Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/pink-lipsticks/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17
Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19
Eitthvað sem ég á alltaf nóg af? Það eru bleikir varalitir og það verður bara að viðurkennast. Ég þekki alla varalitina mína með nafni og áferð og nota ég bleika varaliti upp á dag. Ef ég mætti bara nota einn varalit út ævina væri ég fljót að velja og veit alveg hvaða litur fer með mér í gröfina. Ég á bleika varaliti í öllum “regnbogans” litum en mér finnst ég alltaf fínust með bleikan varalit. Það er jafnvel “Tótulegast” eins og vinkonur mínar segja svo ég ákvað að taka saman þá átta sem ég held hvað mest upp á.
Mér er sko alveg sama hvaða árstíð er og nota ég bleika varaliti allan ársins hring þó að þeir séu nú meira vor og sumar. Suma varalitina hef ég klárað nokkrum sinnum og keypt mér annan alveg eins. MAC varalitirnir eru í miklu uppáhaldi og er liturinn Pink Nouveau minn “signature” varalitur. Þegar ég hleyp útum dyrnar er hann alltaf sá fyrsti sem ég gríp í því ég veit að ég er alltaf fín með hann og þarf engan varablýant. Nýji Rose Libertin liturinn minn frá Yves Saint Laurent er mjög hátt á lista. Formúlan er óaðfinnanleg og er ég orðinn YSL varalita sjúklingur og er með langan lista yfir þá liti sem ég verð að eignast (sérstaklega litinn Violet Insurgent).
Þegar ég er að fara eitthvað fínt vel ég mér dýpri og enn bleikari varaliti og verða þá Mandy frá Make Up Store, Impassioned og Candy Yum Yum frá MAC fyrir valinu. Impassioned liturinn frá MAC (í hægra neðra horninu) er einn fallegasti varalitur sem ég hef augum litið og elska ég að nota hann þegar ég fer út á lífið. Þá finnst mér extra gaman að vera með ýktar og mega bleikar varir. Ég syrgi enn Viva Glam Lady Gaga varalitinn minn sem ég týndi og fann aldrei en því miður var hann limited edition. Er eðlilegt að syrgja bleikan varalit í yfir þrjú ár? Það var allavega mjög gott að létta þessu af sér.
TOPP #8
1. Sheen Supreme frá MAC í litnum Behave Yourself
2. Slim Lipstick frá Make Up Store í litnum #403 Matte (hér)
3. Satin Lipstick frá MAC í litnum Pink Nouveau
4. Rouge Pour Cuture frá Yves Saint Laurent í litnum Rose Libertin
5. Matte Lipstick frá MAC í litnum Candy Yum Yum
6. Rouge Coco Shine frá Chanel í litnum Rendezvous
7. Lipstick frá Make Up Store í litnum Mandy (hér)
8. Amplified Creme Lipstick frá MAC í litnum Impassioned
Upp á síðkastið hef ég verið að aðhyllast meira og meira ljósfjólubrúntóna (mauve) og hlakka til að sýna ykkur allra nýjasta combóið mitt sem ég fæ hrós fyrir í hvert einasta skipti. Í gær tókum við Þorsteinn myndir af Wang X H&M kjólnum mínum og var ég með varalitinn við svo endilega fylgist með.