Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/apartment-details/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

APARTMENT DETAILS

Örstutt þriðjudagsfærsla frá mér þar sem mér datt í hug að taka saman allar þær myndir sem ég hef tekið af nýju íbúðinni síðan við fluttum inn. Að flytja inn í nýja íbúð getur verið heljarinnar verkefni og það eitt að gera hana að heimili getur verið áskorun fyrir marga. Ég ætlaði alls ekki að gera jafn mikið (ætlaði ekki að eyða krónu) og ég hef gert hérna en einhvern vegin endaði ég að velja allt aðra litapallettu hér en ég var með á gamla staðnum enda önnur íbúðin niður við sjó og þessi eiginlega út í móa og fannst allt annað passa hér en þar. Í  nýju íbúðinni langaði mig að færa náttúruna inn með mjúkum tónum og ekki er hægt að finna mikla litagleði hér. Allt er ótrúlega mjúkt, afslappað og þægindi í fyrirrúmi í öllum rýmunum og er ég núna að vinna í að gera baðherbergið hlýlegra og er með trilljón hugmyndir. Ég nota Pinterest mikið til þess að fá hugmyndir og fæ ég oft innblástur til að gera eitthvað allt annað en ég hafði kannski upphaflega séð fyrir mér. Ég er búin að hafa mikið gaman af að velja lýsingu í alla íbúðina og er ég loksins núna búin að setja ljós allstaðar og eru þau ansi skemmtileg í öllum rýmum. En eins og þið sjáið kannski þá elska ég að hafa mikið grænt í kringum mig og vil ég hafa plöntur eða blóm í öllum rýmum. Um leið og svefnherbergi og bað er komið á það stig að ég get sýnt ykkur rýmin stolt þá geri ég það en þangað til fáiði að njóta stofunnar, eldhúss og sólstofu. Í sumar taka við síðan örlitlar framkvæmdar þar sem við búum á jarðhæð og langar okkur að stækka pallinn og setja skjólveggi og þá förum við saman í það verkefni að gera pallinn óaðfinnanlegan. Næstu verkefni eru smávægileg en ég ætla að dúlla mér við að hengja upp myndir næstu daga en ég er nú vanalega ekki svona lengi að taka ákvörðun en finnst svo mikil synd að bora í fínu veggina mína, haha.

Ef að þið eruð með einhverjar spurningar varðandi eitthvað ekki hika við að spyrja mig hér fyrir neðan eða í einkaskilaboðum

 


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/bjarmi/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Færslan er unnin í samstarfi við Urð

BJARMI

Það er svo dásamlegt að nostra við heimilið, taka til og síðan kveikja á yndislegu ilmkerti þegar allt er spikk og span. Það er varla til betri tilfinning en nautnaseggir eins og ég þekkja þessa tilfinningu vel.  Ilmurinn sem ég er að brenna núna er Bjarmi frá íslenska merkinu Urð. Bjarmi táknar aukna birtu vorsins og þegar náttúran vaknar eftir veturinn. Ilmurinn er hreint út sagt dásamlegur og vekur minningar um hlýju frá arineldi í íslenskum sumarbústað að vori. Sú lykt er mín uppáhalds og færist ég í huganum norður á Strandir þar sem við erum með sumarhús. Ilmurinn samanstendur af svörtu tei, múskati og hlýjum sedrusviðartónum. Ilmurinn er ekki bara dásamlegur heldur er glasið ótrúlega fallegt og liturinn akkurat í takt við innbúið. Mér finnst ótrúlega gaman að brenna ilm sem er í takt við árstíðina en Urð framleiðir ótrúlega skemmtilegar vörur í takt við árstíðirnar fjórar. Vörurlínan samanstendur af ilmkertum, sápum, heimilsilmum og kertaskærum. Vörurnar eru allar framleiddar úr bestu mögulegum hráefnum og pakkað í fallegar umbúðir sem gera hvaða heimili sem er fallegra. Við framleiðsluna er stuðst við gamlar framleiðsluaðferðir og hver og einn ilmur vekur upp æskuminningar.

Í tilefni vorsins langar mig að bjóða ykkur 25% afsláttarkóða af Bjarma. Kóðinn er: thorunn25 og gildir til 22. apríls næstkomandi.
Þið getið notað kóðann á heimasíðu Urð hér

 


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/work-in-progress/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.

WORK IN PROGRESS

Í síðustu færslu talaði ég mikið um hvað ég ætlaði að gera við sólstofuna en ég ákvað að innrétta hana eftir að hafa búið hér í smá tíma. Til að finna útúr því hvernig rýmið yrði helst notað og komst að þeirr niðurstöðu að þetta yrði gestastofa eða ákveðið afdrep fyrir mig. Þetta væri akkurat rýmið sem ég gæti notið þess að horfa út, drekka kaffi og skrifa þó nokkrar bloggfærslur. Nú er margt búið að gerast bara síðan í síðustu viku en við ákváðum að mála enda vegginn í rýminu með litnum mínum Kyrrð sem að ég hannaði í samstarfi við Slippfélagið. Hann er tóni dekkri en sá sem ég er með í alrýminu en í grunninn sami liturinn. Það sem ég elska við litinn er hvað hann er fallegur við allar mublurnar mínar og hvað bæði svartur og hvítur litur poppar í návist hans. Um leið og við fluttum inn settum við upp fjaðraljósið frá Vita en ég var alltaf með ákveðna hugmynd um þetta rými og sá fyrir mér að það væri róandi afdrep fyrir bæði okkur og gesti. Ljósið hékk þarna einsamalt í um það bil mánuð en núna kannski sjáiði hvað ég var að hugsa þegar málning, gardínur og einhver húsgögn eru komin inn. Þetta rými er þó enn í vinnslu þar sem það vantar skenk og lítinn sófa í rýmið en þangað til fær bleiki bekkurinn minn frá Bolia að njóta sín. Gardínurnar setja ótrúlega mikinn svip á rýmið en þetta eru off white voal gardínur úr Z brautum með new wave rykkingu (rúmlega 100% rykking). Nú horfa gangandi vegfarendur ekki beint inn til mín en ég get enn séð út og auðveldlega dregið fyrir og frá eftir hentisemi. Ég mun segja ykkur frá gardínunum í mun ýtarlegri færslu en þessari en eftir langa bið get ég loksins sagt að ég er í skýjunum með þær en ég pantaði eins á alla íbúðina. Ég gat ekki ákveðið hvað ég vildi gera með enda vegginn en ég vissi að ég vildi að hann væri soldið poppaður og hafði íhugað allskonar útfærslur af myndavegg, myndahillum en endaði svo á að velja þennan fallega spegil með dökku speglagleri úr Módern. Sé ekki eftir því vali en hann stækkar rýmið og gerir það einstaklega hlýlegt.

Gardínur New Wave Voal úr Z brautum & Gluggatjöldum (Ég er með off white) // Speglaborð í tveimur stærðum Módern hér*
Spegill (ég er með 90cm) úr Módern hér* // Bolia Posea bekkur hér // Vita Eos fjaðraljós úr Casa hér (ég er með miðstærð) // Motta úr Ikea hér


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/home-wishlist-2/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

HOME WISHLIST

Ef að peningar væru engin fyrirstaða þá myndi ég kaupa mér allar þessar mublur á einu bretti en ég leyfi mér bara að dreyma. Ég er ótrúlega skotin í sófunum frá Bolia sem fást í Snúrunni en þeir eru bæði ótrúlega smart, smá öðruvísi og vandaðir. Mig dreymir um bæði Hannah sófann í dökku velúr og síðan Gaia sófanum í sólstofuna sem ég er að reyna leggja lokahönd á að skipuleggja. Það er smá byrjunar erfiðleikar þegar maður flytur í mun stærra og á einfaldlega ekki mublur til að hafa í hinum og þessum rýmum. Mig dreymir um fallegan tveggja sæta sófa, góðan skenk sem bæði getur hýst allskonar dót sem fylgir heimilinu og sem að ég get raðað fallegum skrautmunum á. Fyrir ofan skenkinn langar mig svo í stóran hringlaga spegil og þessi frá Circum kemur vel til greina. Í rýminu verða svo off white voal gardínur til að gera rýmið virkilega kósý en ég veit að þar verða þambaðir ófáir kaffibollarnir með vinkonum í sumar. Það verður yndislegt að geta opnað beint út á pall og jafnvel unnið eina til tvær bloggfærslur á sófanum.

Stóra sófann dreymir mig um í stofuna en það er kominn tími á okkar og færi dökkur velúr sófi eins og þessi sem ég hannaði sjálf inn á Bolia síðunni svo vel við “decorið” í stofunni. Ég er búin að vera að vinna með ákveðna litapallettu sem þið sjáið vel í þessari færslu en hún einkennist af fallegum mjúkum jarðlitum ásamt svörtum grófum mublum sem gefa heimilinu ákveðna dýpt. Ég myndi ekki slá höndinni á móti þessari fallegu mottu í bæði svefnherbergið og sólstofuna en ég held að hún gerir bæði rýmin ótrúlega falleg. Næstu vikurnar mun ég dúlla mér við að gera sólstofuna tilbúna fyrir sumarið en ég ætla að byrja á því að mála hana í sama lit og stofuna ásamt því að panta gardínur en ég var óviss með hvort ég vildi vera með eins og á öllum öðrum gluggum heimilsins. Ákvað síðan að mér fyndist fallegast að hafa allt í stíl. Þannig verður sólstofan einskonar framlenging af stofunni. Vá hvað ég hlakka til að græja þetta allt en ég er svo kolfallinn fyrir minni sófanum að ég er nokkuð viss um að fjárfesta í honum við næsta tækifæri. Svo má ekki gleyma að segja ykkur frá þessum fallegu borðstofustólum sem ég rakst á í Línunni en ég held að þeir séu fullkomnir við eldhúsborðið…ahh hvernig hættir maður bara að gera fínt í kringum sig. Ykkar kona er að minnsta kosti óstöðvandi.

  1. Lex Borðstofustóll hér 2. Malva motta hér 3. Circum spegill hér
    4. Hannah sófi hér 5. Duke coffee table hér 6. Besta skenkur hér 7. Gaia sófi fæst í Snúrunni

Looking for Something?