Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/iroha/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

iroha
Þið sem lesið bloggið mitt reglulega vitið að ég er algjör dekurrófa.  Ég ákvað að prófa Iroha maskana til að slaka extra mikið á yfir góðum sjónvarpsþætti. Iroha maskarnir eru á mjög góðu verði og jafnast á við meðferð á snyrtistofu. Ég prófaði þessa fimm maska og langar mig að fjalla aðallega um maskana fyrir hendur og fætur. Þar sem maður gleymir oft að hugsa um þá staði. Allir maskarnir frá Iroha byggja á frumkvöðlatækni og virkni hringrás míkróagna sem hraða upptöku virku innihaldsefnanna og senda þau dýpra ofan í lög húðarinnar. Iroha maskarnir innihalda náttúruleg innihaldsefni og eru án parabena.

Iroha Regenerating Maski fyrir hendur (númer 2) – það er æðisleg ferskju lykt af þessum. Maður opnar pokann og setur hendurnar inní sérstaka hanska sem eru stútfullir af endurbætandi og nærandi formúlu. Ég er sjálf með þurrar hendur og fann mikinn mun á mínum eftir að ég var búin að vera með hanskana á mér í 15 mínútur. Formúlan ýtir undir frumuendurnýjun og dregur úr þurrki í húðinni. Formúlan inniheldur Arbútin sem er náttúrulegt og háþróað hvíttunarefni sem hjálpar til við að eyða öldrunarblettum og rauðum blettum af húðinni. Ég notaði maskann áður en ég pússaði neglurnar og setti á mig nýtt naglalakk. Leið eins og ég væri búin að vera í handsnyrtingu á snyrtistofu. Auðvelt, fljótlegt og ódýrt!

Iroha Relaxing Maski fyrir fætur (númer 3) – þennan maska notaði ég rétt áður en ég fór að sofa og lá uppí rúmmi með iPadinn að horfa á þátt. Allt seinasta ár hef ég unnið standandi vinnu og er ég oft ótrúlega þreytt í fótunum og veitir mér ekkert af smá slökun og raka. Í pokanum eru tilbúnir sokkar sem maðr smeygir sér í – til að halda þeim föstum á fór ég bara í aðra sokka yfir og þá hélst formúlan þétt upp að fótunum. Formúlan í sokkunum er róandi og rakagefandi með piparmyntukjarna. Þeir hjálpa að vinna gegn streitu og veittu mér þægilega og róandi tilfinngu. Piparmyntan stuðlar að endurnýjun djúpt í húðvefjunum og nærir þreyttar og þurrar fætur. Það eru tvær vikur síðan ég notaði maskann og eru fæturnar á mér eins og á ungbarni.

Áður hafði ég notað skrúbb maska á fætur frá merkinu sem heitir Iroha Exfoliating Mask (númer 1) og virkuðu þeir tveir mjög vel saman. Sá maski tekur 10 daga að virka en þú ert með hann á þér í 90-120 mínútur og eftir 10 daga byrjar öll dauða húðin af fótunum að flagna af. Ef þig vantar extra dekur mæli ég með því að kaupa þá báða og nota 3 vikum áður en þú þarft að fara eitthvað fínt eða til sólarlanda. Fæturnar eru ekki beint girnilegir á meðan húðin er að flagna af en það er rosalegur munur. Eftir að öll húðin var flögnuð af notaði ég svo Relaxing fóta maskann. En mundu að það tekur allt að tveimur vikum að losna við alla dauðu húðina svo ekki lenda í því sama og ég að vera á leiðinni út í háum hælum með dauða húð útum allt (jebb, girnó).

Ég mæli með því að nota svona maska allt árið um kring. Á vorin og sumrin til að endurnýja og verja húðina sem verður fyrir skaðlegum umhverfisáhrifum eins og sólargeislum eða öðrum ertandi efnum. Svo á haustin og veturna til að endurnýja húðina og verja hana fyrir kuldanum.


Looking for Something?