaði að versla voru nokkrar yndislegar mömmur sem fylgja mér sem deildu með mér sínum uppáhalds merkjum og skal ég telja þau upp neðst í færslunni. Ég tók þær á orðinu og skrifaði niður merkin og grandskoðaði þau á netinu. Móðir mín er brjóstagjafaráðgjafi og treysti ég henni fyrir valinu á brjóstagjafarhjálpartækjum og öðru sem tengist bæði mér og barninu. Þó hef ég ekki fest kaup á neitt slíkt en veit hvað ég mun velja ef upp kemur sú staða. Til að auðvelda ykkur lífið set ég með í færsluna hlekki á vörur þar sem auðvelt er að nálgast þær fyrir alla.

Heppnin er með okkur hér á landi en úrvalið af fallegum og vönduðum barnavörum er gríðarlegt og er ég fastagestur í um það bil öllum ungbarnaverslunum landsins. Ég er búin að vera að kaupa í allskonar stærðum eða allt frá 56-80. Ég hef verið að vinna mig áfram með þennan lista á nokkrum mánuðum og notaði hann sem einskonar viðmið t.d. þegar ég var búin að ákveða hvað ég ætlaði að kaupa þá gat ég skrifað það á listann og svo strikað yfir það þegar það var komið í hús. Ég vildi reyna að dreifa kostnaðinum og á alveg eitthvað eftir á listanum í dag. Síðan hentar mér eitthvað ákveðið sem hentar öðrum ekki. Það er til dæmis mjög langt í ruslið hér hjá okkur og þá vil ég helst vera með bleyjuruslatunnu en myndi finnast það algjörlega óþarfi ef það væri nær. Eins og ég sagði þá var ég ansi fljót að týna tölunni á stykkjunum en ég er með flest fötin hangandi í skáp svo ég hef góða yfirsýn yfir magnið. Ég er búin að vera mjög dugleg að skoða verð og hef náð að gera mjög góð kaup á netinu líka (Markmiðið mitt í þessu öllu saman er búið að vera “never pay full price for anything”).

Það er gott að hafa á bakvið eyrað hvenær börnin eru fædd og reikna út sirka hvenær þau verða í hverju þó að maður viti það aldrei fyrir víst. Ég er búin að kaupa mikið af fallegum þunnum ullarvörum fyrir fyrstu mánuðina og á litla dúllan þónokkrar fallegar heimaprjónaðar peysur sem eiga eftir að koma sér vel í vetur. Mér finnst fínt að miða við að það sé til þunnt gott ullarsett í hverri stærð (samfella og buxur/leggings). Akkurat núna er til dæmis er allt morandi útsölum núna og því um að gera að skella sér í bæjarferð ef það er eitt á leiðinni. Þar sem ég get reyni ég að setja með hlekk á akkurat þá vöru sem að ég valdi. Svo hér kemur minn listi í öllu sínu veldi en meyjan sem ég er finnst lang best að hafa þetta allt skipulagt í þaula. Athugið að þetta er minn listi og það er ekkert heilagt á honum, hvert og eitt verðandi foreldri verður að vega og meta hvað þeim finnst til dæmis þurfa margar samfellur eða hvað þeim finnist nauðsynlegt og jafnvel hvað af þessu er hægt að fá lánað. Mér finnst ótrúlega gaman að heyra frá vinkonum hvað þeim hefur fundist ómissandi og hef ég tekið öllum ráðum fagnandi. Einnig finnst mér gaman að fjárfesta í vönduðum húsgögnum sem stækka með barninu. Sjálf hef ég persónulega góða reynslu af Tripp Trapp stólnum og langaði mig því mikið að hún myndi eignast eins en ég notaði minn til örugglega 10 ára. Minn gamli verður því hjá ömmu og afa og sú stutta fær nýjan (frá ömmu og afa).

 

FATNAÐUR

Samfellur stutterma (1-2 í stærð)

Samfellur langerma  (4-6 í stærð)

Buxur/Leggings (4-6 í stærð)

Buxur með hosum (1-2 í 50/56)

Prjónaðar peysur/hnepptar gollur (1-2 í stærð)

Heilgallar/Náttgallar (2-5 í stærð)

Útigallar (hlýrri týpur í bístól, prjónaðir, flís eða thermo) (1 í stærð)

Sokkabuxur (2-3 í stærð)

Kjólar (að vild)

Sokkar (að vild)

 

AUKAHLUTIR

Þunnar bómullar/silkihúfur

Prjónaðar hlýrri húfur

Vettlingar

Smekkir

Mjúkir prjónaðir skór

 

SKIPTITASKAN/BORÐIÐ

Stærðarskiptingar í fataskáp hér

Bleyjur

Taubleyjur

Blautþurrkur

Blautþurrkubox frá Ubbi (hér)

Undirbreiðslur

Skiptidýna

Skiptiborðsrammi á kommóðu hér

Sótthreinsisprey (hér)*

Bossakrem

Bleyjuruslatunna (hér)

Bleyjuruslatunnupokar

Skiptitaska (hér)

Ferðaskiptidýna

Bleyjupokar í skiptitösku (hér)*

 

FYRIR NÓTTINA

Rúm (Við fengum að láni Stokke Sleepi rúmið hér)

Babynest hér

Sæng (Konges Sloejd hér)

Sængurverasett (2 stk)

Teygjulök (2 stk)

Hlífðarlak (1 stk)

Moses karfa til að hafa frammi hér

Í BAÐIÐ

Bala

Baðhitamæli (hér)*

Handklæði (2 stk)

Hitamælir (hér)*

Naglaskæri (hér)*

Nefsuga (hér)*

Hárbursti/greiða

Eyrnapinnar (hér)*

 

BRJÓSTAGJÖFIN

Lekahlífar Lansinoh (hér)

Brjóstakrem Lansinoh (hér)

Brjóstagjafapúða (ég er búin að sofa með minn síðan á viku 14, hér)

Brjóstapumpu Medela Swing (hér, keypt ef þarf)

Mexikana hattar (hér, keyptir ef þarf)

Frystipokar fyrir brjóstamjólk (hér, ef þarf)

Gjafahaldara með smellum (1-2 stk)

Gjafahlýraboli (1-2 stk)

 

MATARTÍMINN

Stokke Tripp Trapp stóll (hér)

Stokke Tripp Trapp ungbarnasæti (hér)

Annað sem tengist matartíma kaupi ég seinna og eftir þörfum

 

ANNAÐ

Vagn (Bugaboo Fox hér)

Bílstóll (Cybex Cloud Q hér)

Base ( Cybex Base Q-Fix)

Bílstólapoki (MaxiCosi hér & hér)

Spegill í bílinn (MaxiCosi hér)

Ömmustóll (hér)*

Prjónuð teppi (1-2 stk)

 

SPÍTALATASKAN

Heimferðarsett (Peysa, húfa & sokkar)

Náttgallar 2stk í 50

Náttgallar 2 stk í 56

Samfellur 2 stk í 50

Samfellur 2 stk í 56

Buxur með hosum

Leggings/Buxur

Sokkar

Teppi

Taubleiur

Bleiur

Blautþurrkur (heimagerðar fyrst)

Undirbreiðsla

Dömubindi

Gjafahaldara/toppa

Föt á okkur

Lekahlífar

Netanærbuxur

og margt margt fleira

 

Vörumerkin sem ég hef verslað og skoðað hvað mest:

Noa Noa Miniature, Konges Slojd, Soft Gallery, Cóndor, Numero74 og Gro (Petit.is)

MarMar Copenhagen, Wheat, Mini a Ture, Cam Cam (Bíum Bíum)

Garbo & Friends, Nu Nu Nu (Dimm.is)

Lillelam (Bambi.is)

Náttgallar og basic samfellur (Next)


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/preganancy-photoshoot/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

  

 

PREGNANCY PHOTOSHOOT

Fyrir nokkrum vikum lét ég slag standa og ákvað að fara í bumbumyndatöku. Að fara í slíka myndatöku var eitthvað sem ég sá aldrei fyrir mér að gera en þegar ég fann réttu manneskjuna í verkefni var ekki annð í boði. Ég vildi tímalausar, klassískar og kvenlegar myndir sem myndu endurspegla mig og meðgönguna. Þetta magnaða ferli sem kvennlíkaminn gengur í gegnum þegar hann gengur með og á börn. Það er ótrúlega dýrmætt að eiga myndir frá þessu magnaða tímabili í lífinu og mun ég varðveita þær að eilífu. Ég fékk Elísabetu Blöndal til að taka myndirnar og gerðum við það hér heima en það gerir myndirnar enn persónulegri. Enda fyrsta heimili litlu dömunnar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið Elísabetu með mér í þetta verkefni og stigið svona allhressilega út fyrir þægindarammann. Sjálf takan var mjög auðveld í sjálfu sér þar sem Elísabet stjórnaði alveg ferðinni og leiðbeindi mér og var ég aldrei feimin við að standa næstum kviknakin fyrir framan hana. Ég mæli sérstaklega með því að fá hana í þetta verkefni og er ég strax búin að biðja hana um að koma og taka myndir af okkur fjölskyldunni þegar dúllan lætur sjá sig en mig dreymir um fallegar brjóstagjafarmyndir.

Þið getið haft samband við Elísabetu í gegnum e-mail hér: el.blondal@gmail.com


Looking for Something?