Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/becca-favorites/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Færslan er unnin í samstarfi við Becca Cosmetics

BECCA COSMETICS FAVORITES

Ég sé það á lesenda tölunum að lesendur eru mjög glaðir þegar ég tel upp uppáhalds vörurnar mínar frá hinum og þessum merkjum. Næst fær eitt af mínum allra uppáhalds förðunarvörumerkjum athyglina en það er merkið Becca sem kom í sölu hér á landi síðastliðið haust. Ég nota svo mikið af vörum frá merkinu dagsdaglega að ég verð að segja ykkur frá þeim vörum sem að mér finnst bera af hvað varðar gæði, endingu og fegurð. Vörurnar eiga það allar sameiginlegt að gefa guðdómlegan ljóma og gefa húðinni fallega áferð. Ég hefði getað gert topp fimmtán lista en ákvað að velja þær fjórar vörur sem ég nota allra mest og sumar hef ég keypt aftur, aftur og aftur.  Becca er ástralskt förðunarvörumerki sem farið hefur hamförum um snyrtivöruheiminn síðast liðin ár og ætla ég nú að telja upp þær vörur sem mér finnst ómissandi. Ég notaði vörurnar í skemmtilega förðun um daginn og hlakka til að sýna ykkur myndirnar úr þeirri töku.

BECCA BACKLIGHT PRIMING FILTER

Það er nú bara smá vandræðalegt að skoða gamlar færslur og sjá hvað ég hef oft mælt með þessum farðagrunni. Það er nú samt alveg ástæða fyrir því en þessi gyllti farðagrunnur gefur húðinni ómóstæðilegan ljóma, fyllir húðina af raka og takmarkar sýnileika fínna lína. Ég nota hann svo mikið að ég get varla talið upp hvað ég er búin að fara í gegnum margar flöskur og svo nota ég heldur ekkert lítið af honum í einu. Finnst hann ómóstæðilegur þegar ég farða mig fyrir eitthvað annað en bara hversdags og finnst hann fallegur undir hvaða farða sem er en ég nota yfirleitt farða sem gefa einnig ljóma. Farðagrunnurinn hennar öllum húðgerðum og lengir tímann sem förðunin helst fín. Fæst hér.

BECCA AQUA LUMINOUS PERFECTING FOUNDATION

Aqua Luminous farðinn frá Becca er mikið notaður bæði einn og sér og einnig nota ég hann mikið til að blanda út í aðra farða þegar ég vil að þeir gefi meiri ljóma. Þetta er nefnilega ljómi í glasi. Ótrúlega áferðarfallegur, léttur farði sem auðvelt er að byggja upp. Ég nota rakan farðasvamp og dúmpa honum á húðina en hann blörrar misfellur en samt fær þín húð að skína á fallegan hátt í gegn. Farðinn hentar öllum húðgerðum en hann gefur miðlungs þekju og fallega ljómandi áferð eins og aðrar vörur frá merkinu. Ég hef hann alltaf við hendina og mæli ég með því að hrissta vel upp í honum áður en hann er notaður. Það þarf örlítið af honum en þægilegar umbúðirnar gera það að verkum að hann endist og endist. Fæst hér.

 

BECCA BE A LIGHT FACE PALETTE

Ég bara verð að segja ykkur frá þessari andlitspallettu frá Becca en ég eignaðist hana nýverið og hefur hún verið í daglegri notkun síðan. Pallettan inniheldur fjóra mismunandi púðurfarða en öll hafa þau sinn sérstakn tilgang. Allir púðurfarðarnir hafa þann eiginleika að slétta yfirborð húðarinnar en þjóna síðan öll einum tilgangi: til að blörra, birta, skyggja og gefa fallegan lit. Örfínar ljómandi púðuragnir gera það að verkum að húðin virkar náttúrulega ljómandi. Í pallettunni er í raun ljós púður farði sem notast á allt andlitið, skyggingarlitur og kinnalitur sem hægt er að leika sér mikið með. Áferð húðarinnar verður ljómandi, frískleg og eiginlega bara guðdómleg. Því miður uppseld í báðum litum.

BECCA SHIMMERING SKIN PERFECTOR

Varan sem merkið er örugglega hvað einna þekktust fyrir. Pressuðu ljómapúðurfarðarnir hafa farið hamförum um snyrtivöru heiminn síðastliðin ár og á ég einn uppáhalds lit sem mig langaði að segja ykkur frá. Ásamt því að segja ykkur að mér finnst engin önnur ljómapúður vera með tærnar þar sem Becca er með hælana. Becca er eins og ég skrifað áðan, meistarar í ljóma og snýst allt merkið um þennan fallega ljóma. Ljómapúðurfarðinn sem ég elska er í litnum Opal og á ég hann bæði í stórum umbúðum og litlum ferða þar sem hann ferðaðist mikið með mér þegar ég var að fljúga. Opal er hið fullkomna gyllta ljómapúður sem ég dusta létt á kinnbein, augnbein, yfir varir og rétt yfir nef. Ljóminn gerist bara ekki fallegri en formúlan er einstaklega fín möluð, mjúk og ljómaagnir aðlaga sig að húðgerð hvers og eins. Fæst hér.


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/review-bobbi-brown-skin-long-wear-weightless-foundation-spf-15/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Vöruna fékk ég að gjöf

REVIEW: BOBBI BROWN SKIN LONG-WEAR WEIGHTLESS FOUNDATION SPF 15

Eitt af því skemmtilegra sem ég geri er að prófa nýjar snyrtivörur og finnst mér ótrúlega gaman að skrifa sér færslu um vörur eins og þessa hér. Nýjasta farðann úr smiðju Bobbi Brown hefur komið mér skemmtilega á óvart. Ég er búin að nota farðann upp á dag í um það bil tvær vikur núna og get því sagt ykkur frá reynslu minni af honum núna. Mér finnst gott að gefa snyrtivörum dágóðan tíma í prófum en fer það allt eftir eðli vörunnar hvað það er lengi. Nýji farðinn gefur mikla en þó náttúrulega þekju og ágætlega matta áferð sem er jafnframt þægileg, andar og maður finnur ekki fyrir á húðinni. Ég er mikið fyrir farða sem eru fullir af ljómaögnum og miklum raka en þessi er ekkert síðri en þeir þar sem mér finnst hann vera mjög rakagefandi fyrir húðina. Formúlan er líkt og silki og blandast náttúrulega. Einnig inniheldur hún náttúruleg steinefni sem að hjálpa til við að halda olíu í skefjum svo að farðinn haldist eins á húðinni í allt að 16 klukkustundir. Á meðan rakagefandi innihaldsefni líkt og glycerin veitir húðinni raka og líður manni vel í húðinni á meðan maður ber farðann. Aldrei þurr eða stífur.  Ég er alltaf jafn hissa þegar ég lít í spegil á kvöldin og áferð húðarinnar er sú sama og um morguninn. Ég dúmpa honum á með blautum förðunarsvampi og finnst ég fá fullkomna áferð þannig. Það er auðveldlega hægt að nota mikið eða lítið af farðanum til að fá minni eða meiri þekju, fer alltaf eftir því sem maður leitast eftir.  Ég hef verið að vinna með miðlungs þekju og nota gott rakakrem og ljómaprimer undir til að fá hið fullkomna sumarlega útlit. Ég er ekki frá því að ég muni klára farðann upp til agna og fjárfesta í öðrum en hann er kominn til að vera í minni rútínu.

Formúlan inniheldur ekki: parabena, súlföt og pthatalates // Fæst t.d. í Lyf & Heilsu Kringlunni, Hagkaup Smáralind & Make Up Gallery Akureyri

 


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/essie-x-thorunn-ivars-party/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Gyða Dröfn, Þórunn Ívars, Alexsandra Bernharð, Sigurlaug Dröfn og Sara Dögg (sem farðaði mig fyrir herferðina) – Allar myndir teknar af Sigurjóni R.

ESSIE X THORUNN IVARS PARTÝ

Síðastliðinn miðvikudag fór fram essie x Thorunn Ivars partýið í tilefni samstarfs míns við vörumerkið. Partýið var haldið í fallegum sal á Grand Hótel og boðið var upp á glæsilegar veitingar og var það matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson sem töfraði fram skemmtilegt hádegishlaðborð af smáréttum. Einnig var boðið upp á frískandi rósavín, Rosa dei Masi og Kristall fyrir okkur með barn undir belti. Húsið fylltist af stórglæsilegum konum sem komu til að gleðjast með mér. Þetta er í ekki í fyrsta skipti sem að essie vinnur svona náið með bloggara en þetta er í fyrsta skipti sem einhver hefur verið valinn hér á landi. Það er mér sannur heiður að hafa verið valin í þetta verkefni ef þrotlaus vinna við síðuna og aðra samfélagsmiðla getur stundum skilað sér til manns á skemmtilegan hátt sem þennan. Það var ótrúlega gaman hve margir sáu sér fært að mæta að fagna með mér og ætla ég að leyfa myndunum að tala. Salurinn var óaðfinnanlegur en essie teymið sá svo sannarlega um sína konu og var ég í skýjunum með heildar útkomuna á öllu saman. Ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með framhaldinu en það verður nóg að gera hjá mér og essie teyminu á komandi ári.

Ég klæddist kimono kjól frá Zara, svörtum gallabuxum og Vagabond hælum

Gestir fengu að velja sér uppáhalds lökkin sín úr Favorite Nudes línu essie og fóru með heim í fallegum gjafapoka

Ég ásamt vörumerkjastjóra essie á Íslandi, Ernu Hrund Hermannsdóttur

Boðið var upp á handsnyrtingu og gengu gestir út með nýlakkaðar essie neglur

Ester Ósk Steinarsdóttir (sem sér um neglurnar mínar) ásamt Pálmey Kamillu Pálmadóttur

Gleðin var svo sannarlega við völd í partýinu

Samfélagsmiðladrottningarnar Thelma Dögg Guðmundsen, Guðrún Helga Sortveit, Kolbrún Anna Vignisdóttir & Anna Bergmann

Tanja Ýr, Sigurlaug Dröfn og Lína Birgitta

Stórglæsilegur salur, Háteigur á Grand Hótel

Ég, Fanney Skúladóttir, Sóllilja Sigmarsdóttir & Guðrún Helga Sortveit

Íris Hauksdóttir & Margrét Björk frá Vikunni

Úlfar Finnbjörnsson stoltur við veisluborðið

Við Alexsandra Bernharð

Takk fyrir mig!


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/tax-free-summer-must-haves/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

TAX FREE “SUMMER” MUST HAVES

Þó að ég sé stödd erlendis þá bara verð ég deila með ykkur þeim vörum sem ég myndi næla mér í á fríhafnardögum í Hagkaupum um helgina. Að sjálfsögðu myndi ég næla mér úr lakk + gel yfirlakkið frá Essie úr Favorite Nudes línunni þar sem ég er nú andlit línunnar. Lakkið sem yrði fyrir valinu hjá mér er liturinn Eternal Optimist en hann er fagurbleikur með ferskju undirtón. Ég hef notað hann mikið upp á síðkastið en hann er að mínu mati bjartasti og sumarlegasti liturinn í línunni. Undanfarið hef ég einnig notað mikið nýju sjálfbrúnkufroðuna frá St. Tropez. Hún inniheldur mest megnis vatn og er þetta eina froðan sem mér finnst lykta guðdómlega eða eins og sólríkur dagur einhverstaðar í Karabískahafinu. Froðuna þarf ekki að drífa sig að skola af og þess vegna er hún einstaklega þægileg á ferðalögum eða þegar líður aðeins lengra á millu sturtuferða. Hún gefur fallegan miðlungslit og ber ég hana á með hanska. Skemmtileg tilbreyting frá þessari hefðbundnu eða Express froðunni frá St. Tropez. Þar sem ég er stödd erlendis hef ég verið að nota sömu húðvörurnar í yfir 10 daga og verð að segja að ég þrái ekkert heitar en að taka gott húðdekur þegar ég kem heim. Ég pakkaði engu með mér nema andlitshreinsi og klassísku rakakremi og er löngu kominn tími á góða djúphreinsun. Ég nota Supercleanse hreinsinn frá Glamglow og í kjölfarið Supermud maskann til að tryggja að húðin sé tandurhrein. Inn á milli möskunar finnst mér gott að grípa í hreinsinn í sturtunni en hann er einskonar 1 mínútna útgáfa af maskanum. Til gamans má geta er 15% auka afsláttur af Glamglow vörum um helgina svo ég mæli með að fylla á birgðirnar ef að þið notið einhverjar vörur aftur og aftur.

Nýjungarnar frá Origins eru ekki af verri endanum og get ég ekki beðið eftir að komast heim og prófa nýja maskann úr sveppa línunni sem var hönnuð í samstarfi við Dr. Andrew Weil. Línan inniheldur 5 bráðskemmtilegar vörur sem innihalda allar nokkrar mismunandi gerðir sveppa. Sveppir eru þekktir fyrir að koma í veg fyrir ertingu í húð og endurnýjar maskinn rakabirgðir húðarinnar ásamt því að styrkja hana. Róar húðina og kemur í veg fyrir ertingareinkenni. Línan er ótrúlega spennandi og hlakka ég til að prófa hana með ykkur þegar ég kem heim.

Síðast en ekki síst þá er ljómi lykilatriði fyrir sumarið og þess vegna set ég tvær vörur frá uppáhalds merkinu mínu Becca á listann. Að sjálfsögðu set ég þar Back Light Priming Filter primerinn sem að ég nota næstum daglega. Primerinn gefur húðinni guðdómlegan ljóma og nota ég hann alltaf undir farða ef ég er að fara eitthvað. Hann hentar öllum húðgerðum en það er auðveldlega hægt að nota hann í því magni sem hentar þér. Sumir kjósa mikinn eða lítinn ljóma en ég nota yfirleitt eina til eina og hálfa pumpu á allt andlitið eftir að ég ber á mig krem og áður en ég set á mig farða. Síðan er þessi fallegi bronzer glænýr frá merkinu en það er eiginlega skylda að eiga fallegan bronzer yfir sumartímann. Vörurnar frá Becca standa alltaf fyrir sínu og hlakka ég til að skarta þessum í sumar. Hann kemur í tveimur litatónum svo allir ættu að finna einn við sitt hæfi.

 


Looking for Something?