Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/herbivore-botanicals/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

herbivoresss
Sumar vörurnar í þessari færslu voru fengnar að gjöf en aðrar keyptar af greinarhöfundi.

HERBIVORE BOTANICALS

Mig er lengi búið að langa að skrifa greinargóða færslu um yndislegu vörurnar frá Herbivore Botanicals. Herbivore Botanicals er bandarískt merki sem framleiðir náttúrulegar snyrtivörur. Vörurnar koma að mínu mati í hrikalega flottum minimalískum glerumbúðum sem mér finnst mjög flott að stilla upp. Það skiptir að sjálfsögðu máli þegar maður kaupir sér baðvörur. Þær eiga að sjálfsögðu að gleðja augað á baðkarsbrúninni. Vörurnar fást hér á Íslandi hjá versluninni Nola.is og mæli ég með að þú nælir þér í að minnsta kosti eina til að prófa. Vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum, notuð eru 100% náttúruleg innihaldsefni, notaðar eru kald-pressaðar olíur og er vörunum pakkað inn í endurvinnanlegar umbúðir. Vörurnar eru framleiddar án allra aukaefna, parabena, mineral olíu, petroleum og sodium laurel sulfate.

herbivoreee

Ég hef prófað fjórar vöru frá merkinu. Tvær vörur eru vörur sem ég set út í heitt baðkarið Detox og Coconut. Coco Rose er yndislegur kókosolíusykur skrúbbur sem ég nota á allan líkamann sem ilmar dásamlega. Rose Hibiscus andlits spreyið er vara sem ég hef minnst á áður og langar mig helst til þess að drekka það. Ég týndi flöskunni nýverið en það voru miklir fagnaðarfundir þegar ég fann hana. Ég hef notað báðar baðvörurnar mikið en orð fá því ekki lýst hvað ég elska Detox baðsaltið sem inniheldur gæða sölt úr Dauðahafinu. Ég nota um það bil eina lúku í sjóðandi heitt karið og leyfi að leysast upp. Æðislegi og hreinsandi eucalyptus ilmurinn fyllir baðherbergið. Kókosmjólkur baðið nota ég þegar húðin er þurr og þegar henni vantar extra raka.  Þá set ég um það bil þrjár matskeiðar út í karið og nýt þess að liggja þar. Lyktin er alveg dásamleg og líður manni einna helst eins og maður sé staddur á eyðieyju. Nýjasta varan í hópnum er Coco Rose er skrúbbur sem inniheldur sykur, kókosolíu og marakóska rós. Húðin verður silkimjúk og full af raka. Ég dýrka að spreyja framan í mig Rose Hibiscus spreyinu og finnst mér þessi vara svo ótrúlega girnileg. Inniheldur kókosvatn og hibiscus.

Coco Rose Body Polish hér / Coconut Milk Bath Soak hér / Detox Dead Sea Bath
Salts hér (á útsölu núna) / Rose Hibscus Face Mist hér (á útsölu núna)

Untitled-11


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/herbivore-botanicals-rose-hibiscus-coconut-water/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

herbivorebotanicalsGreinarhöfundur fékk vöruna sem sýnishorn frá Nola.is

HERBIVORE BOTANICALS

Herbivore Botanicals eru Bandarískar vörur sem framleiddar eru úr 100% náttúrulegum innihalds efnum eins og kald pressuðum olíum, GMO frítt soja vax og ilmkjarnaolíum. Pakkningarnar eru endurnýtanlegar og eru allar úr gleri. Ég var mjög spennt fyrir að prófa vörurnar vegna þess að útlitið á þeim heillaði mig og fór ég í smá heimsókn í Nola.is og gekk að sjálfsögðu ekki tómhent út. Fyrst um sinn ætlaði ég að kaupa mér baðsalt frá merkinu en ég var viss um að ég myndi klára það á núll einni og ákvað því að skella mér á Rose Hibiscus Coconut Water. Sem er andlits spray sem gefur raka og mýkir húðina. Ég veit ekki með ykkur en mig langar ótrúlega mikið til þess að drekka það sem er í flöskunni þar sem það minnir mig á ískalt pink lemonade sem ég elskaði sem barn. Munnvatnið fer af stað bara við það eitt að horfa á flöskuna, haha! Maður er ekki lengi að prófa sig áfram með svona vöru og finnur um leið að hún virkar. Rakabomba sem maður spreyjar beint í andlitið á hreina húðina áður en maður farðar sig og eftir að maður hreinsar húðina. Ég hlakka mjög til að næla mér í fleiri vörur úr línunni en næst held ég að ég splæsi í Charcoal Cleansing Bar og mögulega eitthvað baðsalt sem ég þyrfti að passa mig að nota bara spari spari.

Herbivore Botanicals Vörurnar fást hér – Rose Hibiscus Coconut Water fæst hér

Untitled-11


Looking for Something?